Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.08.2009, Qupperneq 8
8 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hvenær var brúin yfir Jökuls- á á Breiðamerkursandi tekin í notkun? 2. Hver er makrílkvóti Íslend- inga á þessu fiskveiðiári? 3. Hvað heitir Þjóðverjinn sem dæmdur var fyrir stríðsglæpi í vikunni? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 42 Farfuglar ❚ Borgartún 6 ❚ 105 Reykjavík ❚ Sími 552 8300 ❚ thorsmork@thorsmork.is ❚ www.thorsmork.is Þórsmörk - frábær fyrir vinnustaðinn eða vinahópinn Í Húsadal í Þórsmörk er frábær aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum. Á staðnum er rúmgóður funda- og matsalur og boðið er upp á fulla veitingaþjónustu. Fjölbreytt gisting er í boði fyrir allt að 120 manns. Þeir sem vilja upplifa sannkallaða fjallastemningu geta gist í skálum en þeir sem vilja vera meira útaf fyrir sig geta gist í smáhýsum eða tveggja manna herbergjum. Þórsmörk er ævintýraland náttúruunnenda með endalausum möguleikum á gönguferðum og annarri útiveru í aðeins 150 km fjarlægð frá Reykjavík. ß Fjölbreyttir gistimöguleikar; m.a. tveggja manna herbergi og 4-5 manna smáhýsi ß Stór funda- og matsalur ß Nettenging ß Heit laug og gufubað ß Tilvalið fyrir vinahópa, fyrirtæki, skóla og starfsmannafélög Fjölbreytt gisting Gufubað og heit laug Einstök náttúra Auglýsingasími – Mest lesið BETLEHEM, AP Mikil endurnýjun hefur orðið í miðstjórn palest- ínsku Fatah-samtakanna eftir nýafstaðnar kosningar, þær fyrstu innan samtakanna síðan 1989. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínustjórnar, var einróma end- urkjörinn formaður samtakanna, en hann hefur verið við völd frá því að Jasser Arafat, stofnandi Fatah, lést árið 2004. Alls sitja nítján manns í miðstjórn samtak- anna, en fimmtán nýir stjórnar- menn voru kjörnir og héldu því aðeins þrír núverandi meðlimir flokksins stöðu sinni. Miklar vonir eru bundnar við nýju leiðtogana, en þar á meðal eru Jibril Rajoub, 56 ára, sem vann náið með Arafat á árum áður, og hernaðarleiðtoginn Mar- wan Barghouti, sem er fimmtugur. Hann afplánar nú lífstíðarfangels- isdóm í Ísrael en er talinn líklegur framtíðarleiðtogi flokksins. Barghouti átti áður fyrr í reglu- legum samskiptum við ísraelska friðarsinna og lýsti yfir vilja til að fallast á málamiðlanir. Eftir að Palestínumenn hófu nýja uppreisn árið 2000 varð tónn hans gagnvart Ísrael þó herskárri. Undanfarið hefur hann hafnað því að friðar- viðræður við Ísrael hefjist á ný nema Ísraelar hætti fyrst öllum framkvæmdum á landtökusvæð- um, heiti því að frelsa alla palest- ínska fanga og fallist á brotthvarf frá herteknu svæðunum. Flest atkvæði fékk þó gamall félagi Arafats, Mohammed Ghneim, sem býr í útlegð í Túnis. „Þessar kosningar skapa grunn- inn að nýrri framtíð samtakanna, nýjum tíma lýðræðis,“ sagði Mohammed Dahlan, einn hinna nýkjörnu leiðtoga. Fatah-samtökin hafa und- anfarna áratugi verið stærstu stjórnmála- samtök Palest- ínumanna. Þau hafa þó misst töluvert fylgi undanfarin ár og hefur spill- ing veikt stöðu flokksins, en frá því að Hamas, samtök her- skárra múslima, komust til valda á Gasasvæðinu árið 2007 hafa völd Fatah verið bundin við Vesturbakkann. Talið er að Bandaríkjastjórn muni innan fárra vikna kynna nýjar tillögur sínar um friðar- samninga. Ný stjórn Fatah vekur nú von margra um að þær tillögur fái frekari hljómgrunn meðal liðs- manna samtakanna. Erfiðara gæti hins vegar reynst að sannfæra ráðamenn í Ísrael, sem haldnir eru djúpstæðri