Fréttablaðið - 23.05.2009, Síða 24
24 23. maí 2009 LAUGARDAGUR
Nokkrir norrænir áhugamenn um blóð voru
staddir á Íslandi fyrir skemmstu. Hér hittu
þeir íslenska kollega sína, drukku kaffi yfir
ljósmyndum af mannslíkum og veltu vöng-
um yfir því hvað gerist þegar mönnum er
ráðinn bani með hinum og þessum morð-
vopnum. Þessi áhugi á sér eðlilegar og göf-
ugar skýringar. Þarna voru nefnilega á ferð
rannsóknarlögreglumenn sem sérhæfa sig í
blóðferlarannsóknum.
Blóðferlasérfræðingarnir voru komnir
til að sækja ráðstefnu um slíkar rannsóknir
sem fram fór í Lögregluskólanum, í fyrsta
sinn á Íslandi. Ráðstefnan er samráðsvett-
vangur blóðferlasérfræðinga á Norðurlönd-
um þar sem þeir geta borið saman bækur
sínar, farið yfir athyglisverð og mögulega
fordæmisgefandi mál og myndað tengsla-
net. Á ráðstefnunni var meðal annars farið
yfir morðmál á Hringbraut, þar sem íslensk
lögregla þykir hafa staðið sig með mikilli
prýði við að sanna glæp á sakborning með
hjálp blóðferlarannsókna.
Sá eini á landinu í blóðinu
Blóðferlarannsóknir eru nokkuð gömul vís-
indi – elstu heimildirnar eru frá 1895 um
rannsóknir pólsks réttarmeinafræðings.
Fagsamtök þeirra sem starfa í geiranum
voru stofnuð árið 1983 og í þeim eru nú um
700 manns.
Á Íslandi starfar einungis einn sérfræð-
ingur í blóðferlum. Sá heitir Ragnar Jóns-
son og starfar dags daglega sem almenn-
ur rannsóknarlögreglumaður í tæknideild,
enda eru til allrar hamingju ekki framdir
svo margir ofbeldisglæpir á Íslandi að það
sé fullt starf að rannsaka blóðslettur. Þrír
aðrir Íslendingar hafa sérhæft sig í blóð-
ferlum en enginn þeirra er starfandi hér-
lendis í dag.
Ragnar kynntist fræðunum árið 2001
og ákvað þá að gera þau að sérgrein sinni.
Síðan þá hefur hann farið utan á ýmis nám-
skeið til að halda kunnáttu sinni við.
Lamdi flesk með hafnaboltakylfu
Ragnar segir að árangur í faginu byggist
fyrst og fremst á því að öðlast reynslu, gera
rannsóknir og upplifa hegðun blóðsins með
eigin augum. Í námi sínu í Bandaríkjunum
hefur hann gert ýmsar tilraunir til að afla
sér þekkingar.
„Ég hef farið í kúrsa erlendis þar sem
menn eru að sletta blóði frá morgni til
kvölds, með alls kyns áhöldum í alls konar
rýmum,“ segir Ragnar. „Það er farið inn
í risastórt íþróttahús þar sem er búið að
búa alls konar glæpavettvang. Svo setur
maður mennskt blóð í sprautur og prófar
að láta það falla á gólf og slettir því á borð
og veggi, pappa, bómull, teppi.
Maður er með hamra, hafnaboltakylfur,
skæri, hnífa og skotvopn og fær að lemja
svínakjöt sem er búið að sprauta í blóði,
þannig að maður sér hvernig það slettist.
Þetta lýtur auðvitað allt eðlisfræðilegum
lögmálum og maður fer að átta sig á því
hvernig þetta hegðar sér. Svo sér maður
ummerki úr líkamsárásarmálum og þá
hugsar maður: já heyrðu, þetta er eitthvað
sem ég þekki af því að ég hef gert svona
rannsókn sjálfur.“
Blettirnir geyma sæg upplýsinga
Blóðferlarannsóknir eru töluverð nákvæmn-
isvísindi og stærðfræði kemur nokkuð við
sögu. Þannig þarf til dæmis að mæla stærð
og lögun blóðbletta á vettvangi og reikna út
svokallað áfallshorn þeirra og setja blett-
ina síðan alla upp í líkan til þess að finna út
hvaðan blóðið kann að hafa komið, á hvaða
hraða og hvað þurfti til að koma því þang-
að. Blóðferlarnir veita einnig gjarnan upp-
lýsingar um stöðu bæði geranda og þolanda
á þeim tíma sem glæpurinn var framinn,
og jafnvel líkamsburði, séu viðkomandi
óþekktir.
