Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 10

Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 10
10 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara Eva Joly segir almenning verða að sýna þolinmæði þó að eigur auðmanna hafi ekki verið frystar. Rann- saka verði málin áður en eignir verði kyrrsettar. Hún segir mjög gott að settur hafi verið sérstakur ríkissaksóknari, en Valtýr Sigurðsson eigi samt að segja af sér. Rannsókn sérstaks saksóknara á málum tengdum bankahruninu hefur ekki skaðast vegna leka á lánabók Kaupþings, segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara. Hún segir að alltaf megi búast við því að skjölum úr svo stórum málum sé lekið í fjölmiðla. „Lekar eru sjaldnast skaðlegir fyrir framgang rannsókna af þessu tagi, það er alltaf hægt að rekja peningaslóðina,“ segir Joly. Alltaf sé togstreita milli þess að upplýsa almenning um það sem hann hafi rétt á að vita og þess að halda trúnað við viðskiptavini fjármálafyrirtækja og þá sem séu til rannsóknar. Joly vill ekki tjá sig um innihald lánabókarinnar, enda kemur hún að rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. Hún hefur þó áður rannsakað mál þar sem veitt voru stór lán til innherja, með litlum eða engum veðum, til dæmis hjá franska bankanum Crédit Lyonnais. „Í svona tilvikum verður að sanna að um brot sé að ræða, til dæmis að aldrei hafi staðið til að borga lánin til baka,“ segir Joly. „Spurningin verður þá hvort stjórnendurnir hafi verið van- hæfir eða framið glæp. Það getur verið erfitt að greina þar á milli.“ Ekki hægt að byrja á frystingu Íslendingar verða að sýna þolin- mæði því ekki gengur að kalla eftir frystingu eigna auðmanna sem til rannsóknar eru, segir Joly. Þegar þrír nýir saksókn- arar komi til starfa hjá embætti sérstaks saksóknara í haust muni þeir meðal annars fá það verkefni að hafa uppi á brottfluttu fé, með aðstoð erlendra sérfræðinga. „Það er ekki hægt að byrja á því að frysta eignir fólks, fyrst verð- ur að sanna glæpsamlega hegðun þess. Þetta er ekki takki sem hægt er að ýta á, það er mjög flókið að ákveða hvort og hvenær á að beita þessu tæki. Almenningur verður að sýna umburðarlyndi og þolin- mæði,“ segir Joly. Rannsókn mun taka kipp í haust Joly segist mjög ánægð með upphaf rannsóknar embættis sérstaks sak- sóknara á málum tengdum banka- hruninu. Stjórnvöld hafi staðið sig vel í því að auka fjárheimildir og auglýsa stöður þriggja saksóknara sem starfa muni undir sérstökum saksóknara. „Þetta er söguleg rannsókn, og nú höfum við hafið vinnuna fyrir alvöru. Ég reikna fyllilega með því að hörkuduglegir íslenskir lögmenn og saksóknarar sæki um þessar stöður og þessi rannsókn mun enda í sögubókum um allan heim,“ segir Joly. „Auðvitað er erfiðara að þurfa að byrja frá grunni, þar sem hér eru ekki til staðar stór teymi reyndra rannsakenda eins og í stærri lönd- um. Við því er ekkert að gera. Nú stefna þeir erlendu sérfræðing- ar sem hafa verið ráðgefandi við vinnu sérstaks saksóknara á að flytja tímabundið hingað til lands í haust. Þá munum við sjá rannsókn- ir sérstaks saksóknara taka kipp,“ segir Joly. Evrópskir hagsmunir að rannsaka Joly mun funda með forstjóra bresku efnahagsbrotadeildarinn- ar, Serious Fraud Office, í byrjun september. „Serious Fraud Office hefur verið með risavaxna rann- sókn á Kaupþingi í gangi og for- stjórinn vill ræða samstarf við embætti sérstaks saksóknara við rannsókn þess máls,“ segir Joly. Best væri ef samstarfið yrði mun víðtækara, þannig að emb- ætti sérstaks saksóknara gæti notið reynslu og þekkingar sem til staðar er hjá bresku efnahags- brotadeildinni, segir Joly. „Bret- arnir hafa áhuga á viðskiptum og viðskiptavinum bankanna. Það má líta á þau viðskipti sem púsluspil sem báðir aðilar græða á að setja saman. Ísland og Bretland hafa sömu hagsmuni í þessu máli, að komast að því hvað gerðist og koma upp um glæpsamlegt athæfi. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Ísland, heldur alla Evrópu. Miðpunktur rannsóknarinnar verður í Reykja- Enginn skaði vegna lekans úr Kaupþingi PÓLITÍSK Eva Joly var kjörin á Evrópuþingið í byrjun júní, en hún segir ekkert mæla á móti því að hún sinni jafnframt ráðgjafar- störfum fyrir sérstakan saksóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 13. – 31. ágúst KOMDU Í SKÓLAFERÐALAG Í SMÁRALIND Mikið úrval og margvísleg tilboð á ritföngum, skólafötum, fartölvum, skólatöskum og öðrum litríkum nauðsynjum á Skóladögum í Smáralind. TAKTU ÞÁTT Í SKÓLALEIKNUM Þú gætir unnið árskort í World Class, ipod Nano, gjafakort frá Smáralind, GSM síma frá Nova, gjafabréf frá Eymundsson, Urður galla frá 66° Norður, gjafabréf frá NTC, gjafabréf frá Blend,10 miða kort í Smárabíó, eða gjafakörfu með Oxy og Hawaiian Tropic snyrtivörum. Þátttökuseðlar í verslunum Smáralindar. E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 6 6 6 Hæ gt e r a ð lá ta p re nt a út b ók al ist a á þj ón us tu bo rð i á 2 . h æ ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.