Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 2
SAMVINNAN 6. HEFTI 'l/Jm L euna ocj (jeinia SAMVINNAN flytur að þessu sinni á forsíðunni mynd af Huldu skáldkonu. Hún andaðist fáum mánuðum eftir að minnzt var aldarafmœlis föður hennar, Benedikts á Auðnum, hins ágœta sam- vinnuhöfðingja. Enda þótt Hulda vœri ekki forvígismaður samvinnustefnunnar í venjulegum skilningi, var hún henni nátengd sakir œttar og uppeldis. Hún er sprottin upp úr hinum mikla andlega gróanda, sem þreifst í skjóli samvinnu- hugsjónanna í Þingeyjarsýslu á síðasta fjórðungi 19. aldarinnar. Um mörg ár stóð hún fyrir einhverju myndarlegasta og gestrisnasta kaupfélagstjóraheimili á landinu. Þykir því vel hlýða, að hún skipi að þessu sinni öndvegið í tíma- riti samvinnumanna. í þessu hefti er einkarþörf hugvekja eftir hinn gjörhugula og farsœla búhöld, Kristinn Guölaugsson á Núpi. Hefur prentun hennar því miður dregizt úr hömlu fyrir tilviljun eina. en efnið er bundið við voryrkju og sumargróður. ★ AÐALFUNDUR S. í. S. var haldinn á Blönduósi að þessu sinni, dagana 4.—6. júlí. Með því að þetta hefti Samvinn- unnar var komið í prentun, er fundinum lauk, verður aðeins birt ágrip fundar- gerðarinnar að þessu sinni, en ágrip af skýrslum forstjóra og reikningar verða væntanlega birtir í næsta hefti, sem á að koma út í september. Eins og fundargerð aðalfundar ber með sér, hefur S. í. S. nú miklar og margþættar framkvæmdir á prjónunum. Einkum má nefna hina stórhuga fyrir- ætlun um aukna ullarvinnslu í landinu, olíuverzlun og bifreiðaverkstæði á sam- vinnugrundvelli í Reykjavík, frystigeymslu og kaldhreinsunarstöð fyrir lýsi. Sam- vinnufélögin hafa um margra ára skeið rekið mikil og þjóðnýt iðnfyrirtæki. Með hinum fyrirhuguðu framkvæmdum auka félögin þann reksti^r stórlega og sækja fram á nýjum sviðum iðnaðar og við- skipta. ★ ÞEGAR fyrri heimstyrjöldinni lauk, voru flestir þeirrar trúar, að mikil frið- aröld væri í nánd, allur ágreiningur þjóða milli mundi jafnaður á friðsam- legan hátt að beztu manna yfirsýn. Hinir sigruðu voru afvopnaðir, og sigurveg- ararnir kepptust við að afvopnast eða takmarka vígbúnað sinn. Nú er öldin önnur. Fjórtán mánuðir eru liðnir, síðan Þjóðverjar gáfust upp. Friðarsamningar — ef um samninga væri að ræða — eru ekki hafnir enn svo heitið geti. Og undirbúningsfundir, sem fulltrúar hinna sigrandi stórvelda hafa efnt til, hafa ekki verið til þess fallnir að vekja vonir manna og trú á frið og öryggi í framtíðinni. ★ AFVOPNUN heyrist nú varla nefnd á nafn. Jafnvel smáþjóðir, sem hart voru leiknar í ófriðnum virðast vera staðráðn- ar í að vígbúast svo sem þær mega. Svo er t. d. um Norðmenn. Þeir kaupa hergögn af Bretum, herskip og flugvélar. Þeii' eru Atlantshafsþjóð og siglingaþjóð eins og Bretar, enda gera þeir sér Ijóst — nú, að þeir hljóta að standa og falla með Bretum í framtíðinni, ef til ófriðar dregur, enda þótt þeir kjósi vitanlega sátt og vináttu við allar þjóðir. Hið sama gildir Danmörk, Niðurlönd og Svíþjóð líka, þótt landfræðilega séu Svíar nokkuð á annan veg settir en hin Norðurlöndin. ★ FLUGVÖLLURINN í Reykjavík var afhentur íslenzkum stjórnarvöldum til fullrar eignar og umráða laugardaginn 6. júlí. Hafa Bretar þannig í einu og öllu efnt heit þau, er þeir lýstu yfir, þá er her þeirra gekk hér á land, að íslendingum forspurðum 10. maí 1940. Slíkir atburðir eru sízt til þess fallnir að auka vináttu þjóða á milli, en samt mun óhætt að fullyrða, að Bretar hafi áunnið sér óskipta virðingu og velvild íslendinga, er þeir hverfa héðan að fullu og öllu eftir sex ára hersetu. ★ REYK J A VÍ KURFLU G V ÖLLURINN er mikið maxmvirki bæði að rennibrautum, flugvélaskýlum, síma- og loftskeytakerfi, auk ógrynnis af hermannaskálum við út- jaðar vallarins. Þá hefur völlurinn þá sjaldgæfu aðstöðu að liggja við skjól- — S AMVIN N AN 6. hefti, júní 1946. Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjöm: Jónas Jónsson. Jón Eyþórsson. Sími: 6258 Afgreiðslustjóri: Konráð Jónsson, Sambandshúsið, Reykjavík. Sími: 1080. Verð árgangsins, 10 hefti, kr. 15,00. V______________________________J sælan fjörð, þar sem er hin ákjósanleg- asta höfn fyrir sjóflugvélar. Fyrir flug- samgöngur innan lands er vallarstæðið að flestu leyti mjög ákjósanlegt, þótt æskilegt hefði verið, að það væri lítið eitt fjær borginni.. Hitt er annað mál, hvort fært sé eða æskilegt að stækka völlinn eða auka rennibrautir, svo að stærstu millilanda- flugvélar séu öruggar að lenda þar. Um það hafa þegar spunnist nokkrar deilur, en ekkert mun afráðið í málinu. ★ Keflavíkurflugvöllurinn er sýnu stærri en Reykjavíkurflugvöllurinn — og land- rými mikiö, óbyggt og mishæðalítið þar í grennd. Þar lenda nú hinar stærstu flugvélar allar, sem koma við á ís- landi. — Fyrir flugferðir innan lands væri Keflavíkurflugvöllurinn vitanlega alveg óhæfur vegna fjarlægðar frá Reykjavík. ★ Eins og drepið er á annar staðar í þessu hefti, hætti ég héðan af störfum við útgáfu Samvinnunnar, sem ég hef tekið nokkurn þátt í um tvö og hálft ár undanfarið. Vil ég því að lokum nota tækifærið til að tjá þeim Jónasi Jónssyni og Guðlaugi Rósinkranz þakkir mínar fyrir ánægjulegt og vinsamlegt samstarf þennan tíma. Enn fremur hugsa ég hlý- lega til prentaranna í Eddu fyrir við- kynningu og samstarf, einkum nafna Sigurjónssonar, sem annast jafnan um- brot Samvinnunnar, Jóns Þórðarsonar verkstjóra og Stefáns Traustasonar vél- setjara, sem oftast hafa haft með hönd- um setningu ritsins þann tíma, er ég hef verið við útgáfu þess. J. Ey. 162

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.