tor- tryggni gagnvart Palestínumönn- um. Herská afstaða Hamas-sam- takanna á Gasa þykir einnig ólíkleg til að breytast meðan Ísra- elar gefa ekkert eftir. gudsteinn@frettabladid.is alma@frettabladid.is Endurnýjun í forystu Fatah Yngri forystusveit tekur að hluta við af gömlu bar- áttujöxlunum í Fatah-samtökum Palestínumanna. Mahmoud Abbas styrkir jafnframt stöðu sína. ÚRSLITIN KYNNT Ahmed Sayad, formaður kjörstjórnar Fatah, skýrði frá niðurstöðum kosninganna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MARWAN BARGHOUTI SVÍÞJÓÐ, AP Grænfriðungar hafa fleygt fjölmörgum nokk- urra tonna steinhnullungum í Norðursjó. Með þessu vilja þeir torvelda togveiðar á svæðinu. Grænfrið- ungar hafa jafnframt tilkynnt sænskum stjórnvöldum að þeir áformi að varpa 180 steinhnull- ungum í Jótlandshaf. Grænfriðungar eru alfarið á móti togveiðum og segja þær eyðileggja hafsbotninn og það líf sem þar þrífst. Þeir hafa farið fram á að Svíar, sem eiga sæti í Evrópuráði, berjist fyrir endurbótum fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. - sm Grænfriðungar í Svíþjóð: Mótmæla tog- veiðum Svía með steinakasti Blaðamaður myrtur Talsmaður innanríkisráðuneytisins í hinu róstursama Dagestan-héraði í Rússlandi hefur staðfest að blaða- maðurinn Mark Tolchinsky var myrtur. Hann hafði verið skotinn í höfuðið af stuttu færi þar sem hann sat í bíl. RÚSSLAND Engin sumarlokun Engin sumarlokun var í frystihúsi HB Granda á Akranesi í ár eins og tvö síðustu sumur, að því er fram kemur á skessuhorni.is. Unnið var alla virka daga í frystihúsinu í júlímánuði og fékk tugur skólafólks vinnu í vinnsl- unni í sumar. Ástæðan er góð verk- efnastaða en að undanförnu hefur þorskur verið unninn í vinnslunni sem fluttur er út til Belgíu og Þýskalands. VESTURLAND ORKUMÁL Raforkuverð til stóriðju á Íslandi er ekki lægra en gengur og gerist á heims- vísu. Þetta er niðurstaða Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í nýrri skýrslu um áhrif stór- iðjuframkvæmda á Íslandi sem var unnin fyrir iðnaðarráðuneytið. Samorka, Samtök orku- og veitufyrirtækja, vill vekja athygli á skýrslu Hagfræðistofnun- ar til að svara fullyrðingum um að orkuverð hér sé mun lægra en annars staðar. Í frétt Fréttablaðsins um raforkuverð til garðyrkju- bænda sem birtist á þriðjudag sagði Atli Gísla- son, formaður landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefndar Alþingis, að svo væri og almenningur þyrfti að niðurgreiða orku til álfyrirtækja. Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samorku, segir það fjar- stæðu að almenningur og minni fyrirtæki á Íslandi niðurgreiði orkuverð til álfyrirtækja, eins og Atli hélt fram. „Það liggur fyrir að raforkuverð til heimila og almenns atvinnu- rekstrar er mjög lágt á Íslandi.“ Gústaf bendir á að áttatíu prósent af raforku hér á landi fari til stóriðju. „Það er því erfitt að sjá hvernig það sem út af stendur á að geta niðurgreitt orku til stóriðjunnar.“ Hvað raforkuverð til garðyrkjubænda áhrærir segir Gústaf rétt að það hafi hækk- að. Það standi hins vegar upp á stjórnvöld að leiðrétta það, þar sem niðurgreiðslur til þeirra skýri þá hækkun. - shá Hagfræðistofnun segir orkuverð til stóriðju sambærilegt hér og á heimsvísu: Hafna tali um gjafverð á orku til stóriðju KERSKÁLI NORÐURÁLS Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, segir það fjarstæðu að almenningur og minni fyrirtæki á Íslandi niðurgreiði orkuverð til álfyrirtækja. VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.