Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 48
24 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is > Lið 11. umferðar Pepsi-deildar karla Eftirtaldir leikmenn eru í liði umferðarinnar hjá Frétta- blaðinu fyrir 11. umferð Pepsi-deildar karla. Markvörður: Hrafn Davíðsson (Fjölni), Varnarmenn: Atli Sveinn Þórarinsson (Val), Kári Ársælsson (Breiðabliki), Sverrir Garðarsson (FH), Miðjumenn: Finn- ur Orri Margeirsson (Breiðabliki), Ajay Smith (ÍBV), Baldur Sigurðs- son (KR), Matthías Vilhjálmsson (FH), Framherjar: Atli Viðar Björnsson (FH), Haukur Ingi Guðnason (Keflavík), Hjálm- ar Þórarinsson (Fram). Framherjinn Atli Viðar Björnsson hjá Íslandsmeisturum FH hefur verið sjóðandi heitur í allt sumar og er markahæsti leikmaður Pepsi- deildarinnar með 9 mörk í 12 leikjum. Atli Viðar átti frábæran leik í 3-2 sigri FH gegn Fylki á Kaplakrikavelli á dögunum og skoraði tvö fyrstu mörk FH í leiknum en Hafnfirðingar þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum enda spiluðu þeir manni færri síðasta hálftímann eftir að fjórir leik- menn liðsins voru farnir meiddir af velli. „Þetta var verulega góður sigur hjá okkur og mikill karakter sem við sýndum með því að landa sigri úr því sem komið var. Við vorum þarna manni færri stóran hluta af seinni hálfleik og á móti jafn spræku liði og Fylki sem mætti í Krikann og spilaði góðan leik. Við þurfum bara að halda okkar striki og halda áfram að vinna leikina. En ég er náttúrulega viss um að hin liðin í deildinni ætla að gera okkur eins erfitt fyrir og mögulegt er,“ segir Dalvíkingurinn Atli Viðar. Þrátt fyrir mikla yfirburði í Pepsi-deildinni í sumar fengu FH-ingar 0-4 skell gegn Aktobe frá Kasakstan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn og til að bæta gráu ofan á svart meiddist Atli Viðar í leiknum. Atli Viðar segir þó meiðslin ekki jafn alvarleg og haldið var í fyrstu og stefnir á að vera klár í leikinn gegn Breiðabliki í lok mánaðarins. „Við vorum náttúrulega bara sorglega lélegir á móti Aktobe og óneitanlega súrt að það hafi hitt þannig á að við tókum út lélegan leik á móti þessu liði og í þessari keppni. Við erum búnir að setjast niður og ræða saman um leikinn og framhaldið og það voru allir sammála um að láta tapið gegn Aktobe ekki slá sig út af laginu. Þessi Evrópu- keppni er í raun og vera frá í bili og við gerum okkur grein fyrir því að möguleikar okkar á að komast áfram eru ekki miklir. Næsti leikur hér heima er gegn Keflavík og við þurfum að snúa bökum saman og klára þetta eins og menn í Pepsi-deildinni og vinna titilinn aftur. Þá fáum við líka aftur möguleika í forkeppni Meistaradeildarinnar að ári.“ ATLI VIÐAR BJÖRNSSON HJÁ FH: ER LEIKMAÐUR 11. UMFERÐAR PEPSI-DEILDAR KARLA HJÁ FRÉTTABLAÐINU Látum tapið gegn Aktobe ekki slá okkur út af laginu FÓTBOLTI Nokkuð hefur verið um hræringar á leikmannamark- aðnum hér á landi síðan félaga- skiptaglugginn var opnaður á miðvikudag en hann verður opinn til mánaðamóta. Stærstu tíðindin eru klárlega koma Arn- ars og Bjarka Gunnlaugssonar til Valsmanna eftir að þeir bræður hættu sem spilandi þjálfarar ÍA í 1. deildinni. Arnar var formlega kynntur sem nýr leikmaður Vals í gær en líklega verður gengið frá komu Bjarka eftir helgi. „Ég bað um aðeins lengri frest því ég vill fullvissa mig um að ég sé í fínu standi. Ég ætla í skoðun og ef hún gengur vel þá verð- ur þetta orðið klárt á þriðju- dag eða miðvikudag,” sagði Bjarki í gær. KR hefur lánað sókn- armanninn Guðmund Pétursson út tímabilið í Breiðablik en botn- lið Þróttar hafði áhuga á honum. Þróttur hefur hinsvegar tryggt sér þjónustu Sam Malsom út sum- arið en Mal- som er enskur sóknarmað- ur. Hann er á 21. aldursári og kemur frá B36 í Færeyjum þar sem hann hefur leikið lykilhlut- verk. Þróttarar hafa misst Hjört Hjartarson sem er kominn í Sel- foss, topplið 1. deildarinnar. Óli Stefán Flóventsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Grindavík annað kvöld. Norskur sóknar- maður, Tor Erik Moen, kom til landsins á vegum Óla og hefur æft með liðinu undanfarna daga. Ingvar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Grindavíkur, segir að leikmaðurinn hafi staðið sig vel og reynt verði að ná samn- ingum við hann. Þá eru Fjölnismenn einn- ig að leita