Til eru þrívíddarforrit sem auðvelda
mönnum verkið upp að vissu marki og vinn-
ur lögreglan hér nú að því að koma sér upp
slíku forriti. Þangað til þurfa menn að reiða
sig á aðgang að vettvanginum sjálfum til
rannsókna, eða líkana sem unnt er að smíða
og líkja þar eftir glæpnum.
Ragnar telur mikilvægt að lögreglan
komi sér upp sambærilegri tækni og ger-
ist í nágrannalöndum okkar, en er frekar
svartsýnn í ljósi efnahagsþrenginga og lof-
orða um niðurskurð. „Þetta er dýr búnaður
en hann segir á miklu skýrari hátt hvernig
hlutirnir gerðust. Það er afskaplega dapurt
að lögreglan skuli ekki vera búin besta bún-
aði sem völ er á hverju sinni. Hver ætlar að
meta það hvort það svarar kostnaði?“ spyr
eini blóðferlasérfræðingurinn á landinu.
Blóðslóðin rakin að hinum seka
Rannsóknarlögreglumaðurinn Ragnar Jónsson er sérfróður um það hvernig blóð hegðar sér þegar voðaverk eru framin. Hann
tók á móti hópi norrænna kollega sinna nýlega til skrafs og ráðagerða. Stígur Helgason kynnti sér starfann og ræddi við Ragnar.
BLÓÐHUNDUR RÍKISINS Þekking Ragnars á blóði hefur komið að gagni við rannsóknir fjölda sakamála und-
anfarin ár. Hann hefur oft misst þolinmæðina gagnvart misgáfulegum sjónvarpsþáttum um meinatækna.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MEÐ ÁHUGANN Í BLÓÐINU Ráðstefnuna sátu átta
norrænir blóðferlasérfræðingar, hópur íslenskra
starfsmanna tæknideildar lögreglunnar, auk heið-
ursgestsins, Gillian Leak. Leak starfar hjá tæknideild
Bretlandslögreglunnar, sem þykir með þeim allra
færustu í heimi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blóðferlarannsóknir Ragnars skiptu sköpum
við sönnunarfærsluna í morðmáli sem upp
kom í íbúð við Hringbraut í október 2007.
Þórarinn Gíslason var í maí í fyrra dæmdur í
sextán ára fangelsi fyrir morðið. Aldrei áður
á Íslandi hefur maður verið sakfelldur, gegn
neitun, nær algjörlega á grundvelli blóðferla-
rannsókna.
Maður hafði fundist liggjandi í blóði sínu
uppi í rúmi í íbúðinni. Töluvert af blóðslettum,
sem mynduðu V-laga form, voru á veggnum
við höfðalag hans. Ragnar dró strax þá ályktun
að maðurinn hefði hlotið þrjú þung höfuð-
högg, sem krufning leiddi síðar í ljós að var
raunin. Á gólfinu fannst alblóðugt slökkvitæki,
sem talið var að hefði verið notað til að ráða
manninum bana. Fljótlega kom í ljós að á því
greindust engin fingraför.
Grunur beindist nær strax að Þórarni, sem
bjó í íbúð í sama húsi og hafði tilkynnt um
hinn látna. Eftirlitsmyndavélar, bæði í húsinu
og í verslunum í nágrenninu, sýndu að
mennirnir höfðu verið saman fyrr um daginn.
Skýringar Þórarins þóttu grunsamlegar og var
hann því handtekinn.
Því næst tók Ragnar til við að rannsaka
blóðblettina í íbúðinni. Sú rannsókn tók mán-
uði. Stærð og svokallað áfallshorn hvers bletts
á veggnum var mæld og blettirnir síðan skráðir
og auðkenndir og úr mælingunum búið til
líkan sem sýndi að blóðið hafði allt borist frá
sama svæði: höfði mannsins sem lá í rúminu.
Smærri blóðagnir voru á veggnum lengra frá
rúminu, nema á stuttum auðum kafla, sem
benti til þess að þar hefði verið einhver fyrir-
staða, líklega gerandinn í málinu.
Því beindist rannsóknin næst að fötum
Þórarins. Í íbúð hans fannst úlpa alsett blóð-
dropum. Drjúgur hluti þeirra reyndust vera
úr Þórarni sjálfum, en aðrir úr fórnarlambinu.
Fyrir dómi hélt verjandi Þórarins því fram að
blóðið hefði borist á úlpuna þegar fórnar-
lambið hóstaði því á Þórarin í andaslitrunum.
Þetta tókst Ragnari að sanna að stæðist ekki,
enda væru blóðdropar sem bærust með hósta
talsvert frábrugðnir þeim sem mynduðust við
högg með barefli. Þegar úlpan var skoðuð í
smásjá fundust engir úðakenndir dropar sem
borist hefðu með frussi eða hósta.
