Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 39
FERÐALÖG 7 Fjölskyldu- og menningarhátíð- in Húnavaka 2009 verður haldin á Blönduósi um helgina og er dag- skráin fjölbreytt að vanda. „Við höfum fengið til liðs við okkur fjölda góðra listamanna,“ segir Einar Örn Jónsson, einn skipuleggjenda Húnavöku og nefn- ir til sögunnar Felix og Gunna, hljómsveitirnar Bróður Svartúlfs og Frænda Fresco og svo Geirmund Valtýsson, sem ætlar að bregða út af vana með tónleikum á tjaldsvæðinu. „Þar ætlar hann að flytja sín þekkt- ustu lög við annan mann, í stað þess að troða upp á balli. Þannig að menn mæta bara með garðstólana til að hlýða á og hafa gaman af.“ Af öðrum viðburðum tiltekur Einar fjölskylduskemmtun, kvöld- vöku og ball á laugardag, þar sem hljómsveitin Í svörtum fötum spil- ar. „Svo er ástæða til að geta sér- staklega síðasta viðburðarins á sunnudag sem verður í Hafíssetr- inu þar sem við tilkynnum nafnið á uppstoppaða birninum sem birtist hér í fyrrasumar,“ segir Einar og lofar góðri skemmtun. -rve BLÁSIÐ TIL HÁTÍÐAR Á BLÖNDUÓSI Jónsi í Svörtum fötum mætir hress til leiks. Á Fáskrúðsfirði hafa Franskir dagar verið haldnir árlega frá 1996, alltaf síð- ustu helgi júlímánaðar. Þá er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði og tengsl þeirra við stað- inn, auk þess sem heimamenn ásamt gestum gera sér glaðan dag. „Venju samkvæmt verður margt í boði,“ segir María Óskarsdóttir, deildar-stjóri mannauðs og símennt- unarmála hjá Fjarðabyggð, sem heldur utan um Franska daga. „Hátíðarhöld- in sjálf hefjast á föstudag, en þá fara Fáskrúðsfjarðarhlaupið og hjólreiða- keppnin Tour de Fáskrúðsfjörður fram.“ Hún nefnir líka til sögunnar list,- hönn- unar- og handverkssýningar, sirkus, þar sem ungmenni á staðnum bregða á leik, íþróttaviðburði og minningarathöfn um sjómennina á laugardag, en þá verða afhjúpaðir krossar sem verða lagð- ir á grafir þeirra. „Hátíðinni lýkur svo á sunnudag með glensi og gamni fyrir alla fjölskylduna í ætt við Sjómannadag- inn og svo hörkuspennandi leik þar sem stelpurnar úr Fjarðabyggð mæta Leikni í fótbolta.“ -rve AÐ HÆTTI FRANSMANNA Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is. Flestir kvarta undan flugvélamat sem þykir oft á tíðum bragðlítill eða hreint og beint vondur. Það er þó ekki einfalt að framreiða mat í háloftunum þar sem hann þarf oft að geta geymst lengi, má alls ekki valda magakveisum hjá farþegum og þarf að uppfylla alls konar heil- brigðisstaðla. Þar að auki missa bragðlaukar okkar um 40 pró- sent af getu sinni þegar við erum komin svona hátt upp. En dagblað- ið The Times í London tók sig til og valdi nýlega bestu flugvélamáltíð- ir heims. Í fyrsta sæti var breska flugfélagið British Airways, í öðru sæti var Singapore Airlines og í því þriðja var arabíska flugfélagið Emirates. Skrítnasti flugvélamat- ur heims er soðin svínatyppi sem kínverskt flugfélag býður upp á. SNÆTT Í HÁ- LOFTUNUM Times velur bestu fl ugvélamáltíðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.