Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 36
 23. 2 „Fimm nemendur útskrifast að þessu sinni eftir tveggja og hálfs árs nám í skapandi ljósmyndun og gefur að líta fjölbreytt verk þeirra á útskriftarsýningunni,“ segir Leifur Rögnvaldsson, yfirkenn- ari Ljósmyndaskólans, en skól- inn hlaut nýlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á því námi sem hann býður og er þetta í fyrsta sinn sem nemendur útskrif- ast úr framhaldsdeild skólans. „Sýningin er að Fiskislóð 79a, baka til, og stendur frá 20. til 30. maí en opið er daglega frá klukk- an 16 til 20 virka daga en um helg- ar er opið frá klukkan 13 til 18,“ útskýrir Leifur. „Auk þessa höfum við alltaf verið með sýningu frá nemendum sem lokið hafa eins árs námi en hún verður opnuð 30. maí næstkomandi.“ Ljósmyndaskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1997. „Skól- inn byrjaði sem námskeið sem þróaðist yfir í að vera eins árs nám fyrir frekara undirbúnings- nám og er nú grunnurinn í nám- inu hjá okkur. Fyrir tveimur árum fórum við út í að gera annað við- bótarnám þannig að í heildina eru þetta fimm annir. Var það fyrsta skrefið í að fá skólann viðurkennd- an sem starfsnám og er það stórt skref fyrir okkur og ljósmynd- un á Íslandi,“ segir Leifur stolt- ur. „Ljósmyndanám hefur verið öðruvísi á Íslandi en tíðkast að öllu jöfnu. Skólinn okkar er í raun sá fyrsti hérlendis sem er samkvæmt þeirri fyrirmynd sem tíðkast víða erlendis og við lítum á námið sem sköpun en ekki iðn. Þetta er skap- andi nám rétt eins og tónlistar- og kvikmyndanám.“ Liðlega tuttugu kennarar leið- beina við skólann. „Við erum með fasta kennara, stundakennara og gestafyrirlesara. Þetta eru ljós- myndarar, listamenn, hönnuð- ir og markaðsfræðingar þannig að tekið er á ýmsum þáttum sem stuðla að almennri þekkingu í ljósmyndun og sköpun en líka er hugað að þeim veruleika sem blas- ir við að námi loknu,“ segir Leifur. Sýningin er hluti af lokaverkefni útskriftarnema. „Á fimmtu og síð- ustu önninni vinna nemendur að sjálfstæðum verkefnum sem þeir skapa sér sjálfir en hafa skólann sér til aðstoðar til að leiðbeina og veita tæknilega ráðgjöf, aðstöðu og stuðning. Nemendur vinna verkefnin í samvinnu við kennara skólans sem samsvara hvað best þeirri stefnu sem þeir marka sér í verkefninu,“ útskýrir hann og nefnir að verkefnin séu afar fjöl- breytt og athyglisverð. Umsóknarfrestur í Ljósmynda- skólann rennur út 15. júní og í framhaldi af því er valið inn í skólann fyrir haustönn. „Tekið er viðtal við umsækjendur og metið út frá því. Annars eru inntökuskil- yrði þau að nemendur hafi lokið framhaldsskóla eða sambærilegu námi. Skólinn áskilur sér þó rétt til að veita undanþágur frá því svipað og Listaháskólinn. Í skólan- um eru nemendur á ýmsum aldri frá tvítugu og upp úr og skapar það skemmtilegt andrúmsloft,“ segir Leifur og hvetur alla til að kíkja á sýninguna. hrefna@frettabladid.is Framhaldsnemar sýna Ljósmyndaskólinn útskrifar nú nemendur úr framhaldsdeild í fyrsta sinn og af því tilefni sýna fimm nem- endur verk sín á útskriftarsýningu. Leifur Rögnvaldsson yfirkennari segir verkin fjölbreytt og skapandi. Leifur segir útskriftarsýningu nemenda Ljósmyndaskólans vera fjölbreytta en Heiða Björg Bjarnadóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir eru tvær af fimm nemendum sem útskrifast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÍÓHÚSIN eru vinsæl um helgar. Verið er að sýna nokkrar góðar myndir um þessar mundir en á topp 5-listanum á Íslandi eru: Angels & Demons, Star Trek, Hannah Montana, X-Men: Origins og The Boat That Rocked. www.midi.is/bio Báðir leikarar verksins Lostin, sem frumsýnt er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld, eru heyrnarlausir. „Það er draumur í dós að sýna í Þjóðleikhúsinu,“ segir Margrét Pétursdóttir, leikstjóri döff-leik- verksins Lostin sem frumsýnt er í Kassanum í kvöld. „Við erum að leggja lokahönd á allt saman en sýningin er nokkuð tæknilega flók- in. Svo fer hún öll fram á táknmáli, svo hún þarf að vera eins mynd- rænt skýr og mögulegt er, svo allir áhorfendur geti skilið hana.“ Sýningin er byggð upp á mörg- um litlum sögum sem túlkaðar eru bæði með dansi og leik. „Allir geta skilið þessar sögur. Við prófuðum búta úr verkinu á heyrandi fólki og það komu hlátrasköllin utan úr sal, svo það skildi alveg út á hvað þetta gekk.“ En sýningin er ekki bara fyndin. Hún er líka sorgleg og jafnvel ofbeldisfull á köflum. „Þetta er bara eins og lífið sjálft.“ Leikarar verksins eru tveir, þau Elsa G. Björnsdóttir og Jan Fiura- sek. Elsa hefur unnið í leikhúsi og sjónvarpi um árabil og Jan er atvinnuleikari frá Tékklandi sem hefur ferðast mikið um heiminn og leikið, leikstýrt og kennt leiklist. Þau Elsa og Jan unnu leikverkið sjálf en Margrét tók svo við því og vann úr því endanlegt handrit. Lostin verður sýnt á alþjóðlegu döff-leiklistarhátíðinni Draum- ar 2009 sem hefst á sunnudag. „Það er kannski svolítið mikið að halda leiklistarhátíð og frumsýna á sama tíma, en það er óhætt að segja að þetta hafi verið rosalega skemmtilegir dagar,“ segir Mar- grét, að vonum spennt, enda von á á kringum 25 leikurum, fyrirlesur- um, leikstjórum og kennurum víða að á hátíðina. Hún segir allt mögu- legt í gangi á hátíðinni sem allir geti notið, bæði heyrnarlausir og heyrandi. Dagskrána í heild sinni má finna á www.draumasmidjan. is. holmfridur@frettabladid.is Lostin í Kassanum Jan Fiurasek og Elsa G. Björnsddóttir leika í verkinu Lostin sem frumsýnt er í kvöld. www.nora.is Dalve opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Úrval af fallegum og rómantískum vörum. Hillur, snagar, gardínustangir og festingar fyrir baðherbergið, eldhúsið, forstofuna og stofuna FYRIR BÚSTAÐINN OG HEIMILIÐ Opið: má-fö. 12-18, lau.11-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Tr y g g v a g ö t u 19 • 101 R e y k j a v í k S í m i 5 62 5 0 3 0 • w w w . k o l a p o r t i d . i s Kolaportið er OPIÐ laugardaga og sunnudaga frá kl. 1100-1700
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.