Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 18

Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 18
18 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um atvinnuuppbyggingu Það hefur aldrei þótt góðri lukku að stýra að byggja hús sitt á sandi. Það uppbygg- ingarstarf sem framundan er í íslensku samfélagi er líkast uppbyggingu frá grunni. Ef rétt byggingarstæði er valið mun byggingin rísa fyrr og standa betur. Í umræðunni um málefni dagsins, s.s. Ice-Save, aðildarviðræður við Evrópu- sambandið og fleiri slík stórmál, gleymist gjarnan að ræða aðalatriðið, það á hverju á að byggja við- reisnina; með hverju þessi þjóð ætlar að greiða skuldbindingar sínar. Tækifæri okkar til atvinnuuppbyggingar eru nánast óþrjótandi. Við fengum samþykkt sérstakt íslenskt ákvæði í Kyoto-samningnum m.a. vegna sérstöðu okkar til náttúruvænna möguleika í orku- öflun. Gæta verður þeirra hagsmuna í þeim viðræð- um sem framundan eru um loftslagsmál. Við höfum ratað skynsamlega leið milli nýtingar og verndunar í okkar náttúru. Tækifærin eru víða og til að ná alvöru viðreisn í gang verðum við að nýta þau. Sú vinstri stjórn sem nú er við völd hefur engin alvöru markmið um atvinnuuppbyggingu. Stuðningur við þau verkefni sem komin voru af stað er veittur með semingi. Mannfrekum framkvæmdum í samgöngu- málum er slegið á frest. Afleiðingarnar eru þær að í mörgum stéttum er að skapast atgervisflótti og óvíst er að það fólk snúi til baka. Það er brýnt að halda áfram á þeirri braut upp- byggingar í stóriðju sem vörðuð hefur verið. Þar liggja tækifæri okkar til atvinnu- og verðmæta- sköpunar. Tímabundið vandamál vegna fjármögn- unar virkjana s.s. við Búðarháls og í Reykjahlíð er auðleyst. Landsmenn hafa lagt það mikið til hliðar í lífeyrissjóðakerfinu að slík rök halda ekki. Líf- eyrissjóðirnir verða ekki notaðir í nokkuð betra nú en að fjármagna atvinnuskapandi arðbærar fram kvæmdir. Aukin umsvif í atvinnulífinu verða fljótlega til þess að auka á bjartsýni innanlands og traust okkar útávið. Við verðum að vera tilbúin að veðja á okkur sjálf og auðlindir þessa frábæra lands sem við byggjum. Tökum þennan slag með þeim krafti sem við eigum. Höfundur er alþingismaður. JÓN GUNNARSSON Grunnurinn gleymist Sumir kenna smæð Íslands um bankahrunið og efast um getu Íslendinga til að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki. Ég er á öðru máli. Af öllum ríkjum heims, rösklega 200 tals- ins, eru um 100 minni en Ísland að flatarmáli, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöld- ans er Ísland samt klárlega smá- land, en þó ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Helmingur allra ríkja er fámennari en Dan- mörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru mörg og stórveldin fá. ESB er smáríkjasamband. Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Bene- diktsson skáld. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Þeir eygðu enga leið til að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræð- ingar kalla „krítískan massa“. Þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100.000, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns og vegnaði vel. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöld- um með 115.000 og 70.000 íbúa, en þær voru að vísu í alfaraleið ólíkt Íslandi og gátu bætt sér upp mannfæðina með miklum við- skiptum við önnur svæði. Sækjast sér um líkir Hvers vegna er Evrópa ekki eitt land? Það stafar af því, að fólk er ólíkt og hefur ólíkar hugmyndir, óskir og þarfir. Þess vegna eru lönd heimsins mörg og misstór. Krafan um batnandi lífskjör í skjóli hagkvæms stórrekstrar knýr að sínu leyti á um samein- ingu og samruna. Eftirsókn eftir samneyti við sitt eigið fólk, fólk, sem býr að sömu menningu og sögu og talar sömu tungu, stend- ur gegn kröfunni um stórrekstur. Það er ekki hagfellt að hafa lönd- in of stór og fá, því að stór lönd, önnur en