Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 29
6. HEFTI SAMVINNAN „Já, hún er orðin sæmileg til útivinnu. ■— En innan bæjar og í fjósinu, hvernig er hún þar?“ „Hún er námfús og fljót að átta sig,“ sagði Kari með semingi, — „og hún er sterkari en ég hélt. Stelp- an er ekkert illa gefin að því leyti, ef hún vildi nota gáfurnar á réttan hátt ....“ „Hefur þú orðið annars vör?“ „Nei, Hún fer varlega í sakirnar. En sá dagur mun koma, að hún sýni innræti sitt. Slíkt bregzt aldrei." „Satt er það, en þá mun það koma í ljós, að þér hef- ur missýnzt um hana,“ sagði Hjálmar. 14. KAFLI. Elín í Elfargörðum. Aníta varð fegin hverri stund, sem hún fékk að vera úti í skógi. Á síðkastið hafði það verið í hennar verkahring að fara þangað. Ein nýbæran var höfð heima við, til þess að hægt væri að mjólka hana um uriðjan daginn. Nú var farið að beita henni aftur í skóginn, og það kom í hlut Anítu að fara með hana á uiorgnana. Karí vildi líka láta halda auga með kún- um í haganum. í skóginum upp af Hlíðarbænum var gömul náma, sem eitthvert félag hafði stofnað til og i'ekið um hríð. Þar efra voru góðir kúahagar, en ekki uieð öllu hættulausir vegna námuopsins. Stpndum komu kýrnar seint heim á kvöldin, og þá varð Aníta oftast að fara til að sækja þær. Þegar hún vissi, að árengnum var óhætt heima og Lubbi skokkaði með henni, — þá var Aníta létt í lund. Að morgninum átti hún stundum samleið með Elínu, húsfreyju í Elfargörðum. Þá fannst henni, sem hún væri í sátt við allt og alla í sveitinni, því að Elín masaði alveg eins við hana og hvern annan um vinnubrögð, kýr og sitthvað fleira. Hún sagði Anítu líka margt um kýrnar og kenja þeirra. Svo spurði hún ævinlega eftir Áka litla. Aníta hafði oft tekið hann með sér niður að Elfargörðum. „Finnst þér Áki efnilegur?“ spurði Aníta einu sinm. „Geðjast þér alveg sérstaklega vel að honum?“ „Já, hvernig ætti annað að vera,“ svaraði Elín með hlýrri og móðurlegri rödd. „Han er alveg indæll, ang- inn litli. Svo er hann svo þægur, skemmtilegur og greindur og geðþekkur í alla staði. Þú mátt sannar- iega láta þér þykja vænt um hann. Það mætti marg- ur öfunda þig.“ „Já, .... en hann er nú .... óskilgetinn,“ sagði Aníta með hægð. Hún átti erfitt með að láta orðið út úr sér, en samt fannst henni hún mega til að segja það. „Þvættingur, stúlka mín,“ sagði Elín, stuttaralega. „Ekki á aumingja barnið sök á því. Annars skal ég iíka segja þér, að það verða oft vænstu mennirnir." „Geðjast Ingimar líka vel að honum?“ spurði þá Aníta. „En sú spurning! Auðvitað. Ingimar er mesta barnagæla, skal ég segja þér, og öll börn hænast &ð honum.“ »Og gömlu hjónin?“ „Mamma, þú veizt nú sjálf, hvernig hún lætur með hann.“ „Ég átti nú aðallega við Tómas“. „Pabbi, já, .... hann er nú ekki margmáll. Fyrr- um var hann bæði stoltur og upp með sér, og þá hætti honum líka til — ef satt skal segja — að vera nokkuð harðlyndur og dómhvatur líka.“ Elín stundi við og hristi höfuðið. „En slíkt hefnist fyrir. Það er víst. Og það veit hann líka nú orðið.“ „Við hvað áttu?“ spurði Aníta. Hún horfði fast á Elínu með eftirvænting og for- vitni. Elín andvarpaði aftur. „Þú ert ekki ættuð héðan, svo að þú veizt það auð- vitað ekki, og svo er nú langt um liðið. — Svo er mál með vexti, að ég átti systur, Anna hét hún, indælis stúlka. Hún var tveim árum eldri en ég. Svo giftist hún manni, sem faðir minn vildi hvorki heyra né sjá, og þá varð hún að fara burtu. Það kann satt að vera, að hún hefði getað valið sér betra mannsefni, en hvað skal segja, þegar ástin er annars vegar. En pabbi var harður eins og steinn. Honum var ekki að ýta. Hann sagði, að hún skyldi sjálfa sig fyrir hitta, ef hún gifti sig gegn vilja hans, hún skyldi ekki framar stíga fæti á sitt heimili. Við það sat líka, og nú er hún dáin fyrir mörgum árum. Eftir að hún hafði verið nokkur ár í hjónabandinu, skrifaði hún föður okkar og sárbað hann um leyfi til að koma heim og heilsa upp á ættingja sína. Hún átti þá eitt barn og langaði ákaft til að mega sýna okkur mömmu það. En heldurðu að pabbi hafi látið und- an, enda þótt hún sendi mynd af sér og litlu stúlk- unni. Nei, það var nú eitthvað annað. Hann hafði útskúfað Önnu, og útskúfuð var hún alla tíð, vesal- ingurinn. Mamma frétti ekki látið hennar, fyrr en margar vikur voru liðnar frá því að hún dó.“ Elín var farin að gráta. „Þegar ég rifja þetta upp, get ég orðið bálreið við pabba,“ sagði hún kjökrandi. „En nú er hann samt orðinn allur annar maður.“ „Á hvern hátt hefur honum hefnzt fyrir þetta, eins og þú sagðir áðan?“ spurði Aníta feimnislega. „Jú, það skal ég segja þér. Ég hef orðið að gjalda misgerða hans, enda þótt ég gréti og bæði hann eins vel og ég gat að útskúfa systur minni ekki. En þann- ig er það, að syndir feðranna koma fram á börnun- um í fjórða og fimmta lið. Það er víst og satt.“ „Hvernig þá?“ „Þegar Áki var dáinn og Anna rekin burtu, þá var ég ein eftir og varð einkaerfingi, þó að guð sé mitt vitni, að ég hefði unnað Önnu að fá sinn skerf af heilum hug. Hún var líka elzt okkar systkinanna. En úr því sem komið var, vonaðist pabbi — og við Ingir,rar líka — eftir því, að við mundum eignast son, sem gæti tekið við jörðinni eftir okkur, — eða dóttur að minnsta kosti. Ég hefði nú vonazt eftir að eignast ekki færri en þrjú eða fjögur börn. En ég á ekkert. Anna eignaðist börn, ein þrjú eða fjögur, — ég veit ekki einu sinni, hve mörg börn einkasystir mín átti! — En ég eignaðist ekkert. Nú erum við þarna, fjórar gamlar manneskjur, á Framh. 189

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.