Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 12
greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Umræðurnar um Evrópu-sambandsaðildina voru merkilegar fyrir þá sök að lítið fór fyrir efnisleg- um röksemdafærslum með og á móti aðild. Þær snerust mest um hverjir ættu að taka ákvörðunina, hvenær og með hvaða hætti. Allt nauðsynleg og gild umræðuefni. Kjarna málsins hefði þó mátt gefa meiri gaum. Allt um það er ánægjulegt að nú liggur fyrir að látið verður reyna á hvort viðræður um aðildarumsókn- ina leiða til þeirrar niðurstöðu sem meirihluti þjóðarinnar getur fallist á. Með þessari ákvörðun er stigið skref sem líta verður á sem rökrétt framhald af þeirri hugmyndafræði sem lá að baki aðild Íslands að Atlantshafs- bandalaginu á sínum tíma. Bandalagið er hins vegar ekki lengur sá burða- rás í samstarfi Evrópuþjóðanna sem það var áður. Utanríkis- pólitísk kjölfesta Íslands hefur veikst að sama skapi. Evrópusam- bandið er þar af leiðandi eðlilegur og nauðsynlegur vettvangur fyrir Íslendinga til þess tryggja sömu hagsmuni og verja sömu hugsjón- ir og lengst af hafa ráðið utanríkis- stefnunni. Hrun gjaldmiðilsins gerir það svo að verkum að brýnna er en nokkru sinni fyrr að hraða því svo sem nokkur kostur er að launafólk og atvinnufyrirtæki fái samkeppnishæfan gjaldmiðil til að vinna með. Evran er eini raunhæfi kosturinn í því efni. Staðreynd er að sjávarútvegur og landbúnaður geta ekki vegna nátt- úrulegra takmarkana staðið undir auknum hagvexti. Önnur atvinnu- starfsemi mun ekki gera það held- ur nema hún njóti sömu samkeppn- isskilyrða og sama stöðugleika og helstu viðskiptaþjóðirnar. Um þetta snýst hagsmunamatið. Nýtt skref á gömlum grunni Stjórnarandstöðuflokkarn-ir greiddu að uppistöðu til atkvæði á móti umsókn-inni. Í málflutningi for- ystumanna þeirra kom þó fram að þeir væru ekki andstæðir aðildar- viðræðum. Í því ljósi má ætla að stuðningur við framgang aðildar- viðræðna geti í raun verið víðtæk- ari en atkvæðagreiðslan ein og sér gefur til kynna. Á sínum tíma var samstaða þriggja flokka um kjarna utanríkis- stefnunnar. Styrkur hennar fólst í þeirri samstöðu. Fyrir þær sakir er gagnrýni stjórnarandstöðuflokk- anna á margan hátt skiljanleg. Það er ámælisvert í svo stóru máli að forsætisráðherra skuli ekki hafa gengið lengra til þess að brúa bilið í málinu. Kröfur stjórnarandstöðunnar um úrslitavald þjóðarinnar að lok- inni umfjöllun og ákvörðun Alþingis um væntanlegan samning voru bæði eðlilegar og réttmætar. Komi vænt- anlegur samningur fyrst til kasta Alþingis mun það kosta stjórnarslit á þeim tímapunkti með því að VG getur ekki lagt samning sem það er á móti fyrir þingið. Eina haldbæra skýringin á því að Samfylkingin sýnist hafa keypt stuðning við aðildarviðræður með loforði um að leiða málið fram hjá Alþingi þegar samningurinn liggur fyrir felst í þessum úrslitakostum VG, andstæðinga málsins. Stjórnarandstaðan hefði hins vegar getað sett gaffal á Samfylk- inguna með stuðningi við aðildar- viðræður gegn loforði um að vænt- anlegur samningur yrði lagður fyrir þjóðina til úrslitaákvörðunar eftir umfjöllun Alþingis. Þá hefði Sam- fylkingin þurft að velja milli tveggja kosta: Breiðfylkingar um málið eða hálfan stuðning flokks sem ætlar síðan að vinna gegn aðildarsamn- ingnum þegar þar að kemur. Stjórnarandstaðan kaus að leiða Samfylkinguna ekki í þessa erfiðu klípu. Hvers vegna? Ánægjulegt var að sjá tvo þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Ragn- heiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, halda fast á þeim hugsjónakyndli í utanríkis- málum sem gengnir forystumenn flokksins höfðu framsýni til að tendra með því að hafa forystu um að skipa Íslandi í sveit lýðræðisþjóð- anna í Evrópu. Setja mátti gaffal á Samfylkinguna Í flestum þjóðþingum, ekki síst á Norðurlöndum, keppast menn við að ná breiðri sam-stöðu um grundvöll utanríkis- stefnunnar. Þannig var það einnig hér. Af málflutningi margra tals- manna VG má ráða að þeir líta svo á að með atkvæðagreiðslu á Alþingi á fimmtudag hafi þeim tekist að koma þessu máli aftur fyrir sig. Það er ekki svo. Nú tekur þetta mál fyrst við í fullri alvöru. Þegar við- ræður hefjast, væntanlega í byrj- un næsta árs, mun reyna daglega á ríkisstjórnina í ákvörðunum um framgang málsins. Um leið og mikilvægu skrefi er fagnað er ástæða til að hafa nokkr- ar áhyggjur af framhaldinu. Hjá því getur ekki farið að andstaða annars stjórnarflokksins við aðild hlýtur að valda margvíslegum erfiðleikum