Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 38
6 FERÐALÖG
Halifax, Kanadaferð 2009
Ferðaskrifstofan Vesturheimur sf. skipuleggur ferðir
fyrir eldri borgara til Halifax í Nýja-Skotlandi í Kanada
í september. Flogið verður frá Keflavík til Halifax og þar
gist á sama hóteli í sjö nætur. Þaðan verða farnar dags-
ferðir á ýmsa merka staði.
Frá Halifax – Borgarvirkið fyrir miðju er rétt hjá hótelinu
Frekari upplýsingar og skráning er hjá fararstjóra,
Jónasi Þór, í síma 861-1046 og á
jonas.thor1@gmail.com.
Merkir staðir sem skoðaðir verða í borginni:
1. Maritime Museum of the Atlantic - Sjóminjasafn
2. Halifax Citadel National Historic Site - Borgarvirki
3. Pier 21 National Historic Site - Innflytjendasafn
4. Nova Scotia Museum of Natural History
- Þjóðminjasafn
Skoðunarferðir: Ferðirnar hefjast kl. 9:00 og þeim
lýkur á hóteli sama dag undir kvöld. Áætlaðar eru
a.m.k. fjórar dagsferðir og ein sigling.
Innifalið í verði, kr.157.000 m.v.tvíbýli, er flug, gisting
með morgunverði, allur akstur, skoðunarferðir, aðgangur
að söfnum og fararstjórn.
Halifax er ekki stór borg en afskaplega notaleg og falleg.
Meðalhitinn í september er 18 gráður. Íbúafjöldinn
er um 360.000. Íslenskir vesturfarar komu fyrst til Nýja-Skotlands
árið 1875. Stjórn fylkisins hafði skipulagt svæði á svonefndum
Elgsheiðum (Musquodoboit) sem ætlað var Íslendingum eingöngu.
Þarna myndaðist lítil, íslensk nýlenda þar sem nokkrar fjölskyldur og
einhleypingar reyndu að draga fram lífið í nokkur ár. Jóhann Magnús
Bjarnason lýsir mannlífinu þarna ágætlega í skáldsögu sinni,
Eiríki Hanssyni. Heilum degi verður varið til þess að skoða þetta
svæði með afkomendum landnámsmanna.
Ferðadagar 10.-17.september.
Gönguhátíðin Svartfuglinn verð-
ur nú haldin í fjórða sinn dagana
22.-26. júlí næstkomandi á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Á hátíð-
inni er boðið upp á bæði léttar og
þungar göngur með leiðsögn sem
kryddaðar eru með ýmsum uppá-
komum. Er markmiðið að gefa fólki
tækifæri til að kynnast þeim frá-
bæru gönguleiðum sem um svæð-
ið liggja og upplifa um leið þá ríku
menningu og sögu sem á svæðinu
er. Þátttaka í gönguferðunum er
ókeypis en greiða þarf fyrir báts-
siglingar. Meðal þess sem boðið
er upp á í ár er einstök leiksýning
um Gísla Súrsson sem flutt verð-
ur á söguslóðum Gísla í Geirþjófs-
firði, einangruðum eyðifirði innst
í Arnarfirði, fetað verður í fótspor
Hrafna-Flóka upp á Skírnarfont
Íslands og skoðaðar gamlar vörð-
ur sem jafnvel er talið að séu frá
tímum Hrafna-Flóka og þar með
elstu mannvirki á Íslandi.
Nánari upplýsingar um hátíð-
ina og dagskrána er að finna á
www.svartfuglinn.is. og á Face-
book á http://www.facebook.com/
pages/Vesturbyggd/Svartfugl-
inn/101346726103
GÖNGUHÁTÍÐ Á
VESTFJÖRÐUM
Svartfuglinn haldinn í fjórða sinn
Fetað í fótspor Hrafna Flóka Svartfuglinn er
frábær leið til að kynnast gönguleiðum um
Vestfirði
BESTU HELGARNAR SEM ÉG
HEF ÁTT: Síðustu tvær helgarnar
sem ég átti í New York með Elísa-
betu vinkonu minni.
BESTI STAÐURINN TIL AÐ
BORÐA Á : Little Frankies á
Manhattan, það er yndislegur lítill
ítalskur veitingastaður.
BESTI STAÐURINN TIL AÐ FÁ
SÉR DRYKK: Rosebar, frekar dýrt
samt og ekki fyrir alla að komast
þar inn, he, he!
BESTA NÆTURBÚLLAN: B.east á
fimmtudagskvöldum, en Hrafn-
hildur Hólmgeirs átti mikinn þátt í
að skapa þá stemningu.
BESTA HVERFIÐ TIL AÐ
VERSLA Í: Soho, mikið af flottum
„designer“-búðum meðal annars
Seven, sem er ein uppáhaldsbúð-
in mín, einnig er yndislegt að rölta
á Bedford Avenue í Brooklyn.
Þar í kring er líka mikið af góðum
„second hand“-búðum.
EKKI MISSA AF : Fuerza Bruta
á Broadway. Besti brönsinn og
Bloody Mary er á Relish í Brook-
lyn, gamaldags veitingastaður
með yndislegum garði.
FALDA LEYNDARMÁLIÐ : er
eflaust við Hudson River horft af
North 8, þar er yndislegt að sitja
og horfa yfir borgina og súpa öl í
bréfpoka, uppáhaldsleyndarmálið
mitt er samt þakið hennar Elísa-
betar! - amb
HEIMAMAÐURINN New York
HARPA EINARSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR