Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 39
FERÐALÖG 7
Fjölskyldu- og menningarhátíð-
in Húnavaka 2009 verður haldin
á Blönduósi um helgina og er dag-
skráin fjölbreytt að vanda.
„Við höfum fengið til liðs við
okkur fjölda góðra listamanna,“
segir Einar Örn Jónsson, einn
skipuleggjenda Húnavöku og nefn-
ir til sögunnar Felix og Gunna,
hljómsveitirnar Bróður Svartúlfs
og Frænda Fresco og svo Geirmund
Valtýsson, sem ætlar að bregða út af
vana með tónleikum á tjaldsvæðinu.
„Þar ætlar hann að flytja sín þekkt-
ustu lög við annan mann, í stað þess
að troða upp á balli. Þannig að menn
mæta bara með garðstólana til að
hlýða á og hafa gaman af.“
Af öðrum viðburðum tiltekur
Einar fjölskylduskemmtun, kvöld-
vöku og ball á laugardag, þar sem
hljómsveitin Í svörtum fötum spil-
ar. „Svo er ástæða til að geta sér-
staklega síðasta viðburðarins á
sunnudag sem verður í Hafíssetr-
inu þar sem við tilkynnum nafnið á
uppstoppaða birninum sem birtist
hér í fyrrasumar,“ segir Einar og
lofar góðri skemmtun. -rve
BLÁSIÐ TIL
HÁTÍÐAR Á
BLÖNDUÓSI
Jónsi í Svörtum fötum mætir hress til leiks.
Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar
verið haldnir árlega frá 1996, alltaf síð-
ustu helgi júlímánaðar. Þá er haldið á
lofti minningunni um veru Frakka á
Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við stað-
inn, auk þess sem heimamenn ásamt
gestum gera sér glaðan dag.
„Venju samkvæmt verður margt
í boði,“ segir María Óskarsdóttir,
deildar-stjóri mannauðs og símennt-
unarmála hjá Fjarðabyggð, sem heldur
utan um Franska daga. „Hátíðarhöld-
in sjálf hefjast á föstudag, en þá fara
Fáskrúðsfjarðarhlaupið og hjólreiða-
keppnin Tour de Fáskrúðsfjörður fram.“
Hún nefnir líka til sögunnar list,- hönn-
unar- og handverkssýningar, sirkus, þar
sem ungmenni á staðnum bregða á leik,
íþróttaviðburði og minningarathöfn um
sjómennina á laugardag, en þá verða
afhjúpaðir krossar sem verða lagð-
ir á grafir þeirra. „Hátíðinni lýkur svo
á sunnudag með glensi og gamni fyrir
alla fjölskylduna í ætt við Sjómannadag-
inn og svo hörkuspennandi leik þar sem
stelpurnar úr Fjarðabyggð mæta Leikni
í fótbolta.“ -rve
AÐ HÆTTI FRANSMANNA
Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa.
Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.
Flestir kvarta undan flugvélamat
sem þykir oft á tíðum bragðlítill
eða hreint og beint vondur. Það er
þó ekki einfalt að framreiða mat í
háloftunum þar sem hann þarf oft
að geta geymst lengi, má alls ekki
valda magakveisum hjá farþegum
og þarf að uppfylla alls konar heil-
brigðisstaðla. Þar að auki missa
bragðlaukar okkar um 40 pró-
sent af getu sinni þegar við erum
komin svona hátt upp. En dagblað-
ið The Times í London tók sig til og
valdi nýlega bestu flugvélamáltíð-
ir heims. Í fyrsta sæti var breska
flugfélagið British Airways, í öðru
sæti var Singapore Airlines og í
því þriðja var arabíska flugfélagið
Emirates. Skrítnasti flugvélamat-
ur heims er soðin svínatyppi sem
kínverskt flugfélag býður upp á.
SNÆTT Í HÁ-
LOFTUNUM
Times velur bestu
fl ugvélamáltíðirnar