Fréttablaðið - 13.08.2009, Page 50
34 13. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
bio@frettabladid.is
G.I. Joe: The Rise of Cobra
var frumsýnd í gær. G.I.
Joe er ein margra mynda
undanfarið sem eiga sér
fyrirmyndir í leikföngum
og teiknimyndum. Neitar
nýjasta bíókynslóðin að
vaxa úr grasi? Við skoðuð-
um þessa nýju bíóhefð.
G.I. Joe-leikföngin voru fyrst gerð
af Hasbro árið 1964 og voru geysi-
vinsæl í Bandaríkjunum, sérstak-
lega á meðan Víetnam-stríðið varði.
Stóðu leikföngin þá fyrir hina
bandarísku hetju sem yfirvann allt
og varð fljótt merki um hinn full-
komna föðurlandsvin. Varð brúðan
hin fyrsta til að fá titilinn „Action
Figure“ og máttu strákar nú leika
sér með dúkkur, svo lengi sem þær
bæru þann titil. Árið 1985 urðu svo
til teiknimyndaþættir með hetj-
unni og nokkrum vinum hans. Þá
fór Hasbro í samstarf við Marvel-
teiknimyndasögurnar, ekki döluðu
vinsældirnar við það.
Það nýjasta í línu G.I. Joe er svo
að sjálfsögðu kvikmynd. Fjallar sú
um baráttu hópsins við vopnasalann
Destro og hin nýju samtök, Cobra.
Nýtur hópurinn nýjustu tækni og
varpar upp á tjaldið fjörugu ímynd-
unarafli þeirra sem eitt sinn léku
sér með fígúrurnar. Myndin er gerð
af þeim sömu og framleiddu Trans-
formers og er henni leikstýrt af
Stephen Sommers, sem þekktastur
er fyrir Mummy-myndirnar. Sienna
Miller, Channing Tatum og Dennis
Quaid eru meðal aðalleikara.
En Transformers og G.I. Joe er
bara nýjasta viðbótin í annars gott
safn mynda heimtra úr heimi leik-
fanga og teiknimynda. Ekki ber á
öðru en að nýjasta kynslóð kvik-
myndamanna sé heltekin af æsku
sinni. Turtles var nýlega mynduð
og er fyrirhuguð mynd með harð-
jaxlinum He-Man sem ber nafnið
Grayskull og er áætluð útgáfa árið
2011. Leikstjóri er John Stevenson
en hann hefur áður leikstýrt Kung
Fu Panda. Stelpudótið er einnig
vinsælt en bæði Barbie og Bratz-
dúkkurnar hafa getið af sér kvik-
myndir.
Ekki ber því á öðru en að bíógesti
sem og kvikmyndagerðarmenn í
Hollywood þyrsti í gamla dótið sitt
aftur. Menn verða að börnum á ný
þegar Transformers umbreytast,
He-Man ákallar Grayskull og G.I.
Joe teymið bjargar deginum. Þá er
bara að bíða eftir Thundercats.
kbs@frettabladid.is
Dótakassi heimsóttur á ný
Johnny Depp er hættur við að
leika í mynd um spænsku bók-
menntapersónuna Don Kíkóta
vegna mikilla
tafa á fram-
leiðslunni. Leik-
stjórinn Terry
Gilliam ætlaði
að hefja tökur
á myndinni
árið 2000 en
ekkert varð af
því, meðal ann-
ars vegna fjár-
hagsörðugleika.
Síðan þá hefur
myndin dregist
á langinn.
„Ég get stað-
fest að ég mun ekki vinna með
Johnny að Don Kíkóta. Hann
hefur bókað sig í helling af
öðrum myndum,“ sagði Gilliam.
Depp var á meðal þeirra sem
hjálpuðu Gilliam við að ljúka við
myndina The Imaginarium of
Doctor Parnassus eftir að aðal-
leikarinn Heath Ledger lést á síð-
asta ári.
Hættur við
Don Kíkóta
JOHNNY DEPP
Depp er hættur
við að leika í
mynd um bók-
menntapersónuna
Don Kíkóta.
Tafir hafa orðið á framleiðslu
söngleiksins Spider-Man: Turn
Off the Dark vegna fjárhags-
örðugleika. Höfundarnir eru
þeir Bono og The Edge úr U2
og er frumsýningin fyrirhuguð
á Broadway í New York í mars
á næsta ári. Verið er að leysa
úr peningaflækjunni og ekki er
talið líklegt að söngleikurinn
verði blásinn af þrátt fyrir að
kosta á bilinu fjóra til sex millj-
arða króna. Enn á eftir að ráða
í hlutverk Kóngulóarmannsins
en Evan Rachel Wood mun leika
Mary Jane og skoski leikarinn
Alan Cumming verður í hlutverki
illmennisins The Green Goblin.
Peningaleysi
tefur Lóa
TIL TORONTO Sólskinsdrengurinn Keli
undirgengst meðferð en myndin fer
á kvikmyndahátíð í nýrri alþjóðlegri
útgáfu. Hér sést einnig Jón Karl Helga-
son.
