Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 5
6. HEFTI SAMVINNAN JDNAS GUÐMUNDSSDN: Stjórnarskrá Frakklands i. Það mun hafa komið flestum á óvart er franska þjóðin feldi hið nýja stjórnarskrárfrumvarp með um 2 milj. atkvæða mun. Stjórnarskrárfrumvarp þetta var samið af sérstöku stjórnlagaþingi sem kosið var til nokkru eftir að Frakkar höfðu tekið við stjórn í landi sínu á ný. Á því þingi voru kommúnistar stærsti flokkur- inn, þá jafnaðarmenn og loks kristilegir lýðveldis- menn eða flokkur Bidaults, sem verið hefir að und- anförnu utanríkisráðherra í Frakklandi. Þetta stjórn- lagaþing hafði það hlutverk að fara til bráðabirgða með stjórn ríkisins og semja nýja stjórnarskrá fyrir franska lýðveldið. Þegar í upphafi kom til árekstra milli de Gaulle, <sem verið hafði foringi frjálsra Frakka á stríðsár- unum og kommúnista, og endaði sú deila með því að de Gaulle varð að láta af völdum, en einn aðalmaður franskra jafnaðarmanna tók við stjórn. í stjórn hans áttu sæti 3 aðalflokkar stjórnlaga- þingsins. Eftir langa setu tókst loks að fá samþykkt nýtt stjórnarskrárfrumvarp en að samþykkt þess í stjórnlagaþinginu stóðu ekki nema jafnaðarmenn og kommúnistar. Kristilegir lýðveldismenn voru á móti frumvarpinu. Atkvæðamunurinn í þinginu var mikill hugfast, að í þeim efnum verða menn alltaf að gera það góða ennþá betra. Mannaskipti við Samvinnuna. Um síðustu áramót hætti Guðlaugur Rósinkranz að vera ritstjóri Samvinnunnar, og með þessu hefti tíma- ritsins lætur Jón Eyþórsson líka af ritstjórnarstörf- um. Er mér mikil eftirsjón að þessum mönnum. Guð- laugur Rósinkranz hafði með ferðum sínum til flestra samvinnufélaga óvenjulega mikla kynningu á sam- vinnustarfinu um allt land, auk þess sem hann er eljumaður hinn mesti. Um Jón Eyþórsson er það að segja, að hann stendur í fremstu röð sinna samtíðar- manna sem náttúrufræðingur og rithöfundur. Hefur hann, síðan hann kom að Samvinnunni, átt, eins og Guðlaugur Rósenkranz, mjög mikinn þátt í að gera Samvinnuna að útbreiddasta og mest lesnu tímariti hér á landi. J. J. því nærri lætur að hver þessara flokka réði um y3 þingmanna. II. Ástæður kristilegra lýðveldismanna fyrir því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu voru aðallega tvær. Önnur var sú að afnema átti efri deild þingsins og gera þingið að einni deild aðeins. Hin var sú, að í frumvarpinu voru ákvæði sem heimiluðu stjórninni að taka í sínar hendur allt vald í landinu „ef hætta vofði yfir Frakklandi,“ og þótti Bidaults og hans flokki þetta svo ógætilegt ákvæði og töldu að það mætti túlka á þann hátt að óbilgjörn stjórn gæti hvenær sem væri tekið að sér einræðisvald. Kommúnistar héldu mjög fast í þetta ákvæði og jafnaðarmenn féllust á að það yrði lögfest. En stjórn- stjórnarskráin skyldi leggjast undir þjóðaratkvæði. Allir bjuggust við því að þeir % hlutar stjórnlaga- þingsins, sem stóðu að samþykki stjórnarskrárinnar, myndu hafa nægilegt atkvæðamagn úti á meðal þjóðarinnar til þess að samþykkja frumvarpið og það kannske einkum vegna þess að það voru jafnaðar- menn og kommúnistar, sem að því stóðu. Þeim fylgja hinar fjölmennu verkalýðsstéttir Frakklands fyrst og fremst. Þeir notuðu og óspart frídag verkalýðsins, 1. maí 1946, til áróðurs fyrir samþykkt stjórnarskrárinnar. En allt kom fyrir ekki. Stjórnarskrárfrumvarpið var fellt með um 2 miljóna atkvæða mun. Jafnaðarmenn og kommúnistar biðu ósigur en Kristilegir lýðveldis- menn unnu stórsigur. III. Afleiðingin af þessu varð svo sú, að nýjar kosn- ingar urðu að fara fram og nú enn til nýs stjórnlaga- þings. Þær fóru fram 1. júní s. 1. og úrslit þeirra urðu í fullu samræmi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Kristi- legir lýðveldismenn unnu mjög á og bættu við sig um 20 þingsætum en hinir töpuðu og þó einkum jafnaðarmenn. Kommúnistar héldu atkvæðamagni sínu og töpuðu aðeins 2 þingsætum. Úrslitin urðu þessi þegar ekki eru tekin með þingsætin utan Frakk- lands og Korsíku. Kristilegi flokkurinn ................ 160 Kommúnistar .......................... 146 165

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.