Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 18. júlí 2009 SAMFÉLAGSMÁL „Það er lítil stemn- ing fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lög- mannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heit- ið „Engin stemn- ing fyrir skyn- seminni“. Í grein- inni áréttar Borgar mikil- vægi réttarrík- isins, réttlátrar málsmeðferðar og óvilhallra dóm- stóla. Segir hann þá einstaklinga fá hljómgrunn í samfélaginu sem bera á borð fordæmingu í forrétt, skyndilausnir og alhæfingar í aðal- rétt og aftöku án dóms og laga í desert. „Þeir sem eyðileggja veðsettu húsin sín eða hvetja fólk til lög- brota eru ekki hetjur. Þeir sem ekki virða grundvallarreglur rétt- arríkisins um réttláta málsmeð- ferð eru það ekki heldur,“ segir að lokum í greininni. Vill Borgar meina að hetjur Íslands séu þeir sem taka upp hanskann fyrir skynsemina og andæfa stemningunni. - vsp Harðorð ritstjórnargrein: Ekki stemning fyrir skynsemi Reistu níðstöng Þriggja metra hárri níðstöng hefur verið komið fyrir við veginn á Strönd- um skammt frá Kaldrananesi. Stöngin er reist til höfuðs útrásarvíkingum og á hana er búið að letra ýmis konar níð. Samkvæmt bb.is var stöngin reist af hjónum sem hafa lent í hremming- um vegna efnahagsástandsins. ÍSAFJÖRÐUR EFNAHAGSMÁL Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnað- arins, Íslenskur iðnaður. Bjarni Már Gylfason hag- fræðingur stýrir vinnu starfs- hóps samtakanna. Hann segir að vinna starfshópsins muni byggj- ast á því að bera saman mögulega þróun iðnaðar á Íslandi miðað við að standa utan eða innan Evrópu- sambandsins. Jafnframt segir að greiningin verði ítarlegri en áður hefur verið lagst í. Samtök Iðnað- arins hafa ætíð stutt aðild að Evr- ópusambandinu. -bþa Samtök iðnaðarins: Greina áhrif aðildar BORGAR ÞÓR EINARSSON Ágúst áfram rektor Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra hefur skipað Ágúst Sigurðsson í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára. Ágúst hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár og var annar tveggja sem sóttu um embættið. MENNTAMÁL 41 0 4 00 0 | la nd sb an ki nn .is AUKAKRÓNUR 2 gallabuxur á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * 33 MILLJÓNIR Í EINU HÖGGI Lottópotturinn er fimmfaldur og stefnir beinustu leið í 33 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! F í t o n / S Í A F I 0 3 0 0 8 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.