Japan, byggir yfirleitt sundurleitt fólk, og mikilli fjöl- breytni getur fylgt sundurþykkja og staðið velferð fólksins og framþróun fyrir þrifum. Samt hefur sundurleitni Bandaríkj- anna ekki bitnað á lífskjörum þar vestra, og sama máli gegnir nú um Kína. Smáríkjum getur vegnað vel, ef smæðinni fylgir sátt og samheldni. Það er þó ekki heldur algild regla, að smáþjóðir séu einsleitar. Kýpur og Máritíus eru fámenn eyríki, þar sem ólíkir kynþættir búa saman og efnahag- urinn hefur blómstrað. Reynslan sýnir, að smáþjóðum vegnar í efnahagslegu tilliti engu síður en stórþjóðum á heildina litið og stundum betur að því til- skildu, að smálöndin bæti sér upp óhagræði smæðarinnar með mikl- um viðskiptum við önnur lönd. Miðsókn togar lönd og þjóðir í átt að frekara samstarfi og samein- ingu og stuðlar að fækkun þjóð- landa af fjárhagsástæðum. Mið- flótti hneigist á hinn bóginn til að skipta löndum upp í smærri ein- ingar og stuðlar að fjölgun landa, einnig af fjárhagsástæðum. Mið- sóknaröflin höfðu yfirhöndina í Evrópu á 19. öld. Ítalía varð að einu þjóðríki 1861 við sameiningu nokkurra smáríkja, og Þýzkaland fylgdi í kjölfarið. Ýmsum þóttu þá Belgía og Portúgal vera of lítil lönd til að geta staðið á eigin fótum. Á 20. öld snerist taflið við: þá náði miðflóttaaflið yfirhend- inni í krafti aukinna millilanda- viðskipta. Ísland fékk heima- stjórn og varð fullvalda ríki. Smáþjóðum fer fjölgandi Smáþjóðum hefur vaxið fiskur um hrygg undangengin ár í skjóli aukinna milliríkjaviðskipta. Ef erlendum viðskiptum væri ekki til að dreifa, væru smáríki að ýmsu leyti óhagkvæm smæðar- innar vegna. Þá þætti mörgum þeirra trúlega nauðsynlegt að sameinast stærri ríkjum af efna- hagsástæðum. Mikil og vaxandi millilandaviðskipti leysa smá- þjóðirnar af þessum klafa með því að gera þeim kleift að færa sér hagkvæmni stærðarinnar í nyt með viðskiptum við önnur lönd. Millilandaviðskipti hafa með tímanum stuðlað að fjölgun sjálfstæðra smáríkja. Árið 1914 voru sjálfstæð ríki 62 að tölu í heiminum öllum. Nú eru þau rösklega 200. Meðalstærð ríkja mæld í fólksfjölda hefur minnk- að úr 32 milljónum 1946 í 29 milljónir nú (19 milljónir, ef Ind- land og Kína eru ekki talin með). Smáríkjum hefur fjölgað svo mjög, að helmingur ríkja heims- ins hefur nú langt innan við sex milljónir íbúa. Íslendingar tóku rétta ákvörð- un í sjálfstæðismálinu á sínum tíma. Engin efnahagsáföll munu nokkurn tímann raska þeirri niður stöðu. Mannfæð þarf ekki að standa í vegi fyrir skilvirku fullveldi, hagvexti og velferð, sé vel á málum haldið, þótt færa megi rök að því, líkt og Einar Benediktsson gerði, að fleira fólk myndi lyfta landinu. Aðild að ESB stefnir að stækkun Íslands. Er Ísland of lítið? Í DAG | Skiptir stærðin máli? ÞORVALDUR GYLFASON Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 50.805 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 40.780 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.870 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. E itt af hlutverkum ríkisvaldsins er að búa viðskiptalífinu þannig umhverfi að fyrirtæki geti verið samkeppnis- hæf, vaxið og dafnað og þannig veitt atvinnu og skapað verðmæti. Frá hruninu síðasta haust hefur viðskipalífinu hins vegar ekki verið sköpuð sú umgjörð sem það þarf á að halda og er rekstur fyrirtækja gríðarlega erfiður. Sennilega hafa atvinnu- rekendur hér á landi sjaldan eða aldrei staðið frammi fyrir eins erfiðum rekstrarskilyrðum og nú blasa við. Á meðan atvinnu- lífið býr við gjaldmiðil sem haldið er á lífi í öndunarvél, skort á fjármagni, gjaldeyrishöft, háa vexti, verðbólgu, minnkandi eftir- spurn og hrapandi framlegð er sú krafa gerð til viðskiptalífsins að það skapi störf til að draga úr vaxandi atvinnuleysi. Þetta er öfugmælahagfræði sem vart gengur upp – því miður. Eins og flestir landsmenn hafa íslenskir atvinnurekendur beðið í tæpt ár eftir pólitískri forystu – pólitískum kjarki – pólitískri samvinnu. Þeir hafa þreyjað haustið, þorrann og góuna og nú í sumarlok blasir nýtt haust við með sömu óvissu og fyrr. Við óbreytt ástand verður ekki unað lengur. Viðskiptalífið gerir þá kröfu að íslenskir stjórnmálamenn; bæði í stjórn og stjórnarandstöðu taki sér tak, rífi sig upp úr pólitísku þrasi og átti sig á því að þeir hafa ekki allan tímann í heiminum til að koma hlutunum í farveg. Á tímum sem þessum verður seint hægt að taka ákvarðanir í 100% vissu – hvorki í sölum Alþingis né í stjórnarherbergjum fyrirtækja. Aðilar verða að taka eins skynsamlegar ákvarðanir og þeir geta miðað við fyrirliggjandi gögn. Ef bíða á með ákvarðanir þar til allri óvissu er eytt verða engar ákvarðanir teknar, og skortur á ákvarðanatöku er einmitt stærsta vandamálið á Íslandi í dag. Ekki skal gert lítið úr þeirri gríðarlega erfiðu stöðu sem íslenskir stjórnmálamenn eru í, því mikla vinnuálagi og pressu sem þeir flestir búa við og þeim stóru ákvörðunum sem við þeim blasa – ákvörðunum sem munu hafa áhrif hér á landi um áratuga skeið. Það má hins vegar ekki vera afsökun fyrir því að öllu öðru sé haldið í gíslingu á sama tíma, því hver vika, hver mánuður sem hefur liðið og mun líða í óbreyttu ástandi mun reynast þjóðinni ekki síður dýr. Íslenskt viðskiptalíf hefur á undanförnum mánuðum pakkað í vörn og hættir sér vart fram yfir miðju. Góður varnarleikur er oft skynsamlegur og oft nauðsynlegur en það er hins vegar á allra vitorði að enginn árangur næst ef enginn er sóknarboltinn – ef skyndisóknir eru ekki einu sinni nýttar til að skora mörk. Slík fyrirtæki eru líkleg til að verða fyrir andlegu gjaldþroti – detta niður um deild eða hætta keppni. Við erum öll hluti af stóru tannhjóli og þetta tannhjól er stopp. Það er hlutverk stjórnmálamanna að koma hreyfingu á tann- hjólið þannig að viðskiptalífið geti tekið við og skapað verðmæti og störf. Aðeins þannig verður hagur íslenskra heimila – allra Íslendinga – tryggður. Hafa stjórnmálamenn óendanlegan tíma? Viðskiptalífið pakkar í vörn MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Allir á samstöðufund Sjálfstæðisflokkurinn sendi í gær félög- um í flokknum brýningu um að mæta á samstöðufund InDefence-hópsins á Austurvelli í dag til að krefjast sanngjarnrar lausnar í Icsave-málinu. „Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman,“ stendur meðal annars í tilkynningunni. Þetta er gott framtak hjá Sjálfstæðis- flokknum og ánægjuleg viðhorfs- breyting í garð samstöðufunda frá því í vetur, þegar sú skoðun var áberandi meðal flokksmanna að lítið mark væri takandi á mótmæl- um á Austurvelli; mótmælendur samanstæðu fyrst og fremst af ungliðahreyfingum VG og Samfylkingarinnar og fólki sem þær hefðu smalað á vettvang. Þá og nú Páll Magnússon, útvarpsstjóri og fréttalesari, las í fyrradag inngang að frétt um fjárkröggur Decode. Fyrir fáum árum vann Páll Magnússon einmitt við það að verjast fréttum af fjárkröggum Decode. Svona eru stundum enda- skiptin í lífinu. Hugarburður? Viktor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, komst í fréttir í gær eftir viðtal á Netvarpinu þar sem hann sagði að Íslendingum hefði sannarlega staðið til boða fjögurra milljarða evra lán frá Rússum í október í fyrra, en íslensk stjórnvöld hefðu hafnað tilboðinu. Þetta stangast á við það sem fram hefur komið hingað til, það er að tilboðið hafi verið á mis- skilningi byggt. Þessu hafnar Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi ráðherra, og kallar hann orð sendiherrans „hreinar rangfærslur“. „Þetta er líklega einhver hugarburður hjá sendiherranum,“ sagði Björgvin í samtali við Pressuna. Varla eru mörg dæmi um það að íslenskir ráðamenn láti opinber- lega í það skína að erlendir erindrekar séu ekki heilir á geði. Eða er þetta kannski enn eitt málið sem ráðherranum Björgvin var haldið utan við í hruninu? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.