Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 6
6 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR
fyrir alla sem
www.gottimatinn.is
toppa allt!
– Þessi ostur er rifinn á tæknilegan hátt, í vél.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-1
0
9
7
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000
Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
EFNAHAGSMÁL „Það er verið að tak-
ast á um ákveðna liði og þetta mun
dragast um einhverja daga alla-
vega,“ segir Páll Benediktsson,
upplýsingafulltrúi skilanefndar
Landsbankans. Hann segir óljóst
hvenær endurfjármögnunarferli
Landsbankans muni ljúka og það
muni væntanlega dragast eitt-
hvað.
Í yfirlýsingu frá fjármálaráðu-
neytinu í gær kom fram að ráð-
gert væri að gera grein fyrir nið-
urstöðum samningaviðræðna á
mánudag.
Páll segir að gert verði ákveð-
ið stöðumat á mánudag en hann
gerir ekki ráð fyrir því að ferlinu
muni ljúka fyrr en seinni part
næstu viku. Páll segir að þetta sé
gríðarlega stórt og mikið mál og
það hafi tekið aðeins meiri tíma
en menn hafi upphaflega gefið
sér.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins stendur það einnig tæpt
að samningaviðræðum ljúki á
mánudag á milli kröfuhafa og
skilanefnda Kaupþings og Glitnis
líkt og stefnt var að.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir það enn áætl-
að að ljúka viðræðunum á mánu-
dag og ekki hafi verið ákveðið að
fresta þeim að svo stöddu. Hann
segir að stefnt sé að því að kynna
málið fyrir nefndum og öðrum
aðilum fyrir hádegi á mánudag.
- bþa
Ólíklegt að endurskipulagningu Landsbankans ljúki á mánudag:
Endurskipulagning tefst
UPPLÝSINGAFULLTRÚI LANDSBANKANS
Páll Benediktsson segir endurskipulagn-
ingu Landsbankans viðamikið verkefni
og það hafi tekið lengri tíma en upphaf-
lega var gert ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
DÓMSMÁL Þrír Litháar, tveir karl-
menn og ein kona, hafa verið
ákærðir fyrir hrottalega líkams-
árás gegn samlanda sínum í húsi
við Grettisgötu í byrjun júní.
Einn maður, 43 ára að aldri, er
ákærður fyrir að eiga stærstan
þátt í árásinni. Honum er gefið
að sök að hafa stofnað lífi fórnar-
lambsins í háska með því að berja
það linnulítið frá kvöldi 3. júní og
alla aðfaranótt 4. júní. Þoland-
inn missti meðvitund, hlaut stór
glóðaraugu með miklum bólgum,
áverka á tannholdi og tönnum,
heilablæðingu, heilabjúg og að
öllum líkindum höfuðkúpubrot.
Hin tvö, 25 maður og 26 ára
kona, eru ákærð fyrir ann-
ars vegar að sparka einu sinni í
fórnar-lambið og hins vegar að slá
það einu sinni. Þá eru þau ákærð
fyrir brot gegn lífi og líkama með
því að láta fyrir farast að koma
manninum til hjálpar alla nótt-
ina. Þau hringdu ekki á sjúkrabíl
fyrr en utanaðkomandi aðili sem
sá fórnarlambið bað um það eftir
hádegi á fimmtudeginum.
Þolandinn krefst tveggja millj-
óna króna í miskabætur frá þeim
ákærðu. Ákæran var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Sá sem harðast gekk fram í
árásinni er jafnframt ákærður
fyrir að hafa stolið áfengisflösku
á Eiðistorgi í desember. - sh
Tveir karlar og kona frá Litháen ákærð fyrir að stofna lífi samlanda síns í hættu:
Ákærð fyrir hrottalega árás
GRETTISGATA 43 Ofbeldið átti sér stað í
þessu húsi við Grettisgötu.
FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR
STJÓRNSÝSLA Skynsamlegt er að
sameina Efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra og embætti
fjögurra sérstakra saksókn-
ara, að mati Rögnu Árnadóttur
dómsmálaráðherra. „Efnahags-
brotadeildin yrði við það færð
frá ríkislögreglustjóra þar sem
embætti sérstaks saksóknara er
sjálfstætt og ekki hægt að hafa
það undir ríkislögreglustjóra.“
Gert er ráð fyrir því í lögum að
ráðherra geti lagt til að sérstak-
ur saksóknari verði sameinaður
öðrum lögregluembættum.