Til að baktryggja sig fékk lögreglan sænska
blóðferlasérfræðinginn Mats Hägg til að fara
yfir rannsókn Ragnars, en Hägg þessi hefur
tíu ára reynslu af rannsóknum sem þessum.
Hann lagði blessun sína yfir allar niðurstöður
Ragnars.
Á grundvelli rannsóknarinnar var Þórainn
sakfelldur fyrir morðið, þótt hann hefði neitað
sök frá upphafi. Það er einsdæmi á Íslandi.
SKIPTI SKÖPUM Í TÍMAMÓTAMORÐMÁLI
FÖTIN UNDIR SMÁSJÁ Lögreglumaðurinn Björgvin
Sigurðsson sýnir ráðstefnugestum myndir af
blóðugum fötum morðingjans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÓNVARPSSTJÖRNURNAR RATA STUNDUM RÉTTA LEIÐ
Blóðferlarannsóknir leika
stórt hlutverk í tveimur
vinsælum sjónvarpsþátt-
um sem Skjár einn hefur
sýnt um nokkurt skeið.
Í upprunalegu útgáf-
unni af CSI fáum við að
fylgjast með hetjudáðum
meinatæknateymis í Las
Vegas sem leysir hvert
málið á fætur öðru með
nýjustu tækni og yfirnáttúrulega skarpskyggni
að vopni. Þar eru blóðferlarannsóknirnar
í höndum Catherine Willows, sem Marg
Helgenberger túlkar. Hún á það sameiginlegt
með Ragnari að ganga í flest verk og leysa þau
snöfurmannlega án þess þó að blóð komi þar
endilega við sögu.
Meira fer fyrir blóðinu umhverfis sósíó pat-
ann Dexter Morgan,
söguhetjuna í þáttunum
Dexter. Sá snoppufríði
blóðferlasérfræðingur
er nefnilega ekki bara
færastur á sínu sviði í
sólskinsborginni Miami,
heldur umturnast hann
í blóðþyrstan – en þó
réttsýnan – raðmorðingja
að næturþeli. Þar kemur
sérþekking hans á hegðun
blóðs sér vitanlega mjög vel.
Ragnar segist oft hafa reynt að fylgjast með
sjónvarpsþáttum sem tæpa á þessu sérsviði
hans en jafnan misst áhugann og þolinmæð-
ina tiltölulega fljótt. „Stundum rata þeir á eitt-
hvað rétt en oftar eru þeir alveg gjörsamlega
út úr kú,“ segir hann.
DEXTER CATHERINE
WILLOWS
Ragnar hefur einnig komið að öðrum rann-
sóknum sem vakið hafa athygli.
■ Árið 2004 rannsakaði lögregla heimili í
Stórholti, þar sem Hákon Eydal hafði ráðið
sambýliskonu sinni, Sri Ramawhati, bana.
Þótt málið væri ekki eins flókið og það á
Hringbraut, enda játaði Hákon morðið, var
morðvettvangurinn flóknari. Þar voru blóð-
blettir víða á veggjum og brugðið á það ráð að
strengja línur úr blettunum og í stöng í miðri
íbúðinni. Svo var athugað hvar línurnar skárust
og þannig fundið út hvar Sri hafði legið þegar
henni var banað.
■ Í ágúst 2006 fannst kínverskur maður
alvarlega slasaður á hálsi í vistarverum sínum
á Kárahnjúkum. Hann sagði að tveir menn
hefðu ráðist þar á sig. Blóðferlagreining þar
sýndi fram á að eðlisfræðilega ómögulegt
hefði verið fyrir tvo menn að veita manninum
áverkana. Niðurstaðan varð sú að maðurinn
hefði veitt sér áverkana sjálfur með naglbít. Sú
niðurstaða hefur síðan verið studd með áliti
frá norskum og bandarískum sérfræðingum.
■ Ragnar hefur gert vettvangsrannsóknir í og
við dúfnakofa þar sem Sirrey María Alexand-
ersdóttir fannst látin, nakin með lambhús-
hettu á höfði, í febrúar. Hann er enn bundinn
trúnaði um niðurstöðuna enda er rannsókn
málsins ekki lokið.
■ Þá rannsakaði Ragnar blóðferla í sumar-
bústað í Grímsnesi þar sem litháískur maður
fannst myrtur í nóvember síðastliðnum. Aðal-
meðferð fór fram í málinu í vikunni. Ummerki
eru um að manninum hafi verið veittir áverkar
en deilt er um það hver dánarorsökin hefur
verið.
AF KÁRAHNJÚKUM Í DÚFNAKOFA