Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 8
8 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR 1. Hversu margir þingmenn samþykktu að ganga til aðildar- viðræðna við ESB? 2. Hvernig fór leikur íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu við það enska á fimmtu- dag? 3. Hver er talinn líklegur til að leikstýra áramótaskaupinu í ár? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 T INDUR GA L L ERY A IR 30+5 HOGAN ULTR A L IGHT Frábær svefnpoki með 90/10 gæsadúnfyllingu. Þyngd 1350 g. Þægindamörk – 10°C. Góður dagpoki með festingum fyrir göngustafi , gati fyrir vatnsslöngu, stillanlegu baki og góðri loftun um bak. Létt (1,8 kg) tveggja manna göngutjald sem auðvelt er að tjalda um leið og það er stöðugt. Fæst í Faxafeni. dúnsvefnpoki Vaude bakpoki Vaude göngutjald Verð: 21.500 kr.Verð: 28.800 kr. Verð: 34.900 kr. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, sótti mann upp í Esju- hlíðar í gærdag. Maðurinn hafði ökklabrotnað. Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn komu til mannsins í gærmorgun. Aðstæð- ur á slysstað voru erfiðar og brattinn mikill og ekki hægt að flytja manninn niður á börum. Því var ákveðið að flytja hann með þyrlu á spítala. Líðan manns- ins er eftir atvikum góð. - þeb Þyrla send til að sækja mann: Ökklabrotnaði í Esjuhlíðum LANDBÚNAÐUR „Þetta er eldgömul hefð,“ segir Sigurmundur Einarsson, fjárbóndi með meiru í Vestmannaeyjum, sem ásamt öðrum fjár- eigendum smalaði í fyrrakvöld útigöngufé í Heimakletti. Að sögn Sigurmundar hefur fé gengið úti allt árið í Heimakletti í nokkur hundruð ár og sömu ættirnar hafa sinnt því kynslóð eftir kynslóð. „Féð er alltaf rúið í júlí. Þá hefur gamla ullin skilið sig frá nýju ullinni og er orðin laus. Áður en við sleppum rollunum aftur gefum við þeim ormalyf og sprautum lömbin,“ segir Sigurmundur. Ekki eru notaðar rafmagnsklippur við rúninguna heldur aðeins gamaldags áhöld. Sigurmundur segir smölunina hafa gengið vel enda séu í hópnum menn sem þekki vel til í Heimakletti sem er 280 metra hár og alls ekki fyrir óvana að þvælast í. „Þetta er yfirleitt fallegra fé heldur en það sem er á húsum,“ segir Sigurmundur um Heimaklettskindurnar. Hann kveður enga ástæðu til óttast að féð fari úr klettinum enda séu þar aðeins björg niður úr. Stundum hrapa þó kindur í Heimakletti. „Jú, það fer alltaf eitthvað en eins og við segjum þá er það bara heimska féð sem dett- ur niður þannig að við erum með mjög viturt fé í Vestmannaeyjum,“ segir Sigurmundur Einarsson. gar@frettabladid.is Bændur smala Heimaklett Fjárbændur í Vestmannaeyjum smöluðu í fyrrakvöld Heimaklett til að rýja kindur sínar og gefa þeim lyf. Kindur hafa gengið úti í Heimakletti um aldir. Bara þær heimsku sem hrapa segir Sigurmundur Einarsson. SIGURMUNDUR EINARSSON Gamla ullin skilin frá þeirri nýju. HEIMAKLETTSBÆNDUR Már Jónsson, Sigurmundur Einarsson og Ágúst Halldórsson huga að fé sínu. HEIMAKLETTSFÉ Um þrjátíu kindur eru allt árið í Heimakletti. Útiganga fjár þar á sér aldagamla sögu. LANGT NIÐUR Heimaklettur er hár og brattur og ekki fyrir óvana. MYNDIR/ÓSKAR P. FRIÐRÍKSSON INDÓNESÍA, AP Átta manns létu lífið og meira en fimmtíu særð- ust í tveimur sjálfsvígsárásum á bandarísk glæsihótel í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Sprengjurn- ar sprungu nærri samtímis í and- dyri hótelanna Marriott og Ritz- Carlton. Þar með lauk fjögurra ára hléi á árásum hryðjuverkamanna á Vesturlandabúa í Indónesíu. Meðal hinna særðu og látnu voru að minnsta kosti 18 Vesturlanda- búar, þar af að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn. Grunur féll strax á samtökin Jemaah Islamiyah, sem hafa áður gert hryðjuverkaárásir í Indón- esíu, þar á meðal árás á Marr- iott-hótelið í Jakarta árið 2003. Sú árás varð tólf manns að bana. Þessi samtök eru talin hafa tengsl við Al Kaída. Bæði Barack Obama Banda- ríkjaforseti og Hillary Clinton, utanríkisráðherra í stjórn hans, hafa fordæmt árásirnar. Clinton sagði þær vera áminningu um að enn stafi raunveruleg hætta af hryðjuverkum. Árásarmennirnir höfðu dvalist í herbergi á átjándu hæð Marriott- hótelsins, þar sem þeir virðast hafa útbúið sprengjubúnaðinn áður en þeir héldu niður til að sprengja. - gb Sjálfsvígsárásir á tvö bandarísk glæsihótel á Indónesíu: Íslömsk öfgasamtök grunuð STJÓRNMÁL Andrés Pétursson, for- maður Evrópusamtakanna, segir rödd skynseminnar hafa sigrað á Alþingi í fyrra- dag. „Þetta er mikilvægur áfangi sem er þegar búinn að senda mikil- væg skilaboð út á markaðinn sem ég held að muni hafa áhrif á greiðslukjör ríkisins og almennt viðskiptaumhverfi.“ Andrés er bjartsýnn á viðræð- urnar. „Evrópusambandið er harð- ur viðsemjandi en við eigum gott fólk til að semja við það og ég hef fulla trú á að við náum ásættan- legum samningi sem þjóðin mun bera gæfu til að samþykkja.“ - sh Umsókn um aðild að ESB: Rödd skynsem- innar sigraði ANDRÉS PÉTURSSON EFNAHAGSMÁL Í spá IFS greining- ar segir að Seðlabanki Íslands muni ekki ná verðbólgumark- miði sínu fyrr en á öðrum árs- fjórðungi næsta árs. IFS grein- ing gerir ráð fyrir að vísitalan muni hækka um 0,2 prósent í júlímánuði sem leiði til þess að 12 mánaða verðbólga sé nú 11,4 prósent. Í frétt IFS greiningar um málið segir að útsölur í júlímán- uði og lækkun húsnæðisverðs haldi aftur af hækkunum verð- lags. Í spánni segir að undirliggj- andi verðbólga sé 0,8 prósent nú en sambærileg hækkun var eitt prósent í síðasta mánuði. - bþa Stýrivaxtamarkmið næst að ári: Útsölur draga úr verðbólgu REYKJARMÖKKUR ÚR HÓTELINU Fjögur ár eru síðan herskáir múslimar gerðu síðast sprengjuárás á Vesturlandabúa í Indónesíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Opinn dagur í Vatnsfirði Almenningi gefst kostur á því í dag að skoða minjastaðinn í Vatnsfirði og njóta leiðsagnar fornleifafræðinga. Í Vatnsfirði eru miklar fornminjar og hefur farið þar fram uppgröftur frá árinu 2003. VESTFIRÐIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.