Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 25

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 25
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér finnst þetta góð blanda. Ég fer oft í þessi föt þegar ég klæði mig upp á,“ segir Rúna Sigurðar- dóttir viðskiptafræðinemi. „Mér finnst kjóllinn sérstaklega sýna strauminn í tískunni í dag. Gagn- sæ efni eru í tísku.“ Rúna segist oft nota fötin. „Ég fékk jakkann fyrir fjórum árum og mér finnst hann enn þá jafn flottur. Ég vinn mikið með Oro- blu-sokkabuxur og á stórt safn af þeim. Kjóllinn er nýr en ég hef notað hann mikið. Skórnir eru meira spari. Þetta eru gullskór og ekki endilega fyrir íslenskt veður- far,“ útskýrir Rúna sem segist eiga þá með mömmu sinni sem fékk þá í Eistlandi. Innt eftir því hvort Rúna eigi fleiri föt með mömmu sinni segir hún: „Við deilum helst skóm. Mik- ill aldursmunur er á okkur þannig að við höfum ólíkan smekk en ætli ég fái ekki tískuáhugann frá for- eldrum mínum,“ segir Rúna. Hefur pabbi þinn þá líka áhuga á tísku? „Já, mikinn. Hann hugsar mikið um merki og föt. Það er mjög skemmti- legt,“ segir Rúna hlæjandi. Rúna segist sjálf alltaf hafa haft áhuga á tísku. „Mér finnst gaman að hugsa um í hverju ég á að vera og hverju aðrir eru í. Ég hef gaman af götutísku. Mér finnst langskemmtilegast að fylgjast með í hverju fólk gengur dags daglega, ekki endilega að skoða hátískuna,“ segir Rúna og heldur áfram: „Ég skoða mikið tískublogg þar sem stelpur á Íslandi og erlendis tala um tísku,“ upplýsir Rúna og bætir við að nýlega hafi hún stofnað tískublogg á síðunni www.fashion- flux.blogspot.com. Rúna segir stíl sinn vera mjög breytilegan. „Hann fer algjörlega eftir því í hvernig skapi ég er og náttúrulega veðri. Ég get ekki sagt að ég hafi einn ákveðinn stíl,“ segir Rúna sem að sögn eignaðist ekki buxur fyrr en hún varð tólf ára. „Ég var þekkt fyrir að vera alltaf í pilsum og kjólum og fékk mikið af fötum send frá frænkum mínum í Bandaríkjunum.“ martaf@frettabladid.is Eignaðist buxur tólf ára Rúna Sigurðardóttir deilir áhuga sínum á tísku með foreldrum sínum. Hún gengur í fötum af mömmu sinni, finnst skemmtilegt að pabbi hennar hugsi um tískumerki og hefur sjálf áhuga á götutísku. Rúna segist eiga mikið af sokkabuxum með mismunandi munstrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ANTÍKLOKKAR Eyrnalokkarnir Magnetic Memories eftir fatahönn- uðinn Bryndísi Sveinbjörnsdóttur eru búnir til úr segulbandi og antík- perlum og fást í fjölmörgum litum. Útsölustaði er hægt að finna með því að slá inn leitarorðin Magnetic Memories á Facebook.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.