Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 36
13. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR
Sú saga gengur nú fjöllum hærra
í netheimum að Facebook muni
bráðlega setja á laggirnar vefsíðu
sem líkjast mun hinni vinsælu
Twitter-síðu. Muni hún bera nafn-
ið Facebook Lite.
Síðan mun vera einfaldari út-
gáfa af Facebook þar sem aðeins
koma fram einfaldar upplýsingar
og streymi af skilaboðum. Telja
því margir að hún muni líkjast
Twitter þó að talsmenn Facebook
vilji ekki kannast við það.
Facebook með
nýja síðu
KYNNING
Hjá Tölvulistanum er
mikið lagt upp úr því
að veita viðskiptavinum
góða þjónustu og ráðgjöf
varðandi val á tölvum.
Gunnar Freyr Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Tölvulistans,
segir hlutverk sölumannsins
afar mikilvægt. „Þyngd, útlit
og rafhlöðuending eru hugtök
sem allir skilja, en svo er þessi
frumskógur af tölum og tækni-
máli sem ekki eru allir læsir á.
Þar leikur sölumaðurinn lyk-
ilhlutverk, því hann verður að
vera fær í að útskýra slíka hluti
á mannamáli, og ekki síður að
átta sig á því hverjar þarfir við-
skiptavinarins eru,“ útskýrir
Gunnar. „Viðskiptavinurinn á
ekki að ganga út með tölvu sem
hann þarf ekki.“
Mikill munur er á þörfum not-
enda. „Viðskiptavinir okkar eru
til dæmis fólk frá arkitekta- og
verkfræðistofum, sem þarf öfl-
ugar vélar, leikjaspilarar sem
þurfa mikinn búnað og allt yfir
í fólk sem vill fallega vél til
að hafa með á kaffihús og lesa
fréttasíðurnar,“ útskýrir Gunn-
ar.
Til að koma til móts við þess-
ar mismunandi þarfir er gott
úrval afar mikilvægt, og af því
státar Tölvulistinn, sem er með
umboð fyrir Asus, Acer, MSI og
Toshiba. „Við eigum mjög góð og
bein samskipti við þessa fram-
leiðendur og getum þess vegna
boðið upp á þjónustuhlutann
líka, enda viljum við að þjón-
ustan sé jafn góð fyrir og eftir
kaup,“ segir Gunnar. Tölvulist-
inn er vottaður þjónustuaðili
fyrir alla þessa framleiðendur,
en til þeirra eru gerðar mikl-
ar kröfur. „Toshiba hringir til
dæmis í viðskiptavini okkar til
að athuga hvernig við höfum
staðið okkur,“ útskýrir Gunnar.
Fartölvuflóran hefur breyst
mikið á síðustu árum. „Tölvur eru
orðnar tískuvara í dag. Nú eru
komin hönnunarteymi hjá öllum
þessum framleiðendum og aug-
ljóst að útlitið selur,“ segir Gunn-
ar, sem spáir því að þróun netsam-
skipta í framtíðinni muni auka
þörfina á fartölvum enn frekar.
Þráðlausar nettengingar verða í
boði um allt og einfalt að komast
á netið. „Ég hugsa að fólk verði
þá oftar en ekki með vélina með
sér – til að komast á netið hvar og
hvenær sem er,“ segir hann.
Góð ráðgjöf mikilvæg
Gunnar Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Tölvulistans, leggur mikla áherslu á að viðskiptavinir fái góða þjónustu og ráð-
gjöf frá sölumönnum fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Til vinstri er tíu tommu MSI Wind-fartölva sem er afar hentug fyrir þá
sem vilja kippa tölvunni með á kaffihúsið. Þessi örþunna MSI-vél til hægri ætti
að falla vel í kramið hjá þeim sem eru mikið á ferðinni.
● TÖLVUAÐSTOÐ VIÐ BRESKA SÍGAUNA Frá árinu 2004
hefur yfir þúsund börnum sígauna í Bretlandi verið gefin fartölva til að
hjálpa þeim við námið. Reiknað er með að búnaður og þráðlaust net-
samband kosti ríkið um 750 pund á hvern nemanda eða tæpar 160.000
íslenskar krónur. Breskir skattgreiðendur hafa því greitt um þrjú hundr-
uð þúsund pund á ári, rúmar 63 milljónir. Fartölvugjöfin er hluti hins
rafræna og hreyfanlega verkefnis E-LAMP, sem hannað er til að bjóða
upp á fjarmenntun fyrir börn sígauna sem
skipta oft um skóla.
Könnun sem samband kennara
sígaunabarna stóð fyrir hefur leitt í ljós að
fullorðnir sígaunar nýta tölvur barna sinna
til að bóka frí erlendis og versla á netinu.
„Bretar trúa á jafnræði. Það er ekki sann-
gjarnt að lítill hópur búi við þau forréttindi
að nýta almenningsþjónustu á meðan
útivinnandi fjölskyldur eiga í vandræðum
með að borga reikninga sína,“ sagði Bob
Neill, talsmaður ríkisstjórnarinnar. - mmf