Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 13.08.2009, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 33 Ný tónleikamynd með hinum sáluga Michael Jackson verður heims- frumsýnd föstudaginn 30. október, þar á meðal í Smárabíói og Laugarás- bíói. Myndin nefnist This Is It og er framleidd af Sony Pictures og Sony Music í fullri samvinnu við umsjónarmenn dánar- bús Jacksons. Hún byggir á hundruðum æfingatíma sem og einstöku myndefni sem náðist baksviðs þegar popparinn var að undirbúa tónleikaröð sína í London. Í myndinni má sjá nokk- ur vel valin atriði í þrívídd, viðtöl við nokkra af nánustu vinum og samstarfsfélögum Jacksons auk þess sem hún varpar ljósi á stór- brotinn feril eins merkasta tónlistarmanns allra tíma. Jackson á Íslandi MICHAEL JACKSON Ný tónleikamynd með Michael Jackson verður sýnd á Íslandi í október. Hitakútur hefur gefið út smáskífulagið Palli Sveins sem er tekið af plötunni Ástin Míní. Lagið er ástaróður til flugvélarinnar Páls Sveinssonar TF-NPK og hefst það á því að vélin hefur sig á loft. Páll Sveinsson, trommari Í svörtum fötum, aðstoðaði Hita- kút við gerð plötunnar og var lagið einnig samið undir áhrifum frá honum. „Þó svo að það sé ekki verið að syngja um hann viður- kennum við að hann eigi smá í þessu lagi,“ segir Sigurjón Sveinsson úr Hitakúti. Hann segir að þetta sé í fyrsta sinn sem flugvél semji grunn að lagi. „Við settum hana fram- an á lagið og þá var þetta bara komið. Við vissum að svona ætti þetta að vera.“ Hitakútur fékk samþykki frá Þristavina- félaginu, Icelandair og Landgræðslunni til að nota nafn vélarinnar í laginu, sem hefur hljómað bæði á Rás 2 og Suðurlandi FM undanfarna daga. -fb Flugvél í nýju lagi Hitakúts HJÁ PÁLI SVEINSSYNI Hitakútur hjá flugvélinni Páli Sveinssyni sem er umfjöllunarefni lagsins Palli Sveins. Tónlistarmennirnir Klive og Oculus hafa verið valdir til þátt- töku í verkefninu Norðrinu sem snýst um að koma íslenskri tón- list á framfæri í Þýskalandi. Kira Kira og Gus Gus leiða verkefnið í september og október. Klive, sem gaf í fyrra út plötuna Sweaty Psalms, fer út á sama tíma og Kira Kira og verður þetta fyrsta tónleikaferð hans um Þýska- land. Oculus, sem hefur getið sér gott orð í danstónlistarheimin- um, ferðast síðan með Gus Gus. Þetta verður fyrsta skipulagða tónleikaferð hans. Tveir bætast við Norðrið KLIVE Úlfur Hansson, eða Klive, spilar í Þýskalandi í september ásamt Kira Kira. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breska hljómsveitin The Verve er hætt störfum í þriðja sinn. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan gítarleikarinn Nick McCabe sagði að bandið væri komið í frí. Nú er svo komið að McCabe og bassaleikarinn Simon Jones tala ekki lengur við söngv- arann Richard Ashcroft. Breska blaðið Mirror segir tví- menningana telja að Ashcroft hafi notað endurkomu The Verve til að auglýsa eigin sólóferil. Herma sögur að þeir séu alfar- ið búnir að gefa Verve upp á bátinn og hafi stofnað nýja hljómsveit. Hún heitir The Black Ships og upptök- ur á fyrstu plöt- unni eru þegar hafn- ar. Hættir í þriðja sinn BÚIÐ SPIL Hljómsveitin hans Richards Ashcroft, The Verve, er endanlega búin að leggja upp laupana. Nú í Loftkastalanum ! Sýningar hefjast 28. á gúst* * Miðaverð rennur óskert til söfnunar s em Edda Heiðrún, ásamt fleirum, ste ndur fyrir til uppbyg gingar á Grensásde ildinni. *Styrktarsýn ing Föstudaginn 28. ágúst kl. 20.00* Sunnudaginn 30. ágúst kl. 20.00 Föstudaginn 04. september kl. 20.00 Laugardaginn 05. september kl. 20.00 Fimmtudaginn 10. september kl. 20.00 Föstudaginn 11. september kl. 20.00 GRUMPY OLD WOMEN LIVE Leikfélag Akureyra r kynnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.