Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.07.2009, Blaðsíða 10
10 18. júlí 2009 LAUGARDAGUR Samþykkt Alþingis um að- ildarumsókn að Evrópusam- bandinu skildi marga eftir í sárum. Allir flokkarnir klofnuðu nema Samfylk- ingin og ljóst er að margir þingmenn kusu af lítilli sannfæringu í þessu máli. Ríkisstjórnin stóð málið af sér og stóðst fyrsta prófið. Menn hafa þó lítinn tíma til að slaka á, því handan við hornið bíður annað og ekki minna mál; Icesave. Samþykkt aðildarumsóknarinnar hefði ekki átt að koma neinum á óvart sem fylgst hefur með stjórn- málum. Flokkarnir samþykktu í stjórnarmyndunarviðræðum í vor að leggja málið fram og þrátt fyrir að skýrt hafi verið að þing- menn hafi ekki verið bundnir til að styðja málið, hefur málflutning- ur forystumanna Vinstri grænna bent til þess að þeir hafi heitið því stuðningi. Fimm þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn tillög- unni og einn sat hjá. Nokkur ólga er innan flokksins sjálfs vegna afgreiðslu þingflokksins og hefur þingmönnum verið brigslað um svik við stefnu flokksins. Á það má þó benda að kosningastefna flokksins gekk ekki út á tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Á flokks- þingi hans var því hafnað sem stefnu hans og aðeins kveðið á um að aðild að ESB ætti að „útkljá með þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni upplýstri og lýð- ræðislegri umræðu“. Flokkur- inn væri þó á móti aðild. Þessari afstöðu lýstu flestir þingmanna sem studdu tillöguna á fimmtu- dag. Mikið hefur verið rætt um að þingmenn Vinstri grænna hafi verið beittir miklum þrýstingi. Óljóst er þó hverjir það voru og ekki sýnt að þeir átta þingmenn sem studdu málið hafi ætlað sér annað í aðdraganda þess. Varaformaður með Sjálfstæðisflokkurinn greiddi að mestu atkvæði gegn tillögunni, þó Ragnheiður Ríkharðsdótt- ir hafi stutt hana. Athygli vakti að varaformaður flokksins, Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, sat hjá. Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við voru þó ekki endilega á því að það hefði veikt stöðu hennar mikið. Afstaða hennar hefði komið á óvart, en um mikið tilfinninga- mál væri að ræða sem ekki væri víst að drægi dilk á eftir sér. Evrópumálið hefur lengi verið Sjálfstæðisflokknum vanda- mál. Skiptar skoðanir eru innan flokksins hvernig málið mun þró- ast áfram innan flokksins. Ljóst er að flokkurinn verður að taka afstöðu til þess samnings sem borinn verður undir þjóðina og það getur reynst honum erfitt. Hann mun þó eiga aðild að ráðs- lagshóp samninganefndarinnar og það gæti breytt afstöðu hans. Að sumu leyti er niðurstaðan létt- ir fyrir flokkinn, mál sem valdið hefur honum vandræðum er frá, í bili að minnsta kosti. Þingmenn sem Fréttablað- ið ræddi við telja að flokkurinn hafi gert ákveðin mistök. Þegar þrír þingmenn Borgarahreyfing- arinnar gengu úr skaftinu á mið- vikudaginn, hefði átt að knýja atkvæðagreiðslu strax í gegn. Í staðinn fékk stjórnin færi á að endurmeta stöðuna og vinna í þeim sem óvissir voru. Tvær fylkingar Framsóknarflokkurinn er klof- inn í herðar niður eftir atkvæða- greiðsluna. Þrír þingmenn, með varaformanninn í broddi fylking- ar, studdu tillögu ríkisstjórnarinn- ar, en fimm fylgdu formanninum að málum. Þetta vekur upp spurningar um stöðu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Hinum unga for- manni virðist