Fréttablaðið - 08.08.2009, Blaðsíða 40
● inni&úti
„Við köllum þetta Íslenska sælu-
húsið og fólk hefur veitt því mikla
athygli í sumar. Það lætur mynda
sig utan við það og heldur jafnvel
í snerilinn eins og það sé á leið-
inni inn. Þannig virðist húsið vekja
góðar tilfinningar og það er okkur
mikils virði,“ segir Guðný Róberts-
dóttir kennari, sem stendur að
byggingu hins nýja frístundahúss
á Siglufirði, ásamt sambýlismanni
sínum, Örlygi Kristfinnssyni. „Ör-
lygur er hönnuðurinn, hann hefur
óbilandi áhuga á húsagerð og ég út-
vegaði styrki til verksins. Bygging-
arfyrirtækið Berg sá svo um smíð-
ina, sem er mjög vönduð,“ segir
Guðný og tekur fram að húsið sé
einangrað samkvæmt stöðlum nú-
tímans. „Við létum líka leiða þang-
að vatn, rafmagn og hitaveitu.“
Sæluhúsið er um 20 fermetrar
að flatarmáli og skiptist í forstofu,
eldhús, borðstofukrók, svefn-
stofu og snyrtingu. Allt er það
klætt innan með stafverki sem er
þannig að lóðréttum furuborðum
er smeygt á milli tveggja láréttra.
Guðný segir hugmyndina að sjálf-
sögðu sótta í íslenska byggingar-
arfinn. „Það eru til málverk af
gömlum kotbýlum hér á Siglufirði
frá aldamótunum 1900 og þaðan
er fyrirmyndin. Kaupendur geta
valið um nokkra 19. aldar liti á út-
veggi og hægt er að tengja fleiri
en eitt hús saman ef vilji er fyrir
hendi. Þá mynda þau burstabæ.“
Smíði hússins er tilraunaverk-
efni í íslensku atvinnulífi að sögn
Guðnýjar enda er stefnt að fjölda-
framleiðslu. „Verðið verður komið
innan skamms á nýju heimasíðuna,
www.saeluhus.com, sem er í burð-
arliðnum,“ segir hún og kveðst
vona að Íslendingar vilji eignast
sumarhús sem falli vel að sögu og
náttúru landsins. „Við höfum bara
fengið jákvæð viðbrögð og erum
bjartsýn.“ - gun
Guðný og smiðirnir, Björn Jónsson og Sverrir Jónsson, við sökkla Sæluhússins í vor.
Nútíma þægindi eru
til staðar í hinum
snotru húsakynn-
um. Allar klæðn-
ingar innandyra
eru gerðar sam-
kvæmt gamla
stafverkinu.
MYNDIR/ÖRLYGUR
KRISTFINNSSON
Nýtt hús í gömlum stíl
● Lítið og vinalegt hús með nítjándu aldar útliti er nýrisið í miðbæ Siglufjarðar. Það er með
torfþaki og tréstöfnum og hugsað sem frístundahús sem hægt er að fjöldaframleiða og
flytja hvert á land sem er. Tilraunverkefni í atvinnulífi segir hugmyndasmiðurinn.
É g er fæddur á Hamraendum í Stafholtstungum þannig að
ræturnar liggja í Borgarfirðinum.
Svo var ég í sveit í Gnúpverja-
hreppi og hef sterkar taugar
þangað líka,“ segir Jóhann Sig-
urðarson leikari. Spurður nánar
út í sumardvölina í Hreppunum
svarar hann: „Ég var kaupamaður
á Sandlæk í Gnúpverjahreppi í
þrjú sumur þegar ég var 15 til 17
ára. Var reyndar oft í sveit alveg
frá því ég fæddist til sautján ára
aldurs, meðal annars í Skagafirði
og Húnavatnssýslu en Borgar-
fjörðurinn og Gnúpverjahreppurinn eru í mestu uppáhaldi.“
Það besta við Borgarfjörðinn segir Jóhann að hann sé fagur og víð-
feðmur og svo búi þar gott fólk. Það eigi líka við um Árnessýsluna þar
sem hann þekki til. „Mér leið mjög vel á Sandlæk og hafði nóg að sýsla,“
segir hann og rifjar upp viðfangsefnin. „Ég mjólkaði kýr, tók saman hey,
sló í súrhey, gerði við girðingar og smalaði fé og er þakklátur fyrir að
hafa fengið tækfæri til að taka þátt í þessu öllu.“
Ekki kveðst Jóhann hafa farið í göngur síðan hann var í Hreppun-
um en hins vegar ferðast á hestum um byggðir og óbyggðir. „Ég reið úr
Þjórsárdalnum upp að Hofsjökli í fyrra og fyrir nokkr-
um vikum fór ég í fimm daga útreið um Borg-
arfjörð og Mýrar í fylgd með Ólafi Flosasyni,
þeim öndvegispilti. Við riðum að Langavatni
og upp á Langavatnsmúla, niður Hraundal
og um Mýrarnar til baka.“
Jóhann er einmitt að sinna rótunum í
Borgarfirðinum þegar haft er samband við
hann. „Ég er að paufast við að koma mér upp
sumarhúsi í Skorradalnum,“ segir hann. „Er
búinn að vera að dunda við það í nokkur ár og
gengur voða hægt.“ - gun
SVEITIN MÍN
Borgarfjörður
Húsið er smíðað í staðlaðri stærð og hægt að reisa það með eða án grjóthleðslu hvar sem er.
● ÞRÆÐIR nefnist samsýning fjögurra
glerlistakvenna sem verður opnuð í Gall-
eríi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag. Þær eru
Helle Viftrup Kristiansen, Susanne Aaes, Ólöf
Sigríður Davíðsdóttir og Dagný Þrastardóttir.
Döðlukaka sem ekki þarf að baka
Heilsusamlegir eftirréttir geta svo sannarlega líka verið bragðgóðir. Það sann-
ast á döðlukökunni hennar Gyðu Ölvisdóttur, hjúkrunarfræðings og
myndlistarkonu. Kakan flokkast undir hollt nammi.
eftirréttir
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
500 g döðlur
60-70 g kókosolía
50-100 g Síríus suðusúkkulaði, brytjað
1 lítill bolli haframjöl
2 bananar
Smávegis af hökkuðum heslihnetum eða möndlum.
Döðlurnar eru hitaðar í potti og maukaðar. Maukuðum bönunum er bætt
út í ásamt haframjöli og kókosolíu. Maukið er sett í eitt stórt form eða tvö lítil
og haft í kæli (eða frysti) í smá tíma. Síðan eru kókosflögur, fersk jarðarber og
brytjað suðusúkkulaði sett ofan á og kakan borin fram með þeyttum rjóma.
Tengja má fleiri en
eitt hús saman og
mynda þannig burstabæ.
8. ÁGÚST 2009 LAUGARDAGUR2