á þeirri för sem nú er hafin. Hætt er við að þau fótakefli verði að stærri pólitískum viðburð- um en efni standa til vegna þess að þeir munu öðrum þræði snúast um líf ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra er því vandi á höndum. Umsókn dugar skammt ef ekki ríkir gagnkvæmt traust á málsmeðferðinni sem líklegt er til að leiða til ásættanlegrar niður- stöðu. Vegvísirinn sem utanríkis- nefnd undir farsælli stjórn Árna Þórs Sigurðssonar tók upp eftir til- lögu stjórnarandstöðunnar er mik- ilvæg umgjörð um þann feril. Þetta mál er hins vegar af þeirri stærðargráðu að á einhverju stigi kann að vera nauðsynlegt að breikka samstöðuna með þjóð- stjórn. Ríkisstjórnin var mynduð til að herða á hugmyndafræðileg- um ágreiningi. Aðstæður kalla hins vegar á hugmyndafræðilega sátta- viðleitni. Framganga þessa máls mun þegar á líður kalla enn frekar á viðleitni í þá átt. Spurningin er: Tekur einhver forystu þar um? Framhaldið kallar á samstöðu E fnahagskrísan er birtingarmynd annars mun alvarlegri vanda, skorts á öflugum leiðtogum með heilbrigt gildis- mat og framtíðarsýn. Stjórnir og stjórnendur fyrirtækja hafa of lengi ein- blínt á skammtímagróða að því er virðist oft á kostnað skynsemi og siðferðis. Stjórnmálamenn horfa því miður oftast til skamms tíma og einblína á næsta prófkjör eða kosningar og virðast á köflum huga meira að eigin hag og flokksins, en að hag þjóðarinnar. Embættismenn og stofnanir hafa horft í gegnum fingur sér á óæskilega og hugsanlega ólöglega hegðun aðila sem þó áttu lögum samkvæmt að sæta opinberu eftirliti og viðurlög- um við brotum. Allt gerðist þetta með aðstoð sérfræðinganna, endurskoðenda og lögfræðinga sem ýmist hönnuðu eða blessuðu hvern gjörning. En nú eru nýir tímar og íslenska þjóðin kallar eftir forystu, framtíðarsýn og heilbrigðum gildum. Níu mánuðum eftir algjört hrun íslensks efnahagslífs, þá bólar ekki á þeirri forystu á vett- vangi stjórnmálanna og greina má bresti í samfélagssáttmálan- um sem gætu hæglega ágerst. Viðskiptalífið er verulega laskað og þeir sem enn standa eru ýmist önnum kafnir í bráðaaðgerðum eða enn við sama heygarðshornið að skara eld að eigin köku. Sér- fræðingarnir hafa margir hverjir tekið sæti í skilanefndum og eru ekki líklegir til forystu í þágu samfélagsins, enda tímakaupið ekki eins gott. Íslenska þjóðin kallar eftir leiðtoga, okkar eigin Obama, sem gefur þjóðinni von og leiðir hana úr krísunni. Slíkur leiðtogi virð- ist ekki vera í augsýn. En svarið er heldur ekki að finna í ein- hverri einni manneskju sem drýgir hetjudáð, svarið er að finna hjá þjóðinni sjálfri og nýrri hugsun í forystu. Við hljótum að vera sammála um að læra af mistökum fortíðar og leita leiða til að sameinast um framtíð og gildismat sem hugnast okkur öllum, færir okkur von og gefur okkur kraft til að framkvæma á ný. Við verðum að sameina kraftinn sem nú er að finna víða í grasrótinni og skapa farveg fyrir samstillt átak þjóðarinnar, átak sem skilar heilbrigðu og áhugaverðu samfélagi til framtíðar. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum og sú nálgun og það hugarfar sem skóp vandann er ekki líklegt til að leysa hann. Við þurfum nýja nálgun. Við verðum að hætta að velta því fyrir okkur HVER hefur rétt fyrir sér og spyrja frekar HVAÐ er rétt fyrir þjóðina. Það eru hugrakkir einstaklingar eins og Ragnheiður Ríkharðs- dóttir og Siv Friðleifsdóttir sem vekja von um að þrátt fyrir allt sé til fólk sem setur þjóðarhag ofar þröngu flokksræði. Þær fylgdu sinni sannfæringu í atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður þrátt fyrir að aðrir létu undan þrýstingi og greiddu atkvæði sér þvert um geð. Við þurfum ekki einn leiðtoga sem drýgir hetjudáð, við þurfum marga leiðtoga sem starfa af einlægni þvert á flokkadrætti og sýna umheiminum hvers lítil þjóð er megnug þegar hún stillir saman strengi. Íslenska þjóðin kallar eftir leiðtoga. Ný hugsun í forystu HALLA TÓMASDÓTTIR SKRIFAR D Y N A M O R E Y K JA V ÍK MUUUUUU D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O D Y N A M O N A M OO D Y N A M OO M O D Y N A M O D Y N A MM D Y N A D Y R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K J R E Y K JJ R E Y K J R E Y K R E Y K R E Y K R E R A V A V A V A V A V A V A V A V A V A ÍKÍKÍKÍKÍKKÍÍKÍKÍKÍ TILNEFNDUR TIL ÍSLENSKU BÓK MENNTA- VERÐLAUNANNA F YRIR LANDSLAG ER ALD REI ASNALEGT (2003) 4. SÆTI SKÁLDVERK METSÖLULISTA EYMUNDSSON www.bjartur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.