Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 4
4 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn
réðust á öryggisvörð í verslun 10-
11 í Engihjalla í fyrrinótt. Hann
hafði staðið piltana að þjófnaði í
búðinni og ætlaði að hindra för
þeirra. Þeir brugðust við með því
að slá hann í jörðina og sparka í
höfuð hans.
Piltarnir, sem báðir eru innan
við tvítugt að sögn varðstjóra lög-
reglu, komust síðan undan á bíl.
Lögreglan leitaði þeirra í gær, en
númerið á bíl þeirra sást á upp-
tökum úr öryggismyndavél og
taldi lögregla sig því vita hverja
um ræddi. Öryggisvörðurinn leit-
aði aðhlynningar á slysadeild en
var ekki alvarlega meiddur. - sh
Tveggja ungra manna leitað:
Réðust á
öryggis vörð
10-11 Í ENGIHJALLA Piltarnir höfðu
stungið á sig vörum þegar öryggisvörð-
urinn hafði afskipti af þeim.
FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM
STJÓRNMÁL Við upphaf hins sögu-
lega þingfundar á fimmtudag
þegar greidd voru atkvæði um
aðildarumsókn að Evrópusam-
bandinu upplýsti þingforseti að
Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG, hefði tilkynnt forföll og kall-
að til varamann í sinn stað.
„Ástæðan er sú að ég er að fara
á sjó,“ sagði Björn Valur í samtali
við Fréttablaðið sem fyrir vikið
varð af atkvæðagreiðslunum og
tekur ekki þátt í þingstörfunum
næstu tvær vikurnar. „Það var
löngu ákveðið að ég færi út á þess-
um degi og þá reiknaði ég með að
þetta ESB-mál yrði löngu búið og
reyndar Icesave-málið líka.“
Bjarkey Gunnarsdóttir, vara-
maður Björns Vals, kaus gegn
breytingartillögum stjórnarand-
stæðinga og með tillögu ríkis-
stjórnarinnar. Björn Valur segir
að engu hefði breytt þó hann
hefði verið við atkvæðagreiðsl-
una; hann hefði kosið eins og
Bjarkey.
Björn Valur hefur um árabil
verið skipstjóri á Kleifarberginu
frá Ólafsfirði en fékk tímabund-
ið leyfi frá þeim störfum eftir að
hann var kjörinn á þing í apríl.
„Þetta verður síðasta sjóferðin í
bili. Ég geri svo upp hug minn um
hvort ég hætti endanlega þegar
þar að kemur.“ Kleifarbergið var
við úthafskarfaveiðar á Reykja-
neshrygg í síðustu sjóferð en
skipstjórinn átti allt eins von á
að fara á bolfiskveiðar að þessu
sinni. - bþs
Björn Valur Gíslason tók sé leyfi frá þingstörfum á fimmtudag til að fara á sjóinn:
Hefði kosið eins og varamaðurinn
BJÖRN VALUR
GÍSLASON Er
kominn í frí frá
þingstörfunum og
heldur til veiða
í dag.
JAPAN, AP Lögreglan í Japan rann-
sakar nú dauða tíu eldri borgara,
sem fundust látnir í gær í fjalls-
hlíðum í Hokkaido, norðan til í
Japan.
Átta þeirra voru saman í átján
manna hópi sem hélt upp á fjallið
Tomuraushi á vegum japanskrar
ferðaskrifstofu, en einn var að
klífa sama fjall einn síns liðs. Sá
tíundi lést á öðru fjalli á sömu
slóðum.
Lögreglan er að kanna hvort
skipuleggjendur ferðanna hafi
gerst sekir um vanrækslu. Talið
er að allt þetta fólk hafi látist úr
ofkælingu. - gb
Tíu eldri borgarar í Japan:
Fundust látnir
á fjöllum
ÍRAN, AP Akbar Hashemi Rafsanj-
ani, fyrrverandi forseti Írans,
gagnrýndi stjórn landsins harð-
lega í predikun á bænadegi mús-
lima í Teheran í gær. Hann sagði
það mistök að hlusta ekki á gagn-
rýni almennings út af úrslitum
forsetakosninga nýverið.
Tugir þúsunda stjórnarand-
stæðinga komu saman í tilefni af
bænahaldinu og mótmæltu stjórn-
inni af miklum krafti. Mahmoud
Ahmadinejad forseti var hvattur
til að segja af sér.
Lögregla beitti táragasi á hluta
mótmælendahópsins. Tugir
manna voru handteknir.
Rafsanjani sagði öllum ljóst
að vafi léki á úrslitum kosning-
anna: „Stór hópur af skynsömu
fólki segist hafa efasemdir. Við
verðum að grípa til aðgerða til að
útrýma þessum efa.“
Ræðan var ótvíræð ábending
til Ali Khameini, æðsta leiðtoga
landsins, sem hefur lýst því yfir
að sigur Ahmadinejads í kosning-
unum sé hafinn yfir allan vafa.
Rafsanjani segir að deilurn-
ar hafi valdið klofningi í klerka-
stéttinni, sem stjórnar landinu, og
sagði hættu á stjórnarkreppu.
Mir Hossein Mousavi, leið-
togi stjórnarandstöðunnar, sem
um tíma var talinn hafa sigrað í
kosningunum, sat í fremstu röð í
föstudagsbænahaldinu. Þetta er í
fyrsta sinn síðan ólgan hófst sem
hann tekur þátt í bænahaldinu.
