Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 38
6 FERÐALÖG Halifax, Kanadaferð 2009 Ferðaskrifstofan Vesturheimur sf. skipuleggur ferðir fyrir eldri borgara til Halifax í Nýja-Skotlandi í Kanada í september. Flogið verður frá Keflavík til Halifax og þar gist á sama hóteli í sjö nætur. Þaðan verða farnar dags- ferðir á ýmsa merka staði. Frá Halifax – Borgarvirkið fyrir miðju er rétt hjá hótelinu Frekari upplýsingar og skráning er hjá fararstjóra, Jónasi Þór, í síma 861-1046 og á jonas.thor1@gmail.com. Merkir staðir sem skoðaðir verða í borginni: 1. Maritime Museum of the Atlantic - Sjóminjasafn 2. Halifax Citadel National Historic Site - Borgarvirki 3. Pier 21 National Historic Site - Innflytjendasafn 4. Nova Scotia Museum of Natural History - Þjóðminjasafn Skoðunarferðir: Ferðirnar hefjast kl. 9:00 og þeim lýkur á hóteli sama dag undir kvöld. Áætlaðar eru a.m.k. fjórar dagsferðir og ein sigling. Innifalið í verði, kr.157.000 m.v.tvíbýli, er flug, gisting með morgunverði, allur akstur, skoðunarferðir, aðgangur að söfnum og fararstjórn. Halifax er ekki stór borg en afskaplega notaleg og falleg. Meðalhitinn í september er 18 gráður. Íbúafjöldinn er um 360.000. Íslenskir vesturfarar komu fyrst til Nýja-Skotlands árið 1875. Stjórn fylkisins hafði skipulagt svæði á svonefndum Elgsheiðum (Musquodoboit) sem ætlað var Íslendingum eingöngu. Þarna myndaðist lítil, íslensk nýlenda þar sem nokkrar fjölskyldur og einhleypingar reyndu að draga fram lífið í nokkur ár. Jóhann Magnús Bjarnason lýsir mannlífinu þarna ágætlega í skáldsögu sinni, Eiríki Hanssyni. Heilum degi verður varið til þess að skoða þetta svæði með afkomendum landnámsmanna. Ferðadagar 10.-17.september. Gönguhátíðin Svartfuglinn verð- ur nú haldin í fjórða sinn dagana 22.-26. júlí næstkomandi á sunnan- verðum Vestfjörðum. Á hátíð- inni er boðið upp á bæði léttar og þungar göngur með leiðsögn sem kryddaðar eru með ýmsum uppá- komum. Er markmiðið að gefa fólki tækifæri til að kynnast þeim frá- bæru gönguleiðum sem um svæð- ið liggja og upplifa um leið þá ríku menningu og sögu sem á svæðinu er. Þátttaka í gönguferðunum er ókeypis en greiða þarf fyrir báts- siglingar. Meðal þess sem boðið er upp á í ár er einstök leiksýning um Gísla Súrsson sem flutt verð- ur á söguslóðum Gísla í Geirþjófs- firði, einangruðum eyðifirði innst í Arnarfirði, fetað verður í fótspor Hrafna-Flóka upp á Skírnarfont Íslands og skoðaðar gamlar vörð- ur sem jafnvel er talið að séu frá tímum Hrafna-Flóka og þar með elstu mannvirki á Íslandi. Nánari upplýsingar um hátíð- ina og dagskrána er að finna á www.svartfuglinn.is. og á Face- book á http://www.facebook.com/ pages/Vesturbyggd/Svartfugl- inn/101346726103 GÖNGUHÁTÍÐ Á VESTFJÖRÐUM Svartfuglinn haldinn í fjórða sinn Fetað í fótspor Hrafna Flóka Svartfuglinn er frábær leið til að kynnast gönguleiðum um Vestfirði BESTU HELGARNAR SEM ÉG HEF ÁTT: Síðustu tvær helgarnar sem ég átti í New York með Elísa- betu vinkonu minni. BESTI STAÐURINN TIL AÐ BORÐA Á : Little Frankies á Manhattan, það er yndislegur lítill ítalskur veitingastaður. BESTI STAÐURINN TIL AÐ FÁ SÉR DRYKK: Rosebar, frekar dýrt samt og ekki fyrir alla að komast þar inn, he, he! BESTA NÆTURBÚLLAN: B.east á fimmtudagskvöldum, en Hrafn- hildur Hólmgeirs átti mikinn þátt í að skapa þá stemningu. BESTA HVERFIÐ TIL AÐ VERSLA Í: Soho, mikið af flottum „designer“-búðum meðal annars Seven, sem er ein uppáhaldsbúð- in mín, einnig er yndislegt að rölta á Bedford Avenue í Brooklyn. Þar í kring er líka mikið af góðum „second hand“-búðum. EKKI MISSA AF : Fuerza Bruta á Broadway. Besti brönsinn og Bloody Mary er á Relish í Brook- lyn, gamaldags veitingastaður með yndislegum garði. FALDA LEYNDARMÁLIÐ : er eflaust við Hudson River horft af North 8, þar er yndislegt að sitja og horfa yfir borgina og súpa öl í bréfpoka, uppáhaldsleyndarmálið mitt er samt þakið hennar Elísa- betar! - amb HEIMAMAÐURINN  New York HARPA EINARSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.