að styrkingu fyrir sitt lið. Þeir hafa þegar fengið Andra Stein Birgisson sem er kominn heim frá norska neðri deildarliðinu Asker en láta þar ekki staðar numið og hyggjast styrkja sig frekar. - egm Félagaskiptaglugginn opnaður á miðvikudag: Arnar mættur og Bjarki á leiðinni FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið hefur endurskrifað íslenska knattspyrnusögu með því að kom- ast fyrst A-landsliða inn á stórmót en liðið hefur einnig tekið önnur minni söguleg skref undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og eitt slíkt skref til viðbótar var tekið í Englandi í gær. „Við munum halda áfram að reyna að bæta okkur pínulítið með hverjum leik og vonandi toppum við síðan í lokakeppninni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari. Síðan Sigurður Ragnar tók við árið 2007 hafa stelpurnar okkar unnið Kína, Frakkland, Noreg og England í fyrsta sinn eftir að hafa verið án sigurs í 18 leikjum þar á undan á móti þessum þjóðum. „Það ætti að hjálpa sjálfstrausti leikmanna að vinna þessar þjóðir í fyrsta sinn því ef manni hefur tek- ist eitthvað áður þá ætti manni að geta tekist það aftur. Það er allt- af erfiðast að gera hlutina í fyrsta skiptið. Þegar maður hefur stig- ið skrefið og náð árangri þá ætti maður að hafa meiri trú á því að ná árangri aftur,“ segir Sigurður Ragnar. „Hver sigur á móti stórþjóð hefur hjálpað liðinu að bæta sig enn frekar. Ég minni þær oft á það að við höfum náð góðum árangi og af hverju ættum við ekki að geta það í lokakeppni sem dæmi?“ Það fækkar því óðum þeim knattspyrnuþjóðum í heiminum sem hafa ekki þurft að sætta sig við tap á móti stelpunum okkar. Meðal þeirra þjóða sem eru enn taplausar á móti íslenska kvenna- landsliðinu eru Bandaríkin (1 jafn- tefli, 9 töp), Þýskaland (10 töp) og Svíþjóð (1 jafntefli, 7 töp). Íslensku stelpurnar hafa heldur aldrei unnið Danmörku en fá tæki- færi til þess að breyta því um helg- ina. Danska kvennalandsliðið vann íslensku stelpurnar 2-0 í Algarve- bikarnum í mars. Danmörk hefur unnið alla þrjá leiki þjóðanna til þessa með markatölunni 9-1. „Við spiluðum ekki okkar besta leik á móti Dönum síðast og og vilj- um bæta fyrir það. Leikurinn var mjög erfiður leikur fyrir okkur. Danir voru með boltann nánast allan leikinn og við vorum í elting- arleik,“ segir Sigurður Ragnar. „Þær eru í sjötta sæti á heims- listanum þannig að þetta er ein allra besta þjóð í heimi. Það verður mikil áskorun fyrir okkur að mæta þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn. Frábært gengi stelpnanna að undanförnu ætti að hafa gefið lið- inu mikið sjálfstraust og fyrsti sigurinn í sögunni á Dönum er því kannski ekki fjarlægur draumur. ooj@frettabladid.is Fjórði sigurinn á topp tíu þjóð Fyrstu sigrar íslenska kvennalandsliðsins á Kína, Frakklandi, Noregi og Englandi hafa allir komið síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við liðinu. Stelpurnar geta bætt Dönum í hópinn á sunnudaginn. 2-0 SIGUR Á ENGLANDI Dóra María Lárusdóttir sér hér á ferðinni í sigri á níundu bestu þjóð heims í fyrrakvöld. NORDICPHOTOS/GETTY SÖGULEGIR SIGRAR 14. mars 2007 4-1 sigur á Kína í Algarve-bikarnum. Kína var í 9. sæti á heimslistanum. 16. júní 2007 1-0 sigur á Frakklandi á Laugardals- velli. Frakkkland var í 7. sæti á heims- listanum og Íslandi hafði ekki tekist að vinna Frakka í 4 leikjum. 4. mars 2009 3-1 sigur á Noregi í Algarve-bikarnum. Noregur var í 6. sæti á heimslistanum og Íslandi hafði ekki tekist að vinna Noreg í 5 leikjum. 16. júlí 2009 2-0 sigur á Englandi í Colchester. England var í 9. sæti á heimslistanum og Íslandi hafði ekki tekist að vinna England í 9 leikjum. Í RAUTT Arnar Gunnlaugsson er orðinn leikmaður Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR HANDBOLTI Friðrik Þór Sigmars- son markvörður hefur gengið til liðs við Val frá ÍBV. Friðrik er tvítugur en hann er sonur Sig- mars Þrastar Óskarssonar sem var í hópi bestu markvarða lands- ins á sínum tíma. Eftir síðasta tímabil misstu Valsmenn Pálmar Pétursson í raðir FH og nú er útlit fyrir að Ólafur Haukur Gíslason sé á förum en Hlíðarendaliðið á í við- ræðum við norska félagið Hauga- land. - egm Friðrik Þór Sigmarsson: Frá Eyjum til Hlíðarenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.