Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 23.05.2009, Qupperneq 50
8 FERÐALÖG Þ etta gengur ekkert strák- ar. Við erum að tapa tíma. Fokkuna út, slaka bóm- unni, tvö rif niður, passa hausinn og allir tilbúnir í vendingu. Koma svo. Það er bullandi byr. Svo förum við í slökun á eftir og tökum okkur kit-kat stopp,“ kallar flota- foringinn Önundur Jóhannsson til áhafnarmeðlimanna níu sem eru komnir frá Íslandi til að taka þátt í alþjóðlegri siglingakeppni, sem haldin er á vorin og haustin í tyrk- neska skútubænum Göcek. Íslensku víkingarnir höfðu fjóra daga í þrjátíu stiga hita til að hita upp og stilla saman strengina í Fethyie-flóa fyrir sjálfa keppn- ina sem varði í fjóra daga. „Vinn- ingslið þarf fyrst og fremst að vera samstillt með snaggaralega snerpu, hafa góðar græjur og síð- ast en ekki síst flagga góðum skip- stjóra,“ segir Önundur hlæjandi og á þar að sjálfsögðu við sjálfan sig. Lúxusfley í Miðjarðarhafi Íslenska skútan Tobba trunta, sem var meðal þátttakenda í keppn- inni að þessu sinni ásamt fimmtíu öðrum, er af gerðinni Jeanneau 45. Að auki á og rekur Önundur, eða Önni eins og hann er gjarn- an kallaður, tvær aðrar 45 feta skútur, Íslandssól og Sóllilju auk Sölku Völku, 49 feta skútu, sem hann á með fleiri Íslendingum. Öll eru skútunöfnin fengin úr smiðju Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Skúturnar hans Önna, sem allar sigla undir íslenskum fánum við Miðjarðarhafsstrendur, eru mikil lúxusfley enda nánast nýjar. Þeim var hleypt af stokkunum í Frakk- landi vorið 2006 og siglt í halarófu til Tyrklands, 1.300 sjómílna leið. Eftir það hófst útgerðarsaga Önna í Tyrklandi sem hann segir að hafi gengið þokkalega það sem af er ævintýrinu. Skúturnar, sem búnar eru öllum þægindum, leigir hann út til áhugasamra siglara, sem búa um borð og sigla svo um Fethiye- flóa þar sem er að finna óteljandi fallegar víkur og voga til að varpa akkeri eða binda við bryggju, þar sem hægt er að synda, sóla sig, snorkla og fara í ýmsa könnunar- leiðangra. Í mörgum víkum er svo að finna litla krúttlega fjölskyldur- ekna veitingastaði, sem gera ein- göngu út á skútufólkið. „Ég er nú að hefja mitt fjórða rekstrarár hér í Tyrklandi á þessu ári. Segja má að kúnnahópur- inn minn samanstandi af þremur jafnstórum þriðjungum, Tyrkjum, Íslendingum og svo öðrum þjóð- ernum. Og þegar Íslendingar eru komnir á bragðið og hafa pantað einu sinni skútusiglingu, koma þeir gjarnan aftur og aftur. Það full- vissar mig um að menn fara héðan mjög ánægðir,“ segir Önni og bætir við að skútuvertíðin standi að heita má óslitið frá apríl til nóvember- mánaðar. Skútubærinn Göcek, sem er heimahöfn íslenska skútufyrir- tækisins Seaways-sailing hefur nú breyst á rúmum tíu árum úr því að vera lítið fiskiþorp í líflegan bæ, sem laðar að siglingafólk úr öllum heimshlutum. Skútuhöfnin í Göcek er ein af þeim vinsælustu við suð- urströnd Tyrklands. Bærinn býður upp á fjölbreytta þjónustu, svo sem verslanir, markaði, góða veit- ingastaði, hótel og gistihús, allt í göngufæri frá höfninni. Leigjast með eða án skipstjóra Sjálfur fékk Önni „skútuveik- ina” árið 1980 og hefur síðan siglt víða, meðal annars í Karíbahaf- inu, í Miðjarðarhafinu og við Taí- landsstrendur. „Ég byrjaði á því að kaupa mér skútu, sem aldrei var afhent, en eftir þá reynslu ákvað ég að halda mig við leigu- markaðinn eða þar til ég í félagi við aðra keypti Sölku Völku árið 1998.” Gömlu Sölkunni var skipt út fyrir nýja 49 feta skútu fyrir tveimur árum og er hún nú einn- ig til útleigu hjá Önna ef eigend- urnir eru ekki að nýta hana sér til skemmtunar sjálfir. Auðveldast er að nálgast skútubæinn Göcek frá Íslandi með því að fljúga með Úrval-Útsýn beint til Dalaman, sem er 22 km frá Göcek, eða með Vita til Bodrum-Milas, sem er 180 km frá Göcek. Að venju er tekið vel á móti farþegum um borð í skútunum, sem eru vel útbúnar siglingatækjum, sjókortum, GSM og leiðsögubókum með nákvæm- um upplýsingum um allt siglinga- svæðið. Fremur auðvelt er að sigla um svæðið. Að mestu leyti er siglt eftir auganu, en æskilegt er að leigutakar hafi kunnáttu í siglinga- fræði og notkun sjókorta sem og meðhöndlun báts í höfn og á akk- erislægi. Að öðrum kosti má alltaf leigja sér skipstjóra með skútunni gegn smá viðbótargjaldi. Í hverri skútu er svefnrými fyrir allt að tíu manns. Skútan leigist í heila viku frá 2.300 evrum og upp í 3.500 „SVONA LEIKUM VIÐ Slaka bómunni Önundur leiðbeinir áhöfninni. Sól og sæla Önundur við skútuna sína. Siglingaþjóð Hér sést yfir höfnina í Fetyie. Fethiye-fl ói við Tyrklandsstrendur er einstaklega skemmtilegur til skútusiglinga og það var ekki síst þess vegna sem útgerðarmaðurinn Önundur Jóhannsson, sem hefur áralanga reynslu af skútusiglingum um heimsins höf, ákvað að setjast að í tyrkneska skútubænum Göcek. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í æfi ngabúðir til Önna ásamt íslenskri áhöfn til að taka þátt í alþjóðlegri siglingakeppni á skútunni Tobbu truntu, sem skartar íslenskum þjóðfána. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Fréttablaðið stendur upp úr Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis- aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... 34% 74%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.