Fréttablaðið - 13.08.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 13.08.2009, Síða 32
 13. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR Nýherji hefur selt fartölvur í meira en aldarfjórðung. Ein af fyrstu fartölvunum sem komu hingað til lands var af gerðinni IBM og pöntuð af Nýherja. Síðan þá hafa tölvurnar aldeilis skroppið saman. „Öll þróun fartölva miðar að því að gera þær léttari og þynnri en áður án þess að fórna afköstum og gæðum. Notendur eru alltaf á ferðinni og vilja tengjast um- heiminum hvar og hvenær sem er. ThinkPad T400s er dæmi um slíkt en hún er nýjasta afsprengi Lenovo og kemur skemmtilega á óvart,“ segir Gísli Þorsteins- son hjá Nýherja. Hann segir að ThinkPad T400s sé einungis 1,7 kíló með 14 tommu skjá og nýj- ustu tækni í diskum en það eru svokallaðir SSD-diskar sem eru 40 sinnum hraðvirkari en hefð- bundnir diskar. Rafhlöðuending í tölvum er sífellt að lengjast en hún er þó mismikil milli tegunda og fram- leiðenda. Nú eru komnar marg- ar nýjar vélar sem eru með átta til níu tíma endingu. Það fer hins vegar eftir því hvernig raf- hlaðan er notuð hvort hún endist eins vel og ætlast er til. „Flest- ir notendur fartölva þekkja það vandamál þegar rafhlaðan er að klárast og vantar nokkrar mínútur til þess að klára verk- efni eða fund,“ segir Þorsteinn. „Margir framleiðendur hafa því brugðist við þessum vanda með leiðum til þess að lengja líftíma rafhlöðunnar, svo sem Lenovo sem hefur þróað still- ingu sem nefnist „battery stretch“ undir orkustillingum sem gerir notanda kleift að fá nokkrar auka mínútur með því að slökkva á orkufrekum hlut- um vélarinnar.“ ThinkPad-tölvurnar hafa verið rós í hnappagati Nýh- erja og munu halda áfram að vera það. Áður voru þær fram- leiddar af IBM en eru nú hluti af framleiðslu Lenovo. Hönn- uðirnir eru þó þeir sömu og í upphafi. Nýlega kynnti Lenovo á markað IdeaPad-fistölvur og fartölvur. Gísli segir IdeaPad hafa fengið afar góða dóma í fagtímaritum og vakið athygli fyrir hönnun. „IdeaPad S10-2 er einungins 1,2 kíló og hentar til einfaldari verka, svo sem léttr- ar ritvinnslu, ráps á netinu eða til þess að horfa á kvikmyndir,“ segir Gísli og bætir við að hann telji tíma stóru 15 tommu far- tölvanna liðinn og að kaupend- ur vilji frekar léttar og nettar fartölvur. Fartölvur í aldarfjórðung Gísli Þorsteinsson ásamt Saumavélinni eins og hún er kölluð. Tölvan kom til landsins í upphafi 9. áratugar 20. aldar. Nýjasta framleiðslan, IdeaPad, er með á myndinni en hún vegur aðeins 1,2 kíló. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KYNNING Fljótlega eftir að heimilistölvan fór fyrst að þykja fýsilegur kostur snemma á 8. áratugnum fóru að spretta upp hugmyndir um hand- hægar ferðatölvur. Alan Kay hjá Xerox PARC lýsti í fyrsta sinn opinberlega hugmyndinni um far- tölvu í ritgerð sem hann skrifaði árið 1972. Árið eftir svipti IBM hulunni af fyrstu fartölvunni og 1975 kom fram fyrsta fartölvan ætluð á markað. Eftir að 8 bita örgjörvar fóru að verða algengari fór fartölvun- um fjölgandi og um og eftir 1980 fóru fyrirtæki í sífellt meira mæli að framleiða fartölvur. Fyrsta fartölvan með því flip- flop sniði sem við þekkjum í dag kom fram árið 1982. Hún var aðal- lega notuð af bandaríska hern- um og NASA og kostaði stykkið á þeim tíma rúmlega 8.000 doll- ara. Hún hafði 320x200 pixla skjá og 340 kílóbæta minni auk mót- ems sem gat flutt 1.200 bita á sek- úndu. Árið 1983 kom Galvian SC á markað, markaðsett undir nafn- inu „laptop“, sem átti eftir að verða samheiti yfir fartölvur eftir það. Næstu ár og áratugi varð far- tölvan sífellt þróaðari og tækni- nýjungar sem okkur þykja sjálf- sagðar í dag eins og snertipúði, músabendill og geislaspilari komu fram á sjónarsviðið. -fpm Saga fartölvunnar Þessi fartölva tilheyrir gufupönkstíl sem sækir innblástur til fortíðarinnar. Fjölmiðlasamsteypan News Corp, sem meðal annars á London Times og Sun í Bretlandi og New York Post og The Wall Street Journal í Banda- ríkjunum, mun innan skamms fara að rukka fyrir fréttir sem birtast á Netinu, að því er fram kemur á fréttavef BBC. „Við stefnum að því að rukka fyrir aðgang að öllum fréttasíð- um okkar,“ segir Rupert Murdoch, aðaleigandi samsteypunnar. „Ég trúi því að ef þetta tekst vel þá muni aðrir fjölmiðlar fylgja á eftir.“ Til að koma í veg fyrir að les- endur snúi sér að ókeypis frétta- miðlum á Netinu mun sam- steypan leggja allt kapp á vandaðan fréttaflutning. „Vönduð fréttamennska er ekki ódýr og því var ákveðið að grípa til þessa ráðs.“ - ve Rukka fyrir fréttir á Netinu Rupert Murdoch

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.