Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 35
Ferðamannastrætó ekur nú í fyrsta sinn um
götur höfuðborgar Norðurlands.
Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi,“ segir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnisstjóri
viðburða- og menningarmála Akureyrarstofu, um
verkefnið City Bus Sightseeing.
Í júlí og ágúst býðst ferðalöngum á Akureyri sá val-
kostur að kynnast bænum með því að stíga um borð í
City Bus Sightseeing. Það er strætisvagn sem keyrir
hring um bæinn frá klukkan 9 til 13 með viðkomu á alls
tólf stöðum og tekur hver hringur 45 mínútur.
„Fyrsta ferðin var farin á miðvikudaginn og vonir
standa til að þessar strætóferðir verði í boði næstu
sumur,“ segir Hulda Sif en markhópurinn er fyrst og
fremst farþegar skemmtiferðaskipa. „Við vildum bjóða
þeim sem ekki fara í rútuferð í Mývatnssveitina upp
á þennan kost enda eru ferðalangar farþegaskipanna
oft á þeim aldri að þeir eiga ekki auðvelt með að ganga
langt,“ útskýrir hún.
Ástæðuna fyrir því að ekki hefur verið farið af stað
með slíkt verkefni fyrr segir Hulda Sif vera kostnaðinn
sem er nokkur. „Við náðum hins vegar samningum við
Vinnumálastofnun sem er með sérstakt átaksverkefni
svo hún borgar hluta launakostnaðar,“ segir Hulda.
Ferðin með City Bus Sightseeing kostar 500 krónur
eða 3 evrur og geta ferðalangar stigið út á einum við-
komustað og gengið um borð annars staðar og gildir
miðinn í einn dag. - sg
● LITSKRÚÐUGAR HEYRÚLLUR Í HAGA
Hátíðin Kátt í Kjós verður haldin um helgina. Þar verð-
ur meðal annars staðið fyrir fyrsta Íslandsmótinu í hey-
rúlluskreytingum. Mótið verður haldið á Laxárnes-
túninu neðan við Félagsgarð í Kjós, milli klukkan 12
og 16.30 í dag. Þar gefst áhugasömum tækifæri til að
skreyta plastaðar heyrúllur með frjálsri aðferð. Hver
þátttakandi skreytir eina rúllu eftir eigin höfði. Máln-
ingarsprey stendur til boða en einnig getur fólk komið
með sína eigin liti eða annað efni til skreytingar. Skrán-
ing í keppnina er á staðnum.
Keppnin er haldin í tengslum við há-
tíðina Kátt í Kjós en þar verður einnig
margt annað á boðstólum.
Sveitamarkaður verður í Fé-
lagsgarði. Að Neðra-Hálsi verður
boðið upp á fræðslu um lífrænan
landbúnað og gestir fá að bragða
á fullunnum lífrænum mjólkur-
afurðum. Skólahúsið í Ásgarði
verður opið frá 15 til 19 og hægt
verður að gæða sér á kræsingum í
Kaffi Kjós.
Allar nánari upplýsingar er að
finna á vefsíðunni www.kjos.is. - sg
V eitingastaðurinn Saffran hefur getið sér gott orð fyrir hollan og framandi mat.
Færri vita að þar er líka boðið upp á fjölda
hollra drykkja, ávaxta- og grænmetissafa og
boost, sem til stendur að fjölga vegna auk-
innar eftirspurnar.
„Upphaflega voru drykkirnir hugsað-
ir sem viðbót við hollan bita, en einir og sér
eru þeir auðvitað góð máltíð, uppfull af vít-
amínum, sem fólki finnst gott að kippa með
sér,“ segir Dóra Eyland, starfsmaður hjá Saf-
fran, og bætir við að aðeins ferskt hráefni sé
notað í drykkina: gulrætur, epli, engifer, ban-
anar, mynta, lime, ber og fleira. Í boostið fer
að auki skyr, aðeins hreint þar sem engin
aukaefni eru sett út í. Heitin Sunnanvindur
og Sólsskinssafi gefa sannarlega fyrirheit um
eitthvað ljúft og gott og kalla fram í hugan-
um myndir af suðrænum slóðum, sem er við-
eigandi í veðurblíðunni sem ríkt hefur undan-
farna daga.
Beðin um að mæla með einum bragðgóð-
um og svalandi í hitanum, leggur Dóra til að
menn búi sér til ávaxtaboost, sem vel gæti
endað á nýja matseðlinum. „Hann er mjög
einfaldur og góður, algjör vítamínbomba,“
segir hún um drykkinn, sem starfsmennirnir
kalla Sumarhamingjuboost. „Hann saman-
stendur einfaldlega af jarðarberjum, ananas,
appelsínu, hreinu skyri, ananassafa og svo
lime, sem gerir hann extra góðan. Nú og svo
þarf auðvitað að setja slatta af klaka út í til að
hafa hann vel kældan.“ - rve
Góð viðbót við hollan bita
● Starfsmenn veitingastaðarins Saffran luma á nokkrum uppskriftum að góðum og nær-
ingarríkum drykkjum. Þeir mæla sérstaklega með Sumarhamingjuboosti í mesta hitanum.
Ferðamaður stígur um borð í City Bus á Akureyri.
Heyrúllur sem bíða þess að verða
skreyttar í öllum regnbogans litum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Ferðamannastrætó ekur um Akureyri
Sumarhamingjuboost
Fyrir einn
1 msk. hreint skyr
1 msk. jarðarber
1 msk. ananas
1/2 lime
1/2 appelsína
Skvetta af ananassafa
Botnfylli af klökum
Setjið í blandara og blandið vel saman.
Dóra Eyland og Arnþór Hupfeldt hjá Saffran með drykkinn góða.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LAUGARDAGUR 18. JÚLÍ 2009 heimili&hönnun ● 3