Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 11

Fréttablaðið - 18.07.2009, Side 11
LAUGARDAGUR 18. júlí 2009 SAMFÉLAGSMÁL „Það er lítil stemn- ing fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir,“ segir Borgar Þór Einarsson, ritstjóri Lög- mannablaðsins í ritstjóragrein nýjasta heftisins. Greinin ber heit- ið „Engin stemn- ing fyrir skyn- seminni“. Í grein- inni áréttar Borgar mikil- vægi réttarrík- isins, réttlátrar málsmeðferðar og óvilhallra dóm- stóla. Segir hann þá einstaklinga fá hljómgrunn í samfélaginu sem bera á borð fordæmingu í forrétt, skyndilausnir og alhæfingar í aðal- rétt og aftöku án dóms og laga í desert. „Þeir sem eyðileggja veðsettu húsin sín eða hvetja fólk til lög- brota eru ekki hetjur. Þeir sem ekki virða grundvallarreglur rétt- arríkisins um réttláta málsmeð- ferð eru það ekki heldur,“ segir að lokum í greininni. Vill Borgar meina að hetjur Íslands séu þeir sem taka upp hanskann fyrir skynsemina og andæfa stemningunni. - vsp Harðorð ritstjórnargrein: Ekki stemning fyrir skynsemi Reistu níðstöng Þriggja metra hárri níðstöng hefur verið komið fyrir við veginn á Strönd- um skammt frá Kaldrananesi. Stöngin er reist til höfuðs útrásarvíkingum og á hana er búið að letra ýmis konar níð. Samkvæmt bb.is var stöngin reist af hjónum sem hafa lent í hremming- um vegna efnahagsástandsins. ÍSAFJÖRÐUR EFNAHAGSMÁL Samtök Iðnaðarins hafa hafið ítarlega greiningu á áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtaka Iðnað- arins, Íslenskur iðnaður. Bjarni Már Gylfason hag- fræðingur stýrir vinnu starfs- hóps samtakanna. Hann segir að vinna starfshópsins muni byggj- ast á því að bera saman mögulega þróun iðnaðar á Íslandi miðað við að standa utan eða innan Evrópu- sambandsins. Jafnframt segir að greiningin verði ítarlegri en áður hefur verið lagst í. Samtök Iðnað- arins hafa ætíð stutt aðild að Evr- ópusambandinu. -bþa Samtök iðnaðarins: Greina áhrif aðildar BORGAR ÞÓR EINARSSON Ágúst áfram rektor Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra hefur skipað Ágúst Sigurðsson í embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til næstu fimm ára. Ágúst hefur gegnt starfinu undanfarin fimm ár og var annar tveggja sem sóttu um embættið. MENNTAMÁL 41 0 4 00 0 | la nd sb an ki nn .is AUKAKRÓNUR 2 gallabuxur á ári fyrir Aukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér nýjar Diesel gallabuxur að vori og hausti hjá fjölmörgum verslunum NTC fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * 33 MILLJÓNIR Í EINU HÖGGI Lottópotturinn er fimmfaldur og stefnir beinustu leið í 33 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! F í t o n / S Í A F I 0 3 0 0 8 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.