Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 2
2 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR DÓMSMÁL Ungur maður, Jón Krist- inn Ásgeirsson, hefur verið ákærð- ur fyrir að valda öðrum manni ævarandi örkumlum með því að aka á hann á Hummer-bifreið í janúar. Jón Kristinn er jafnframt ákærður, ásamt öðrum, fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í byrj- un júní og koma manni sem þar var innandyra í bráða lífshættu. Það var um nótt, þriðju helg- ina í janúar, sem Jón Kristinn ók Hummer-jeppa Ásgeirs Þórs Dav- íðssonar, föður síns, niður Lauga- veginn. Bíllinn var merktur Steak & Play, veitingastað í eigu Ásgeirs. Nokkrir voru með Jóni Kristni í bílnum. Á gatnamótunum við Vegamóta- stíg ók hann á 26 ára meistara- nema í lögfræði og slasaði hann alvarlega. Jón Kristinn ók síðan af vettvangi, en lögreglan hafði hend- ur í hári hans skömmu síðar. Jón Kristinn var ölvaður, og hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játað það. Þá er talið að hann hafi ekið jeppanum of greitt. Maðurinn sem ekið var á var í lífshættu um tíma. Hann dvelur nú á Grensásdeild Landspítalans og er verulega skaðaður til fram- búðar, að sögn læknis á deildinni. Ekki er víst að hann komist nokkru sinni út í samfélagið á ný. Til er upptaka af slysinu úr verslun úrsmiðsins Franks Michel- sens við Laugaveg, sem hefur verið notuð við rannsókn málsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Jón Kristinn ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás af gáleysi og ölvunarakstur. Jón Kristinn hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð vegna íkveikjunnar á Kleppsvegi. Í því máli eru þrír ákærðir, fyrir að skvetta bensíni á húsið og bera að því eld. Þar var maður á miðjum aldri hætt kominn, en komst út af eigin rammleik áður en húsið varð alelda. Húsið eyðilagðist. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir fólkinu kom fram að í bíl þeirra, sem var fyrir utan húsið við Kleppsveg, fannst listi yfir fíkniefna- skuldir. Fólk- ið verður ákært fyrir íkveikju, samvæmt annarri málsgrein laga- ákvæðisins, sem gildir um þá sem kveikja í og sjá jafnframt fram á að „ … mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgrips- mikilli eyðingu á eignum annarra manna“. Lægsta refsing við slíku broti er tveggja ára fangelsi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á mánudag. stigur@frettabladid.is Telja fórnarlambið aldrei munu ná sér Ungur maður er ákærður fyrir að örkumla annan með því að aka Hummer-jeppa yfir hann undir áhrifum áfengis. Sá er slasaðist mun aldrei ná sér. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að brenna nánast mann inni við Kleppsveg fyrr í sumar. HUMMER Bíllinn sem Jón Kristinn ók var eins og þessi, nema merktur Steak & Play í bak og fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM VIÐ KLEPPSVEG Húsið sem kveikt var í gjöreyðilagðist. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM STJÓRNMÁL Róbert Marshall, þing- maður Samfylkingar, flutti ræðu á þingi á fimmtudag í umræðu um ESB-ályktun ríkisstjórnar- innar sem þykir óneitanlega mjög lík kafla úr bók Johns C. Max- well um leiðtoga- hæfni, The Dif- ference Maker frá 2006. Þessi texti var einn- ig notaður í Adi- das-auglýsingaherferð árið 2006. „Þetta er eitthvað sem ég sá á vegg í Vilnius. Mér fannst þetta eiga mjög vel við,“ segir Róbert sem segist vera, eins og margir gamlir blaðamenn, áhugamaður um tungumál. En þurftir þú ekki að spyrja um leyfi forseta Alþingis til að fá að vitna í þetta? „Nei ég breytti text- anum það mikið að ég þurfti ekki að biðja um leyfi forseta,“ segir Róbert en samkvæmt 58. gr. þingskapar- laga má ekki lesa upp prentað mál nema með leyfi forseta Alþingis. Róbert segist ekki hafa þýtt text- ann heldur lagt út af honum, svip- að eins og þegar lagt er út af söng- lögum og ljóðum. Jafnframt segist hann ekki hafa verið með skrifaða ræðu heldur eingöngu punkta. - vsp Þingræða samhljóða enskri Adidas-auglýsingu: Var á vegg í Vilnius RÓBERT MARSHALL RÚSSLAND, AP Ramzan Kadyr- ov, forseti sjálfstjórnarlýðveld- isins Tsjetsjeníu, sem er hluti Rússlands, hafði hótað Natalíu Estemirovu á síðasta fundi þeirra, sem var í mars árið 2008. Hún sagði hann hafa stært sig af því að vera blóðugur upp að olnboga. