Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 35

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 35
FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST 2009 KYNNING Vinsældir Apple-tölvanna hafa farið stigvaxandi hér á landi á undanförnum árum. Lág bilanatíðni, falleg hönnun og ekki síst algjör skortur á vírusum eru á meðal þess sem höfðar til kaupenda. „Apple á Íslandi er með stærstu markaðshlutdeildina á Norður- löndunum,” segir Ásgeir Jón Guð- bjartsson hjá fyrirtækjasviði Apple, sem segir sífellt fleiri færa sig yfir í Apple-tölvur, bæði ein- staklinga og fjölskyldur í leit að heimilistölvum. Skólafólk hefur tekið Apple opnum örmum og Makkar eru til að mynda notaðir í Menntaskóla Borgarfjarðar, þar sem allir nýir nemendur fá Apple-fartölvu til umráða meðan á námi stendur. „Það verkefni er á þriðja ári núna og hefur gefist mjög vel. Bilana- tíðnin hjá Makkanum er líka mjög lág. Við seldum Háskóla Íslands til dæmis hundrað tölvur í tölvuver skólans í fyrra. Við höfum feng- ið þrjár í viðgerð, og í einu tilvik- anna var það vegna þess að ein- hver hafði troðið einhverju inn í DVD-spilarann,“ segir Ásgeir. Öllum Apple-tölvum fylg- ir iLife-pakkinn, sem býður upp á möguleika til að klippa myndbönd, semja tónlist, vinna með og flokka mynd- ir og setja upp vefsíður. Raf- hlöðurnar endast allt að átta klukkustundum og tölvurnar eru búnar nýjustu tækni, svo sem innbyggðri vefmyndavél, innbyggðum hreyfiskynjara og nýjustu móðurborðum og örgjörvum. Skólafólk er heldur ekki þeir einu sem færa sig yfir í eplamerkið þekkta. „Áður fyrr var fólk kannski eitthvað smeykt við að skipta yfir í Makka, þegar tölvurnar voru ekki alveg nógu vel samhæfðar við PC. Það hefur hins vegar gjörbreyst og þetta eru þess vegna gamlir for- dómar,“ segir Ásgeir. „Ef fólk er eitthvað smeykt bjóðum við líka upp á ókeypis námskeið í verslun- inni okkar að Laugavegi, og eftir klukkutíma þar er sú hræðsla alveg horfin,“ segir hann. Þar að auki er hægt, gegn vægu gjaldi, að fá aðstoð „einkaþjálfara“ til að leiða mann í allan sannleika um nýju vélina. Einkaþjálfun hjá Apple Lág bilanatíðni og falleg hönnun eru á meðal þess sem gerir Apple-tölvurnar vinsælar, að sögn Ásgeirs Jóns Guðbjartssonar. Apple-tölvurnar eru búnar nýjustu tækni. ● FARTÖLVUBANN Á ÁLAGSTÍMUM Á KAFFIHÚSUM Margir kaffihúsaeigendur í New York hafa ákveðið að letja fólk til að sitja á kaffihúsum með fartölvur. Fartölvunotendur mega kaupa kaffi en fljót- lega taka þeir pláss og rafmagn. Skilti á litlu kaffihúsi í Brooklyn segir: „Kæru viðskipta- vinir. Við gleðjumst yfir því að ykkur líki svo vel við okkur að þið viljið eyða deginum hér en fólk þarf að borða og við það situr fólk.“ Kaffihúsið hefur bannað fartölvunotkun á álagstímum. Sumir kaffihúsaeigendur hafa meira að segja tekið upp á því að líma fyrir rafmagnsinnstungur. „Ég ráðlegg ykkur að hlaða tölvurnar áður en þið komið hingað. Hættið að nota rafmagnið mitt,“ sagði Bruce Taz, eig- andi kaffihússins Brotna bollans, sem er einn þeirra. Aðrir bjóða þó fartölvunotendur velkomna því þá líta kaffihúsin út fyrir að vera full af fólki og einhverjir hafa til dæmis fjölgað kaffihúsum. „Ég þurfti að fjölga útibúum og auka internethraðann í byrjun júní,“ sagði kaffihúsaeigandinn Sebastian Simsch. - mmf Á mörgum kaffihúsum New York-borgar situr fólk heilu dagana með fartölvurnar en kaupir einungis einn bolla. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.