Sólskinsdrengurinn, heimildar-
mynd Friðriks Þórs Friðriks-
sonar um einhverfa strákinn
Kela, Þorkel Skúla Þorsteins-
son, verður á kvikmyndahátíð í
Toronto. Verið er að leggja loka-
hönd á alþjóðlega útgáfu mynd-
arinnar, en sú verður frumsýnd
á hátíðinni í september. Þá hefur
verið falast eftir myndinni á eina
stærstu og virtustu kvikmynda-
hátíðina í Asíu, Pusan í Suður-
Kóreu.
„Það er mikill heiður og gríðar-
leg viðurkenning fyrir myndina
að vera valin á jafn stóra og virta
kvikmyndhátíð og Toronto-hátíð-
in er,“ er haft eftir Margréti Dag-
mar Ericsdóttur, móður Kela
og framleiðanda myndarinnar,
í fréttatilkynningu. Margrét og
Keli eru stödd í Austin í Banda-
ríkjunum, en þar gengst sólskins-
drengurinn sjálfur undir svokall-
aða RPM-meðferð.
Myndin var sýnd í upphafi árs
á Íslandi og fékk góðar móttökur
hvarvetna. Hún fylgir í kjölfar A
Good Heart, kvikmyndar Dags
Kára, sem einnig verður á hátíð-
inni. - kbs
Sólskins-
drengurinn
til Toronto
BREGST EKKI Snake
Eyes, leikinn af Ray
Park, er hluti af hinu
óviðjafnanlega teymi
G.I. Joe. Getur hann allt
sem leikfangið getur?
M
YN
D
/M
O
VIEW
EB
Fyrirtækið Disney hefur tryggt sér réttinn
til að kvikmynda nýja útgáfu dagbókar Önnu
Frank. Leikstjóri og handritshöfundur verður
David Mamet sem hefur á ferli sínum leikstýrt
myndum á borð við State and Main, Spartan og
Heist. Hann var einnig tilnefndur til Óskarsins
árið 1998 fyrir handrit sitt að Wag the Dog.
Við gerð myndarinnar mun Mamet styðjast
við hina frægu dagbók og leikrit þeirra Alberts
Hackett og Frances Goodrich. Þeir sömdu einn-
ig handrit kvikmyndar um Önnu frá árinu 1959
í leikstjórn George Stevens. Hún var tilnefnd til
átta Óskarsverðlauna og hreppti þrenn.
Anna Frank var ung gyðingastúlka sem hélt
dagbók á meðan hún faldi sig ásamt fjölskyldu
sinni uppi á háalofti í Amsterdam. Sagan vakti
heimsathygli eftir að dagbók Önnu leit dagsins
ljós eftir síðari heimsstyrjöldina. Síðan þá
hefur frásögnin verið þýdd á fjölda tungumála
víða um heim við miklar vinsældir.
Leikstjórinn Mamet er með fleiri járn í eld-
inum því að í desember leikstýrir hann sínu
fyrsta leikriti á Broadway sem nefnist Race.
Dagbók Önnu Frank í bíó
ANNA FRANK Ný kvikmynd byggð á dagbók Önnu Frank er í
burðarliðnum í leikstjórn Davids Mamet.
Föstudaginn 21. ágúst heldur Kvikmyndir.is
sérstaka miðnæturforsýningu í Laugarás-
bíói á nýjustu mynd Quentins Tarantino,
Inglourious Basterds. Myndin verður frum-
sýnd vestanhafs daginn eftir en hér á landi
verður hún frumsýnd þann 26. Myndin,
sem aðdáendur Tarantinos hafa beðið eftir
með mikilli eftirvæntingu, segir frá banda-
rískri herdeild sem er send inn á mitt yfir-
ráðasvæði Þjóðverja í seinni heimsstyrj-
öldinni til þess að drepa eins marga þýska
hermenn og hún mögulega getur og brjóta
niður liðs-andann í hernum. Með helstu
hlutverk fara Brad Pitt, Eli Roth, Chris-
toph Waltz, Daniel Brühl, Til Schweiger,
Diane Kruger og Mélanie Leurent.
Basterds á miðnætti
INGLORIOUS BASTERDS
Nýjasta mynd Tarantinos verður sýnd í Laug-
arásbíói á miðnætti 21. ágúst.
Jack White, Jimmy Page og The
Edge úr U2 í sömu hljómsveit?
Allavega í sömu mynd. It Might
Get Loud fylgist með gítarhetj-
unum eiga gott spilerí saman og
einnig sést hvað gerist eftir að
leiðir skilur. Er markmiðið að
skoða hvaða áhrif samstarfið
hefur á þessa ólíku en leiðandi
tónlistarmenn og veitir myndin
innsýn í líf tónlistarmannanna.
Leikstjóri heimildarmyndar-
innar er Davis Guggenheim en
hann hefur áður leikstýrt
heimildarmynd um Barack
Obama, A Mother‘s Promise og
An Inconvenient Truth. Myndin
var sýnd á Sundance-hátíðinni í
janúar en er frumsýnd vestan-
hafs á morgun. - kbs
Gítarhetjur> FORSAGA JARFA
Leikarinn Hugh Jackman stað-
festi á dögunum þann orðróm
að næsta kvikmyndin um hetj-
una Wolverine yrði að miklu leyti
tekin upp í Japan. Þar verður farið í
forsögu Jarfa og fylgst með honum
þar sem hann ferðast til Asíu til
þess að nema
heimspeki
Asíubúa og
bardagalistir
þeirra.