Rafsanjani hefur reglulega flutt
predikanir á bænadegi múslima,
en hefur ekki látið sjá sig í nokkr-
ar vikur. Hann þótti hófsamur
forseti sem vildi bæta samskipt-
in við Vesturlönd. Hann er harður
andstæðingur Ahmadinejads og
talinn hliðhollur Mousaveni. Dótt-
ir hans og fjórir aðrir ættingjar
hans voru handtekin eftir að hafa
lýst opinberlega yfir stuðningi við
Mousaveni, en þau voru fljótlega
látin laus á ný.
Kosningar voru haldnar í júní
og þótti Mousaveni nokkuð líkleg-
ur til að vinna sigur fyrir kosn-
ingarnar. Stuðningsmenn hans
hafa ekki sætt sig við að opin-
ber úrslit kosninganna, sem voru
Ahmadinejad í vil, og segja brögð
í tafli.
Fyrstu dagana eftir kosning-
arnar streymdu stuðningsmenn
Mousaveni út á götur höfuðborg-
arinnar, en þau mótmæli voru
barin niður af lögreglu og her.
Hundruð manna voru handtekin
og að minnsta kosti tuttugu létu
lífið.
gudsteinn@frettabladid.is
Forsetinn hvattur til
að víkja úr embætti
Tugir þúsunda stjórnarandstæðinga krefjast enn afsagnar Mahmouds Ahmad-
inejad Íransforseta. Lögregla beitti táragasi og handtók tugi manna. Rafsanjani
segir deilurnar hafa valdið klofningi klerkastéttarinnar, sem stjórnar Íran.
MÓTMÆLI Í TEHERAN Stuðningsfólk Mousaveni hefur engan veginn sætt sig við hin
opinberu úrslit kosninganna í síðasta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
27°
19°
16°
22°
23°
19°
18°
17°
24°
21°
27°
23°
29°
33°
21°
21°
27°
23°
15
14
13
14
14
10
10
10
14
12
11
3
1
1
2
3
3
6
4
2
2
2
Á MORGUN
8-13 m/s við SA-ströndina
og sumstaðar NV-til
MÁNUDAGUR
5-13 m/s stífastur SA-lands
19
14
14
14
20
20
20
20 16
10
12
12
20
GÓÐVIÐRASÖM
HELGI
Enda þótt einhverjir
dropar kunni að falla í
formi skúra sunnan-
lands um tíma í dag
verður veður á land-
inu gott. Vindur verð-
ur hægur, ágætlega
milt á landinu og bjart
verður með köfl um,
hálfskýjað eða létt-
skýjað en helst er að
skýjað verði sunnan-
lands. Það hlýnar
nokkuð vestanlands á
sunnudag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Stór hópur af skynsömu
fólki segist hafa efa-
semdir. Við verðum að grípa til
aðgerða til að útrýma þessum efa.
AKBAR HASHEMI RAFASANJANI
FYRRVERANDI FORSETI ÍRANS
STJÓRNMÁL Birta á fjárframlög
til stjórnmálaflokka lengra aftur
í tímann en lög gera ráð fyrir í
dag. Þetta var
samþykkt af
öllum formönn-
um stjórnmála-
flokkanna.
Sveitarstjórnar
kosningarnar
árið 2006
og alþingis-
kosningarnar
árið 2007 verða
birtar. Einnig
er þeim tilmælum beint til þeirra
sem tóku þátt í prófkjörum á
þessu tímabili að veita upplýsing-
ar um fjárframlög til sín.
„Við töldum að ekki væri hægt
að neyða þau til þess að birta upp-
lýsingarnar,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Hann ítrekar þó að þetta frum-
varp hafi lítil áhrif á vinstri græn
þar sem þau hafi verið með opin-
bert bókhald um árabil. - vsp
Fjárframlög birt lengra aftur:
Ná til kosninga
2006 og 2007
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
LÖGREGLA Tvær íslenskar stúlkur,
18 og 19 ára gamlar, voru hand-
teknar í Northampton í Englandi
á fimmtudag eftir fjögurra daga
alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra
hafði hringt í lögregluna á Eng-
landi og sagt að þær væru líklega
á þessu svæði.
Stelpurnar eru grunaðar um
stórfellda glæpi, til dæmis inn-
brot, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Um er að ræða
góðkunningja lögreglunnar á
Íslandi, samkvæmt heimildum.
Nú sem stendur eru þær í
gæsluvarðhaldi, en tveir lög-
reglumenn komu til Íslands til að
safna upplýsingum um þær. - vsp
Íslenskar stúlkur handteknar:
Eru góðkunnar
lögreglunni
STJÓRNMÁL Steypa á saman
héraðsdómstólunum átta og starf-
rækja einn héraðsdóm fyrir allt
landið, samkvæmt frumvarpi
dómsmálaráðherra. Skal dómur-
inn hafa starfsstöðvar á ýmsum
stöðum á landinu þar sem dómar-
ar hafi fastan vinnustað.
Við sameiningu embættanna á
að nást sparnaður í rekstri enda
færist yfirstjórn og stjórnsýsla á
einn stað.
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra kynnti frumvarpið á
ríkisstjórnarfundi í gærmorg-
un. Fer það fyrir þingflokka
stjórnarflokkanna eftir helgi og
verður að líkindum lagt fram á
þingi í haust. - bþs
Breyta á lögum um dómstóla:
Héraðsdómum
fækkað í einn
GENGIÐ 17.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
231,9364
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,21 127,81
207,28 208,28
179,26 180,26
24,074 24,214
19,888 20,006
16,251 16,347
1,3549 1,3629
197,46 198,64
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR