Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 22

Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 22
 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Eyþór Ívar Jónsson skrifar um nýsköpun Framtíð Íslands verð-ur að miklu leyti að byggjast á nýjum fyrir- tækjum. Það er mikil- vægt fyrir Íslendinga að skilja að fyrirtæki er einstakt tæki til þess að skapa verð- mæti, störf og hagvöxt. Um þess- ar mundir er flestum umhugað um atvinnu enda er langt síðan atvinnuleysi hefur mælst eins mikið hér á landi og nú. Það er sérstaklega mikið áfall í ljósi þess að atvinnuleysi, umfram svokall- að náttúrulegt atvinnuleysi, hefur ekki þekkst á Íslandi um áratuga skeið. Hægt er að skapa atvinnu með margvíslegum hætti og yfir- leitt er hin hagfræðilega aðgerð farin að ríkið fari út í vinnuafls- frekar aðgerðir til þess að skapa atvinnu. Reyndar gætir ákveðins misskilnings um að þessar aðgerð- ir þurfi að vera fjármagnsfrekar stórframkvæmdir. Stundum felst í þessum aðgerðum verðmætasköp- un en oft virðist eins og verið sé að kasta krónunni til að skapa eyrinn. Þó eru til dæmi um verkefni sem hafa endurskapað innviði samfé- lags og skapað grundvöll til hag- vaxtar. Langtímaávinningur er þó ekki meginmálið í efnahagskrísu heldur að koma hjólum hagkerf- isins aftur af stað. Engu að síður skiptir það miklu máli í uppbygg- ingu hvernig störf eru búin til fyrir framtíðarsýn þjóðarinnar. Mýs, gasellur eða fílar Bandaríski hagfræðingurinn David Birch spurði eitt sinn hvers konar fyrirtæki það væru sem sköpuðu störf. Hann bar saman stórfyrirtæki með fleiri en 500 starfsmenn (fíla), smáfyrirtæki með færri en tuttugu starfsmenn (mýs) og ört vaxandi fyrirtæki (gasellur). Í stuttu máli voru það mýsnar og sérstaklega gasellurn- ar sem sköpuðu störfin. Seinni tíma rannsóknir hafa svo sýnt að mýs og gas- ellur eru sérstaklega mikilvægar í niður- sveiflu þar sem stór- fyrirtæki segja þá upp frekar en að ráða starfs- fólk. Lykilboðskapurinn í rannsóknum Birch og mörgum seinni tíma rannsóknum á atvinnu- sköpun er að gasellurn- ar leika mikilvægasta hlutverkið í atvinnusköpun enda er þörf fyrir ný störf í ört vaxandi fyrirtækjum. Verðmætasköpun þessara fyrirtækja er þó kannski enn mikilvægari. Til þess að vaxa verða þessi fyrirtæki að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini. Þá er mikilvægt að leiðrétta misskiln- ing sem oft gætir í umræðunni um gasellur, að fyrirtæki sem vaxa með uppkaupum, kaupum á öðrum fyrirtækjum, eru ekki endilega að skapa ný störf þar sem þau yfir- taka einfaldlega starfsmenn ann- arra fyrirtækja. Rannsóknir á uppkaupum hafa líka margsýnt að í flestum tilvikum eru uppkaup of dýru verði keypt, sem íslensk- ir viðskiptamenn eru að læra núna. Verðmætasköpunin teng- ist miklu frekar innri vexti fyrir- tækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. Best væri ef slík verðmætasköp- un tengdist sjálfbærni frekar en skammtímaneysluhegðun. Þessar gasellur sem skapa bæði störf og verðmæti eru þess vegna draumur hvers hagkerfis. Draumur hvers hagkerfis Gasellur hagkerfisins eru mikil- vægar en tiltölulega fáar. Rann- sóknir benda til að þær eru yfir- leitt ekki fleiri en 2-5% af öllum nýjum fyrirtækjum sem eru stofn- uð. Mikilvægi þessara fyrirtækja hefur ýtt af stað rannsóknum sem ganga út á að gera greinarmun á eiginleikum þessara fyrirtækja og annarra sem vaxa hægar. Ein niðurstaða sem hefur komið fram í þessum rannsóknum en margir halda ranglega á lofti er að þessi fyrirtæki snúast ekki endilega um verulega nýsköpun, nýnæmi eða eru hluti af hátæknigeira eða ein- hverjum nýjum atvinnugeirum. Gasellur geta orðið til í flestum atvinnugeirum og snúast oft miklu frekar um að grípa tækifærið, góð úrræði, framtíðarsýn, tengslanet og skynsamlega notkun auðlinda – þar á meðal starfsmanna. Reynd- ar hefur orðið til talsverð flóra af kenningum sem fjalla um ein- kenni slíkra fyrirtækja en engu að síður hefur skapast talsverður skilningur á hvað er mikilvægt að leggja áherslu á til þess að skapa fyrirtæki sem eiga möguleika á að verða gasellur framtíðarinnar. Hér á landi hefur Klak – Nýsköp- unarmiðstöð atvinnulífsins búið til vettvang fyrir uppbyggingu slíkra fyrirtækja sem nefnist Viðskipta- smiðjan – Hraðbraut nýrra fyrir- tækja. Það sem er einstætt við þessa hraðbraut er að hún byggir á þeirri vitneskju sem við höfum um gasellur og ný og árangursrík fyrirtæki. Ísland hefur þar með tekið stökk í frumkvöðlamálum og er að vissu leyti búið að ná upp tíu ára forskoti nágrannaþjóða okkar á þessum vettvangi. Það er hins vegar mikilvægt að þessi hrað- braut verði nýtt eins vel og kostur er til þess að byggja upp fyrirtæki sem geta skapað atvinnu og verð- mæti sem eru ekki einungis mikil- væg fyrir Ísland til skamms tíma heldur nauðsynleg fyrir framtíð Íslands. Höfundur er framkvæmdastjóri Klaks – Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og dósent við Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn. EYÞÓR ÍVAR JÓNSSON Hraðbraut nýrra tækifæra UMRÆÐAN Hjörleifur Hallgríms skrifar um bæjarmál á Akureyri Heyrst hefur hér á Akur-eyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æski- legt að blaðið flytji nei- kvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýn- inn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið upp- dráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullu- pyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgöt- una einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stór- lega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar bygg- ingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnar- kosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðar- starfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinning- ar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annars staðar úr kerf- inu er segja mér að vinna við skipulagsuppdrátt- inn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíus- son hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinar- greiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða pen- inga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævin- týrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúð- urs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sund- laugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti kaup á húseign fyrir 8 millj- ónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Eyðilegging á miðbæ Akureyrar HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Verðmætasköpunin tengist miklu frekar innri vexti fyrirtækja; hvernig fyrirtæki skapa til dæmis nýjar vörur og þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa. A ug lý si ng as ím i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.