„Ég held að það komi til umfjöll-
unar núna hvort það sé ekki ein-
mitt hentugt að sameina þessi
embætti, eða að minnsta kosti
að þau starfi mjög nálægt hvort
öðru, til þess að nýta þá sérþekk-
ingu sem er fyrir hendi,“ segir
Ragna en önnur hugmynd er uppi
um að embættin starfi hlið við
hlið í sama húsnæði.
Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, segir mörg rök
hníga að því að þetta verði gert.
„Ég held að það sé æskilegt að
það séu lagðir saman kraftar á
þessu sviði.“
Skipa á þrjá sérstaka sak-
sóknara við hlið þess sem nú er
og setja á ríkissaksóknara yfir
málaflokknum um bankahrun-
ið, svipað og tíðkast þegar ríkis-
saksóknari lýsir sig vanhæfan í
einstökum málum. Þetta kemur
fram í nefndaráliti allsherjar-
nefndar síðan á fimmtudag. Til-
laga dómsmálaráðherra var að
setja sérstakan ríkissaksóknara
yfir málaflokknum og stofna þar
með nýtt embætti.
„Það var einfaldara að gera
þetta svona en þetta er auðvitað
bara útfærsluatriði,“ segir Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir, formað-
ur allsherjarnefndar. Hún segir
að með þessu sé gengið að þeim
tillögum sem Eva Joly lagði fram.
Gerir hún ráð fyrir að mæla fyrir
álitinu eftir helgi og þetta verði
að lögum þá en allir nefndarmenn
skrifuðu undir nefndarálitið.
„Því ber að fagna að fjölg-
að verður um þrjá saksóknara
hjá embætti sérstaks saksókn-
ara. Með því er verið að styrkja
ákæruvaldið í landinu,“ segir Val-
týr Sigurðsson ríkissaksóknari.
Ekki liggja enn fyrir áætlanir
um fjárframlög til sérstaks sak-
sóknara. „Áætlanir frá sérstökum
saksóknara og samkvæmt tillög-
um Evu Joly eru nálægt 500 millj-
ónum á ári,“ segir Ragna sem
telur að auka þurfi fjárveitinguna
frá því sem nú er. Til samanburð-
ar má geta þess að embætti ríkis-
saksóknara er með um 126 millj-
ónir. vidirp@frettabladid.is
stigur@frettabladid.is
Efnahagsbrotadeild
verði færð frá RLS
Dómsmálaráðherra telur skynsamlegt að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara í eitt embætti. Sérstakir
saksóknarar fá um 75 prósentum hærri fjárveitingu en embætti ríkissaksóknara.
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gærmorgun að veita 100 milljóna króna
aukaframlag til embættis sérstaks saksóknara.
Það var Eva Joly sem fór fram á það að viðbótarfjármagnið fengist.
Fjármununum verður varið til að greiða fyrir aðstoð erlendra sérfræðinga
sem ætla að rannsaka bókhaldsfærslur bankanna og gögn á bak við þær.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra lýsir rannsókninni sem kortlagningu og
viðamikilli bakgrunnsrannsókn.
„Þarna er verið að sýna í verki viljann til þess að styrkja embættið og
standa fast að baki þessari rannsókn,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari. - sh
100 MILLJÓNIR Í AÐ SKOÐA BÓKHALD
EVA JOLY OG RAGNA Ef farið verður að kröfum Evu mun fjárveiting til sérstaks
saksóknara verða um 500 milljónir, 75 prósent meira en til ríkissaksóknara.
STJÓRNSÝSLA Nefnd um hælisleit-
endur sem dómsmálaráðherra
skipaði síðasta vor hefur athuga-
semdir og tillögur í 22 liðum um
hvað betur megi fara í afgreiðslu
umsókna um hæli. Nefndin telur
til dæmis að umsóknir um hæli
taki alltof langan tíma. Einnig
telur hún að, þrátt fyrir ákvæði
Dyflinarsamningsins um endur-
sendingu hælisleitenda, skuli
skoða hvert tilvik fyrir sig. Legg-
ur hún til sérkafla í útlendinga-
lögum og að lögum verði breytt
þannig að hælisleitendum verði
ekki vísað úr landi fyrr en að
liðnum 15 daga kærufresti, nema
ríkar ástæður réttlæti það. - vsp
22 tillögur um hælisleitendur:
Umsóknirnar
dragast úr hófi
KJÖRKASSINN
Ertu ánægð(ur) með að ganga
til aðildarviðræðna við ESB?
Já 49,3%
Nei 50,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefði átt að setja fyrirvara
um yfirráð yfir auðlindunum í
þingsályktun um ESB?
Segðu skoðun þína á visir.is