ekki hafa tekist að fylkja flokknum að baki sér. Vara- formaðurinn, Birkir Jón Jóns- son, hefur verið nefndur til sög- unnar sem framtíðarleiðtogi og sumir hafa nefnt Guðmund Stein- grímsson einnig. Hvort þetta sé til marks um að seta Sigmundar í formannsstóli verði ekki löng skal ósagt látið. Það hvernig flokkur- inn tekur á niðurstöðu samning- anna mun hins vegar ráða miklu um trúverðugleika hans. Flokks- þing samþykkti ströng skilyrði fyrir stuðningi við aðild og frá þeim verður trauðla hlaupið. Borgarahreyfingin skekst nú stafna á milli. Þrír þingmenn af fjórum greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og hefur það vakið hörð viðbrögð frá forystu flokks- ins. Sá eini sem studdi frumvarp- ið, Þráinn Bertelsson, hefur lýst því yfir að vandstarfað verði í þingflokknum og Þór Saari baðst afsökunar á afstöðu sinni. Það hvernig flokkurinn höndlar þetta mál segir mikið til um hvort hann á einhverja framtíð fyrir sér. Leiðir VG viðræðurnar? Aðildarumsóknin var erfið próf- raun fyrir ríkisstjórnina og engum blöðum er um það að frétta að hún stóðst þá raun. Vissulega eru skipt- ar skoðanir innan annars flokks- ins, en menn sýndu hins vegar að þeir eru tilbúnir til að leggja ýmis- legt á sig til að halda ríkisstjórn- inni saman. Ekki veitir af í næstu orrahríð sem er Icesave. Eitt er þó að styðja aðildarum- sókn, annað að taka afstöðu til aðildar. Vinstri græn hafa ekki breytt þeirri skoðun sinni að vera á móti Evrópusambandsaðild og ítrekuðu hana við atkvæðagreiðsl- una. Málið er á forræði utanríkis- ráðherra, en utanríkismálanefnd verður mjög virk í viðræðunum. Henni stýrir Árni Þór Sigurðsson. Skipuð verður nefnd fimm full- trúa, einum frá hverjum stjórn- málaflokki, sem verða samninga- nefndinni til ráðslags. Nefndin sjálf verður líklegast skipuð emb- ættismönnum. Fréttablaðið hefur heimild- ir fyrir því að Össur Skarphéð- insson hafi, í stjórnarmyndunar- viðræðum í vor, boðið Vinstri grænum að leiða samningagerð- ina við Evrópusambandið. Það er að mörgu leyti klókt; slíkt mundi binda hendur Vinstri grænna enn frekar þegar kemur að atkvæða- greiðslu. Á móti hefði flokkurinn betra færi á að setja sína fyrir- vara í viðræðunum. Þá vakti það nokkra athygli á þingi þegar Steingrímur J. Sig- fússon sagði að ef ekki fengjust undanþágur og samningurinn væri ekki nógu góður, væri sjálf- hætt í samningaviðræðum. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa bent á að það þýði í raun að þjóðin hafi ekki fyrsta val, heldur forysta Vinstri grænna. Líki henni samn- ingurinn illa verði hann ekki bor- inn undir þjóðina. Ekki bindandi Sjálfstæðisflokkurinn lagði til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu; að fyrst yrði kosið um hvort ætti að fara í viðræður við Evrópu- sambandið og síðan um niður- stöðuna. Ljóst er að slík niður- staða hefði hentað flokknum vel, þar sem málið er honum enn erf- itt. Þetta hefði þýtt að þjóðar- atkvæðagreiðslan hefði farið fram eftir næstu kosningar og flokkur- inn getað beðið enn um sinn með uppgjör í Evrópumálum, sem án efa verður sársaukafullt. Í staðinn skuldbundu flokkarn- ir sig til að líta á niðurstöðu þjóð- aratkvæðagreiðslu sem bindandi. Það er hins vegar spurning hvaða vægi slík skuldbinding hefur. Formenn flokka geta ekki bundið hendur þingmanna og núverandi þing getur ekki bundið næsta þing til að lúta