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún lenti upp á kant við valdamenn vegna skrifa sinna og uppljóstrana. Á miðvikudaginn var henni rænt í Grosní, höfuðborg Tsjet- sjeníu, og fannst myrt fáeinum klukkustundum síðar. - gb Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu: Hafði hótað Estemirovu Ræða Róberts hljóðar orð- rétt svona: „En ómögulegt er bara orð sem notað er af fólki sem vill lifa í veröld- inni eins og hún er frekar en að kanna til hins ýtrasta möguleika sína á að breyta henni. Það er ómögulegt er ekki staðreynd, það er skoðun. Það er ómögulegt er ekki yfirlýsing, það er áskorun. Ómögulegt er tímabundið ástand. Ómögulegt er mögulegt. Ómögulegt er ekkert. Ekkert er ómögulegt.“ Þetta er úr bók Johns C. Maxwell, kennara í leið- togahæfni. „Impossible is just a big word thrown around by small men who find it easier to live in the world they’ve been given than to explore the power they have to change it. Impossible is not a fact. It’s an opinion. Impossible is not a declaration. It’s a dare. Impossible is potential. Impossible is temporary. Impossible is nothing.“ RÆÐA RÓBERTS OG TEXTI MAXWELLS Katrín, heldurðu að það sé þess vegna sem Birgir vildi bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu? „Ég skal ekki segja hversu bundinn hann vill vera.“ Birgir Ármannsson talaði um að heyrst hefði í svipuhöggum og handjárnahringli þegar vinstri græn hefðu verið barin til hlýðni í ESB-málinu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra svaraði því til að hugsanlega væru svipuhögg og flengingar hluti af hans reynsluheimi. STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin hefur nú þegar komið umsókn sinni um aðild að Evrópusambandinu á framfæri. Forsætisráðherra Svíþjóðar, sem fer með for- mennsku í ráðherraráði ESB, hefur borist bréf þar um og framkvæmdastjórn sambandsins fengið formlega kynningu á umsókninni. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, gekk í gær á fund ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins og afhenti umsókn- ina. Er hún stíluð á Fredrik Reinfeldt, forsætisráð- herra Svíþjóðar, og Carl Bildt utanríkisráðherra. Á sama tíma kynnti Stefán Haukur Jóhannes- son, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusam- bandinu, umsóknina fyrir framkvæmdastjórn þess. Umsóknarbréfið er svohljóðandi í þýðingu blaða- manns: „Herra forseti. Íslenska ríkisstjórnin hefur þann heiður að tilkynna hér með, í samræmi við 49. gr. samnings Evrópusambandsins, umsókn lýðveldisins Íslands um aðild að Evrópusamband- inu.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirrita bréfið. - bþs / vsp HEILSA Þrettánda Laugavegs- hlaupið er haldið í dag og leggja 342 keppendur af stað hina 55 km löngu leið milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Meðal þeirra er Hallgerður Arnórsdóttir sem er fyrsti og eini keppandinn í flokki kvenna 60 ára og eldri, en hún verður sextug á árinu. „Mér finnst bara gaman að geta gert þetta,“ segir Gerður hógvær. Flokk- urinn var búinn sérstaklega til fyrir hana. Eins þurfti að búa til flokk kvenna 50 ára og eldri þegar hún tók í fyrsta sinn þátt í hlaupinu fyrir tíu árum. - sg /sjá Allt Laugavegshlaupið í dag: Ein í flokki 60 ára kvenna Forsetinn verndar sýningu Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður verndari atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum, sem verður opnuð þann 29. ágúst næst- komandi. Fjörutíu sýningarpláss hafa verið bókuð á sýninguna, en hún á að efla ímynd Stranda. STRANDIR STJÓRNMÁL Þorgerður K. Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, mátti sitja undir býsna harðri gagnrýni flokksfé- laga sinna á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í gær. Fór fyrir brjóstið á mönnum að Þorgerður sat hjá við atkvæða- greiðslu Alþingis um Evrópusam- bandstillögu ríkisstjórnarinnar. Fannst þeim lítill bragur á að forysta flokksins væri ekki sam- stíga í andstöðu í málinu. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, sagði í Sjónvarpinu í gær að óheppilegt væri að ekki væri einhugur í forystunni. - bþs Þorgerður K. Gunnarsdóttir: Gagnrýnd fyrir hjásetuna ÞORGERÐUR K. GUNNARSDÓTTIR Hjá- seta hennar var rædd í Valhöll í gær. FÓLK Stokkseyringar halda bryggjuhátíð í sjötta sinn nú um helgina. Undirtitill hátíðarinnar hefur alltaf verið „brú til brott- fluttra“ og hafa brottfluttir allt- af sótt hátíðina vel. Nú hefur öðrum undirtitli verið bætt við, „vinir frá Vík“ því sérstakir gestir frá Vík í Mýrdal mæta á svæðið. Hátíðin var sett í gærkvöldi og verður fjölbreytt dagskrá fram á mánudagskvöld. Í kvöld verður til dæmis grillað í öllum görðum og ball verður haldið í íþróttahúsi Stokkseyringa. - þeb Bryggjuhátíð á Stokkseyri: Grillað í öllum görðum í kvöld Sendiherrar kynntu umsókn um Evrópusambandsaðild á viðeigandi stöðum: Umsóknin komin á sinn stað SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.