Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 34

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 34
 13. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR BT tölvur munu halda áfram að bjóða upp á fartölvur með öllum helstu nýjungum á markaði og passa sig á að vera með tölvur sem henta mismunandi þörfum við- skiptavina sinna. „Venjuleg skólavél sem er með öllu því helsta sem krakkarn- ir þurfa heitir Acer 625 sem við seljum á 79.900 krónur. Spáð er í að geymsluplássið og vinnslu- minnið sé nægt.“ segir Jón Andr- eas Gunnlaugsson, innkaupa- stjóri hjá BT, og upplýsir blaða- mann um þrjár gerðir fartölva sem henta þremur mismunandi hópum. „Önnur vél er mjög eftirsótt í dag. Acer Timeline er vél með langri rafhlöðuendingu og mjög meðfærileg. Sú vél er frábrugð- in öðrum vélum sem eru með átta tíma rafhlöðuendingu að því leyti að hún er í fullri stærð og með öllum græjum,“ segir Jón Andreas. „Margir selja svona netbook-vélar sem eru ekki með geisladrifi og yfirleitt með hálf- geldum örgjörvum. Það á ekki við um Timeline.“ Jón Andreas sér augljósa breytingu frá fyrri árum. Menn vilja núorðið minni vélar, liprari og rafhlöður sem endast leng- ur. „Vélbúnaðurinn er eiginlega kominn fram úr hugbúnaðinum svo menn reka sig ekki á að vél- arnar ráði ekki við það sem þeir eru að vinna í,“ segir Andreas og kemur þá að þriðja kúnnahópn- um. „Það eru leikjaguttar sem spá í skjákort sem breytast eig- inlega mánaðarlega, stærri harð- an disk, meira vinnsluminni og HDMI-tengi. Fyrir þá erum við með Acer 5536,“ segir Jón Andr- eas. Jón Andreas lumar á einu at- riði sem sumir vita ekki, en það er að skjáirnir á Acer-tölvunum eru orðnir aðeins stærri. „15,6 tommu skjár hefur þann kost að hann er það langur að það má koma fyrir sjálfstæðu talna- borði og því verður auðveld- ara að vinna með tölur. Einnig er upplausnin sú sama og í flat- sjónvörpum og þeir sem leika sér með tölvu og sjónvarp finna mik- inn mun,“ segir Jón Andreas. Nú eru BT-verslanirnar alls þrjár, í Skeifunni, Smáralind og á Akureyri. Með tölvur fyrir alla Jón Gunnlaugsson í BT tölvum er með tölvur fyrir alla, námsmenn, fjölskyldur, skrifstofur og tölvuleikjaaðdáendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KYNNING golla í skólann! í skólann

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.