Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 18
ÞAÐ HEITASTA Í ... HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson, tekin á Grænlandi Pennar Róald Eyvindsson Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson bfj@frettabladid.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög JÚLÍ 2009 MIÐNÆTURSÓL Á 69 GRÁÐUM NORÐUR TÖFRAR ILULISSAT Á GRÆNLANDI + ÍSLENSKUR VÍNBAR SLÆR Í GEGN Í LONDON, BANDARÍKI HÖRPU EINARSDÓTTUR, GÖNGUFERÐIR Á VESTFJÖRÐUM OG SKÍÐAFERÐIR TIL SVISS 2 FERÐALÖG Þ að er fátt skemmtilegra en gott skíðafrí með fjöl- skyldu eða vinum, þar sem dögunum er eytt í brekk- unum og kósíheit, og góður matur og „aprés-ski“ stemning taka við á kvöld- in. Ítölsku alparnir hafa verið einstak- lega vinsælir hjá Íslendingum undanfar- in ár en Úrval-Útsýn hefur boðið upp á ferðir þangað á staði eins og Madonna og Selva. Næsta vetur kynnir ferðaskrifstof- an hins vegar til sögunnar nýjan áfangastað, bæinn Davos í Sviss. Þessi fallegi bær hefur boðið upp á skíðaiðkun allt frá átjándu öld og er einn sá þekktasti í Sviss. Skíðaferðir hófust til Davos í lok 18 aldar og því er óhætt að segja að Davos sé gamalgró- inn skíðabær og hann er einn sá stærsti og þekktasti í Sviss. Davos liggur í um 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli og þar er hægt að skíða upp í tæplega 3.000 metra hæð. Brekkurnar eru mjög fjöl- breyttar og eru fyrir alla, byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Skíðagöngu- brautir eru einnig mjög skemmtilegar og fjölbreyttar. Það er ekki hægt að skella sér í skíða- frí án þess að smakka á ljúffengu fondue eða raclette en Davos er einmitt þekktur fyrir fjölmörg frábær veitingahús. Eins og Svisslendingum sæmir er þar líka að finna glæsilegar verslanir og ekki úr vegi að skoða svissnesk úr og bragða á ljúffengum ostum og súkkulaði. SKÍÐI OG SVISSNESK SÆLA Nýr áfangastaður hjá Úrval-Útsýn Gamalgróinn skíðabær Hægt er að skíða upp í 300 metra hæð í Davos. A thafnamaðurinn Thor Guðmundsson, sem áður átti vinsælu ensku „Frog“ pöbbana í París opnaði sinn fyrsta vínbar í Lond- on á síðasta ári. The Kensington Wine Rooms er í Notting Hill og býður upp á gríðarlega mikið úrval góðra vína ásamt ljúffengum mat frá Miðjarðarhafinu. Staðurinn er klassískur, látlaus en smart og þar er einnig að finna hinar sniðugu Enomatic vínvélar sem skammta um 40 mismunandi vín, við full- komið hitastig, sem eru seld í glasatali. Vínlistinn er annars mjög frumlegur og hægt að panta vínflöskur á mjög hóflegu verði. Matseðillinn er einfaldur og góður og býður upp á klassíska rétti eins og grillaðan smokkfisk, chorizo pylsur með pönnusteiktum kartöfl- um, grillaðan fisk og steikur. Stað- urinn hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur og mikið lof frá gagnrýn- endum hjá Time Out og The Even- ing Standard svo eitthvað sé nefnt. - amb ÍSLENSKUR VÍNBAR SLÆR Í GEGN Í LONDON Kensington Wine Rooms í Notting Hill Mikð úrval af góðum vínum The Kensington Wine Rooms hefur fengið afbragðs viðtökur hjá bresku pressunni. THE KENSINGTON WINE ROOMS, 127-129 KENSINGTON CHURCH STREET, NOTTING HILL OG EINNIG ER AÐ FINNA AÐDÁENDASÍÐU Á FACEBOOK. BÓKAÐU NÚNA flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is Þ að er svo einfalt að finna rómantíkina í ein- földustu hlutum. Það þarf ekkert endilega að fljúga til New York, Balí eða Feneyja til að eiga spennandi sumarfrí heldur getur einföld vika úti á landi gert kraftaverk fyrir sálina. Það er samt farið að hljóma eins og helber klisja að segja: „Ég ætla að sækja Ísland heim í sumar“ þar sem allir, sökum kreppu, virðast vera að faðma að sér eigið land og dásama innanlandsferðir þessa dag- ana. Það eru svo margir svona hlutir sem eru orðn- ir að hálfgerðum „kreppuklisjum“. Hvort sem fólk á peninga eða ekki þá tala allir um innanlandsferðir, matjurtagarða, notuð húsgögn og bíldruslur sem er á vissan hátt fyndið en auðvitað á allan hátt jákvætt. Ég man varla eftir öðru eins sumri þegar fólk dásamar eigið land jafnmikið. Allir sem ég þekki eru búnir að vera að bruna um landið þvers og kruss, og ólíkleg- asta fólk er orðið að háfjallageitum í alls kyns göng- um. Enda er sumarið líka búið að leika við landann eftir þennan leiðindavetur og ekkert yndislegra en að slaka á úti í íslenskri náttúru og sumarsól. Sjálf skrapp ég í yndislega friðsæld Skagafjarðarins með vinahópi og var svo heppin að eyða löngum heitum dögum í að lesa úti á engi þar sem ekkert heyrðist nema í einstaka spóa, eða flatmaga við sundlaugar- bakka. Góð gönguferð með smáfólki út í falda vík þar sem allir fundu glitrandi gimsteina var líka afar vin- sæl leið til að eyða eftirmiðdegi. Svo enduðu kvöld- in á góðum mat, dásemdar rauðvíni, góðu spjalli og kúri úti í móa. Ég vona að sumarið geymi fleiri slík- ar stundir. Anna Margrét Björnsson skrifar SUMARIÐ HEIMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.