Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 40

Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 40
 13. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● jazz ANDRI ÓLAFSSON TÓNLISTAR MAÐUR „Ég er spenntastur fyrir atriði sem er ekki á dagskránni, í það minnsta ekki nafngreint, en það eru Dýrin í Hálsaskógi sem spila á Kjarvalsstöðum,“ segir tónlistarmaðurinn Andri Ólafsson. „Svo myndi ég kíkja á Arve Henriksen sem spilar á Nasa 29. ágúst og einnig væri gaman að fara á smá djass- madness í Norræna húsinu 16. ágúst. Ég flýg hins vegar út til Amsterdam til náms eftir mína eigin tónleika þannig að ég get því miður ekki séð margt.“ Andri leiðir Moses High- tower og Asamasada-tríóið á Rósenberg þann 16. ágúst og einnig mun hann spila á tónleikum á Kaffi Kúltúra þann 23. ágúst. - jma BJÖRN THORODDSEN TÓNLISTARMAÐUR „Ég hlakka mikið til að sjá Hilmar Jensson með franska gítarleikaranum Marc Ducret og svo verður gaman að sjá Guðmund Pétursson gítarleik- ara með sinni frábæru hljóm- sveit,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari um viðburði Jazz- hátíðar. „Annars ætla ég að reyna að sjá sem flest og vera svona á flækingi.“ Björn spilar sjálfur dúett með sænska gítarleikaranum Ulf Wakenius á Nasa þann 21. ágúst, þar sem Hilmar og fleiri koma einnig fram. Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson, eða papa Jazz, verður áttræður í haust og munu Björn og félagar spila honum til heiðurs. - jma SAMÚEL SAMÚELSSON TÓNLISTARMAÐUR „Ég hlakka til að heyra í sænska bandinu Music Music Music sem spilar í Norræna húsinu sunnudaginn 16. ágúst,“ segir tónlistarmaður- inn Samúel Samúelsson. „Ég er líka mjög spenntur fyrir norska trompetleikaranum Arve Henriksen sem verður á Nasa 29. ágúst. Annars er alltaf skemmtilegast að vera bara á röltinu og tékka á hinu og þessu sem er að gerast.“ Sjálfur mun Samúel leika á hátíðinni á nokkrum tónleikum, með stór- sveit sinni á Rósenberg þann 24. ágúst, með Jagúar þann 29. og með Tómasi R. Einars- syni 28. ágúst. - jma HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ SJÁ? Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Á NordicaSpa er lögð áhersla á gæði og persónulega þjónustu. Innifalið í öllum meðlimakortum: Er þjálfun í tækjasal undir leiðsögn þjálfara sem útbýr sérsniðna æfingaáætlun fyrir þig, fylgir þér eftir í salnum, stillir tæki og leiðbeinir þér í hvert skipti sem þú kemur að æfa. Einnig eru fjölbreyttir hóptímar í boði, aðgangur að heilsulindinni þar sem boðið er upp á herðanudd í heitu pottunum og handklæði í hvert skipti sem þú kemur. Í heilsulindinni eru tveir heitir pottar, tvær ilmgufur ásamt slökunarlaug. Úti á veröndinni er sauna og heitur pottur ásamt sólbaðsaðstöðu. NordicaSpa er einnig með nudd- og snyrtistofu og fá meðlimir 10% afslátt af öllum líkams- og snyrtimeðferðum. Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar 06:30 Lokað námskeiðGunnar Már Fitubrennsla Niki Lokað námskeið Gunnar Már Herþjálfun Patrick Lokað námskeið Gunnar Már 07:30 Lokað námskeiðGunnar Már Þrekhringur Fjóla Lokað námskeið Gunnar Már Þrekhringur Fjóla Lokað námskeið Gunnar Már 08:30 Spinning Begga Fitubrennsla Niki09:00 Leikfimi Marta Leikfimi Marta 20-20-20 Fjóla Qi gong Viðar09:30 Þrekhringur Gunnar Már Þrekhringur Gunnar Már10:00 Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Body Attack Guðrún María10:30 11:05 PallabrennslaGunnar Már Pallabrennsla Gunnar Már Laugardagsfjör Jóhannes 12:05 Body PumpHrafnhildur Spinning Marta Spinning Marta Yoga Sigríður 13:00 16.30 Lokað námskeiðGunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már 17:30 SpinningSvava Body Pump Hrafnhildur Body Attack Guðrún María Spinning Begga 18:30 Lokað námskeiðGunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már 19:30 YogaKatrín Sigurðardóttir Pilates Kolbrún Jónsdóttir Yoga Katrín Sigurðardóttir Pilates Kolbrún Jónsdóttir Láttu þér líða vel Samkvæmt nýjustu tölum koma út fjórar nýjar plötur sem beinlínis eru tímasettar til að koma fyrir almenningseyru á Jazzhátíð Reykjavíkur. Blik Andrésar Þórs Gunnlaugssonar gít- arleikara og Mæri píanistans Árna Heiðars Karlssonar koma báðar út um þessar mund- ir hjá útgáfufélaginu Dimmu, sem nú um stundir skartar fjölbreyttustum útgáfulista íslenskrar djasstónlistar. Margir djasslista- menn hafa gengið til liðs við Dimmu undan- farið og má nefna, auk þeirra Andrésar og Árna, saxófónleikarann Sigurð Flosason sem hefur nú tvær nýjar plötur tilbúnar til útgáfu seinna á árinu; aðra með sönglögum í flutn- ingi Egils Ólafssonar og Ragnheiðar Grön- dal og hina með nokkrum laga sinna í stór- sveitarbúningi Daniels Nölgaard í flutningi Nordbottens-stórsveitarinnar sænsku. Ekki má gleyma Agnari Má Magnússyni sem mun gefa út plötu með tónlistinni sem hann hljóðritaði á tónleikum Jazzhátíðar í fyrra ásamt þeim Bill Stewart og Ben Street. Er þá aðeins fátt eitt talið af fyrir- ætluðum útgáfum Dimmu á næstunni. Trommuleikarinn Þorvaldur Þór er líka með nýja plötu og saxófónleikarinn Haukur Gröndal heldur sömuleiðis útgáfutónleika á þessari djasshátíð til að fagna útkomu Balkanbrjálæðisins Narodna Muzika. Nýjar plötur á Jazzhátíðinni Andrés Þór Gunnlaugs- son gítarleikari gefur út plöt- una Blik um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.