Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 59

Fréttablaðið - 13.08.2009, Side 59
FIMMTUDAGUR 13. ágúst 2009 43 FORMÚLA 1 Þjóðverjinn Michael Schumacher vill ekki útiloka þann möguleika að snúa aftur í Formúlu 1 þó svo honum hafi ekki tekist að snúa aftur núna vegna meiðsla. Schumacher er fertugur að aldri og lagði hjálminn á hilluna árið 2006 eftir gifturíkan feril. Þegar Felipe Massa slasaðist alvarlega á dögun- um var hann boðinn og búinn að taka við af Massa en meiðsli á hálsi, sem hann varð fyrir er hann datt á mótorhjóli, útilokuðu möguleikann á endurkomu. „Ég var meira en til í að keyra og hjálpa Ferrari-liðinu en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Schu- macher á blaðamannafundi í gær. „Það er ekki fyrr en í bílnum sem það kemur í ljós hvort maður er orð- inn nógu góður til að keyra. Ég get ekki neitað því að þessi niðurstaða er gríðarleg vonbrigði fyrir mig en ég er í mjög góðu líkamlegu formi. Það var ekkert mál að keyra bílinn enda er mér það eðlislægt. Ég var fljótur að finna taktinn en sársauk- inn í hálsinum var samt til staðar,“ sagði Þjóðverjinn svekktur. „Ég trúi á örlögin og trúi því að mér hafi verið ætlað að lenda í þessu slysi,“ sagði Schumacher sem játaði að hafa verið örlítið hikandi þegar hugmyndin um endurkomu hans var fyrst nefnd. - hbg Schumacher svekktur að geta ekki keyrt fyrir Ferrari: Schumacher útilokar ekki að reyna aftur síðar SVEKKTUR Schumacher segir það vera vonbrigði fyrir sig að geta ekki leyst Massa af hólmi. NORDIC PHOTOS/AFP 499kr. FIMMTUDÖGUM Ódýrt í matinn á Tilboðið gildir alla daga Tilboðið gildir alla daga 4 4 4 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.