Fréttablaðið - 08.08.2009, Side 39

Fréttablaðið - 08.08.2009, Side 39
inni&úti ● Frískandi íste 4 tepokar 1 bolli ferskur sítrónusafi (5-6 sítrónur) ½ bolli af fínum sykri 3 sneiðar af sítrónu Látið tepokana liggja í því sem sam- svarar fjórum bollum af sjóðandi vatni í tíu mínútur. Takið tepokana úr vatninu og látið það kólna. Setjið sítr- ónusafann, sykurinn og fjóra bolla af köldu vatni í könnu og hrærið vel. Bætið teinu, sítrónusneið- um og loks nokkr- um ísmolum út í og njótið. drykkir S veitasælan verður í algleymingi í Árbæjarsafni á sunnudag en þá gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér gömlu sveita- störfin sem mörgum finnst hafa yfir sér rómantískan blæ. Ófá handtök þurfti til að klæða fólk og fæða á árum áður og mun starfsfólk Árbæjarsafns veita gestum innsýn inn í þann horfna heim. Sýnt verður hvernig smjör var strokkað og hvernig skyr er gert upp á gamla mátann auk þess sem tóskapur verður á barstofuloftinu í Árbæ og járnsmiður í smiðjunni. Þeir sem vilja hverfa aftur í tímann geta byrjað daginn á guðsþjón- ustu í safnkirkjunni klukkan 14 og fylgjast svo með mjöltum klukkan 17. Rómantísk sveitasæla í Árbæjarsafninu Klukkan 17 á sunnudag verður hægt að fylgjast með mjöltum. Engin málamiðlun í gæðum Eykur styrk og þol vöðva Lengri högg, lægri forgjöf ! Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Rannsóknir staðfesta árangur, sjá www.celsus.is Astazan er öflugt andoxunarefni sem kemur í veg fyrir og lagar eymsli, strengi, vöðva- og sinabólgur.   Fyrir bak, fætur og hné. Íþróttafólk og sjúkra- þjálfarar mæla með AstaZan. 1 hylk i á dag . Virkar strax ! Hraunhús er staðsett í hluta Álafoss- verksmiðjunnar í Mosfellsbæ, í mjög skemmtilegu og stóru rými, en rétt er að taka fram að rýmið tilheyrir ekki Kvosinni heldur er það í iðnað- arhverfinu, við Völuteig 6, en hægt er að keyra í gegnum Kvosina. Að sögn eigenda hússins, fyrir- tækisins Loftbyggs, tóku þeir þá ákvörðun síðasta vetur þegar allt hrundi, að reyna að gera eitthvað nýtt fyrir húsnæðið sem er skrif- stofuhúsnæði og verslunareiningar, og hugsa út fyrir rammann. Úr varð að í samstarfi ráðgjafa sem þekkja vel til íslensk hönnunarheims; þær Jóhönnu Erlu Jóhannesdóttur og Þórdísi Classen, verður Hraunhús nú opnað þar sem íslensk hönnun verður í öndvegi. „Hönnunarverslunin, þar sem við erum nú þegar með þrjátíu ís- lenska hönnuði, heitir Magmatika en þarna eru bæði þekktir hönnuð- ir, svo sem Ingibjörg Hanna sem er með töflur sem hún hannaði í vetur með mynd af Laxness, Marý, með Dyggðateppið, Örn Þór Halldórs- son er með stólana sína sem kallast Skatan og svo má nefna hönnun sem kallast Volki og er alveg ný, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Jóhanna Erla. Volki er hönnun Elísabetar Jóns- dóttur og Olgu Hrafnsdóttur en þær endurvinna gamlan ullarfatn- að, búta hann niður og búa til hús- gögn, púða og fleira úr ullinni. „Við leitumst eftir að bjóða upp á gæðahönnun, skemmtilega og lifandi sem kemur neytandanum á óvart og þetta verða allt nytja- hlutir. Margir hönnuðanna eru að klára framleiðslu sína í haust þannig að fleiri nýjar vörur munu svo detta inn með haustinu.“ Með haustinu verða líka opn- aðar vinnustofur fyrir hönnuð- ina sjálfa sem og sýningarsalur og veisluþjónusta. Á kaffihúsinu stendur nú yfir sýning þar sem þemað er Hall- dór Laxness en Jóhanna segir að þau hafi lagt áherslu á að hafa kaffihúsið og aðstöðuna þannig að fólk gæti slakað á. „Við erum með sófa, blöð og bækur, barna- horn og þetta á að vera endur- nærandi ferð upp í Mosó.“ Kaffi- húsið er opið frá 11 til 17 á laug- ardögum, 11 til 18 virka daga og svo verður opið fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. - jma Kaffi, hraun og hönnun ● Í gær var opnað í Mosfellsbæ Hraunhús sem á að sögn rekstraraðila að vera miðstöð fyrir íslenska hönnun, kaffihús, verslun og síðar sýningarsalur og vinnustofur fyrir hönnuði. Jóhanna Erla Jóhannesdóttir hefur fengið 30 hönnuði til liðs við Hraunhús og verða vörur þeirra þar til sölu. Mörgum þykir gaman að keyra upp í Mosfellsbæ og heimsækja jafnvel bakaríið og Kvosina. Nú er ástæðan fyrir smá bíltúr enn ærnari því Hraunhús, kaffihús og mið- stöð íslenskrar hönnunar, verður opnað þar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Heklaðar hálsfestar sem Elín Hrund Þorgeirs- dóttir hannar undir merkinu Dýrindi. LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2009 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.