niðurstöðum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar. Og það er næsta þing sem endanlega mun staðfesta inngöngu í ESB; komi til þess. FRÉTTASKÝRING: ÍSLAND SÆKIR UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Sannfæring vék fyrir samstöðu Evrópuslagurinn er ekki fyrr að baki en næsta orrahríð hefst og hún gæti reynst stjórna,rflokkunum erfiður ljár í þúfu. Nokkuð hefur verið reynt að sætta ólík sjónarmið hvað varðar ríkisábyrgð Íslands, bæði innan stjórnar og á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það hve fáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu Evrópusambandstillögunni atkvæði sitt hefur hins vegar gert stjórnarliðum ljóst að lítil von er á sáttum. Stjórnar- andstaðan vilji einfaldlega fella stjórnina; líkt og er hennar eðlilega hlutverk. Stjórnin verður því að reiða sig á þingmeirihluta sinn, en hún hefur 34 þingmenn af 63. Allir 20 þingmenn Sam- fylkingarinnar munu samþykkja tillöguna og því verða 12 af 14 þingmönnum Vinstri grænna að gera slíkt hið sama. Þrír þingmenn hafa verið nefndir til sögunnar sem andstæðingar Icesave; Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Lilja segist ekki vera búin að gera upp hug sinn endanlega. Verði settir nægilega góðir fyrirvarar við málið gæti hún hugsað sér að styðja það. Hin tvö hafa ekki tjáð sig frekar um málið. Fyrirvarar forsenda stuðnings Frumvarp ríkisstjórnarinnar er nú í nefndum og þar er verið að vinna að því að setja einhvers konar fyrirvara við málið. Það sem helst hefur verið nefnt til sögunnar í því efni er virkara endurskoðunarákvæði. Það þykir óljóst í núverandi samningi hvort Íslendingar geti tekið samning- inn upp og á því þurfi að skerpa. Fleiri fyrirvarar hafa verið nefndir til sögunnar, meðal annars um friðhelgi íslenskra eigna og ákvæði um endur- skoðun komi til þess að lægra hlutfall endurheimtist af eignum Landsbankans er gert er ráð fyrir í samningnum. Einnig verði að gera ráð fyrir að lagaumhverfið geti breyst og er þá horft sérstaklega til neyðarlaganna, en lögmæti þeirra hefur verið véfengt. Líkur á samþykkt Ólíklegt er að frumvarpið verði samþykkt á þingi án fyrir- vara. Með fyrirvörum sem hald er í fer það líklega í gegn. Það er svo önnur spurning hvað slíkir fyrirvarar þýða; hvort þeir hafi eitthvert gildi á endanum, eða hvort semja þurfi um þá. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að fresta frumvarpinu fram á haustið. Þannig kæmust menn úr skotgröfunum og gætu náð saman með stjórnarandstöð- unni. Heimildir Fréttablaðsins herma að Sjálfstæðisflokk- urinn muni ekki styðja málið án fyrirvara sem þýði nýja samninga við Breta. Sú niðurstaða er ekki líkleg; menn munu annaðhvort samþykkja samninginn, með fyrirvörum sem ekki verða til umræðu, eða fella. Vinna nefndanna um fyrirvarana getur því á endanum skorið úr um hvort stjórnin lifir eða ekki. Það gætu því orðið örlög Vinstri grænna að koma Evrópu- umsókn í gegnum þing en fella svo stjórnina. ALLT LAGT UNDIR MEÐ ICESAVE TILFINNINGAMÁL Þingmenn tóku niðurstöðu Alþingis misvel, enda klofnuðu allir flokkar nema Samfylkingin í málinu. Ljóst er að málinu er hvergi lokið í stjórnamálaflokkun- um og tekist verður á um það eftir því sem viðræðunum vindur fram. Ríkisstjórnin stóðst fyrsta prófið en handan við hornið bíður Icesave-málið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.