Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 17
6. HEFTI SAMVINNAN skipinu þangað til 14. júní. Þá sá skipstjóri aðra mynd af veðrinu fyrir norðan land: Sunnan hlýindi sólskin og smáskúrir. — Nú var ekki beðið boðanna að sækja vörurnar, enda góð tíð og gott færi. Gauti segir, að þá hafi orð- ið minnistæður fögnuður yfir því að fá björg í búin, en ekki síður yfir sigrinum. Og ég vildi, að ég hefði getað brugðið upp fyrir ykkur glöggri og sannri mynd af deginum, þegar Mývatnssveitarlestin fór suður hjá Geitafelli. Það voru rétt innan við 40 hestar og sleðar í lestinni, en heldur færri menn. Sumir með 2 hesta- Höfðu allir gist úti í Hverfi. Þeir fyrstu komu til okkar um hádegisbilið og héldu svo áfram að tín- ast að utan hingað fram. Þeir tóku allir frá austan við ána og komu heim með hestana og gáfu þeim heima, töfðu fram undir kvöldið, en fóru svo allir upp yfir um nóttina í góðu veðri og góðu fæd. — Þá var bjart yfir brúnum manna, allra jafnt, þó að þeir væru með misjafnlega ljósar brár. Alls stað- ar sama öryggið í svipnum og sjálfstraustið. Það mætti nú kannske segja, að það hefði ekki verið neitt nýtt, þótt Mývetningar væru frískir í ferðalagi, en nú höfðu þeir alveg sérstaka ástæðu til þess að vera léttlyndir og láta fjölina fljóta. Þær verða aldrei tölum taldar héðan af þær glaðværu endur- minningar, sem ég á frá þeim árum, er umferðin var mest um Geitafell. Og þegar hún hvarf með öllu, þá var það heimilinu mikið tap, þrátt fyrir margs- lagaðan átroðning, fyrirhöfn og útlát, sem alltaf var verið að tala um af Mývetningum, að þeir gerðu hér, en ekkert var annað en vitleysa, og mér liggur við að segja ósanngirni af þeim eða skilningsskortur gagn- vart mér. Það er enginn efi á því, að við nutum ýmissar fræðslu og eignuðumst ný sjónarmið við það að kynnast þeim og lifa í þeirra félagsskap eina og eina kvöldvöku eða stund úr degi. — Þar að auki borguðu þeir í verði, eða á ýmsan annan hátt, ef eitthvað hefur verið greitt fyrir þeim. Þetta var nú útúrdúr. Ég var að minnast dagsins, þegar stóra lestin fór suður hjá. Ég hef aldrei séð mann, sem mér hefur þótt eins fallegur og mér sýndist Pétur á Gautlöndum þenn- an dag, og þannig sé ég hann ætíð í huga, þegar ég minnist hans. Ég man hver það var, sem sagði við föður minn um daginn, að honum litist líklega á það að fá allann hópinn heim. „Já, ég er oft búinn að hlakka til þess í vetur að fá að sjá hann“, sagði pabbi. Seinna fékk hann sendingu frá hópnum, kaffi og sykur og bréf frá Pétri með henni. Þar segir hann föður mínum, að hann þurfi ekki að láta sér detta í hug, að nokkur þeirra hefði efast um, að hann hefði sagt satt um daginn. Þeir vissu það allir, að enginn hefði meiri ástæðu til þess að gleðjast af komu varanna heldur en hann, og getur hver og einn dregið sínar ályktanir af þeessum orðum bréf- ritarans, sem ég held að aldrei hafi fengið það orð, að hann hafi farið með fleipur. Og allt var þetta bréf hlýtt og alúðlegt, eins og þau voru öll bréfin frá honum. Það þarf ekki að hugsa lengi um þetta mál til þess að sjá, að það er eins og Gauti segir: Það er sigurinn, sem menn glöddust mest yfir. Ætli svip- urinn hefði ekki verið annar og lundin þyngri, þó matarækin hefðu verið jafnmörg og jafn stór, ef þau hefðu verið fengin af náð eða með einhverjum afarkostum? Ég er hræddur um það. Nú mundu ein- hver ráð með að fá vörurnar fluttar, meðan ekki hamlaði ís. — Gunnlaugur Snorrason. TEIKNING AF SAFNÞRÓ Þessi mynd átti að fylgja grein Þóris Baldvins- sonar í síðasta hefti Samv. (bls. 133), en hafði fallið úr af vangá. Eins og greint er á myndinni, er stærð- in miðuð við 9 nautgripi. Innanmál er 400X230 cm., dýptin 200 cm. og hæfileg veggþykkt 25 cm. Um nauðsyn safnþróa og byggingu þeirra hefur margt verið ritað og víða. Verður það ekki endurtekið hér. Kostnaður fer mjög eftir staðháttum, og er meiri hluti hans oftast fólginn í aðdráttum á efni og vinnu. — í grein Þ. B. var einkum brýnt fyrir bænd- um að velja safnþrónni þannig stað, að eigi stafaði óþrifnaður af þeim í fjósi eða á bæjarhlaði — eins og sums staðar vill við brenna. Á hitt var líka bent, hvert peningagildi húsdýraáburður sé í raun og veru, miðað við erlendan áburð. En þess ber jafnframt að gæta,' að húsdýraáburður er nauðsynlegur sumum gróðri og jarðvegi, svo að erlendur áburður getur ekki ætíð og alls staðar gert sama gagn. Þess má og geta — til gamans og fróðleiks — að í Reykjavík og víða í grennd við gróðurhúsahverfi sunnan lands, er húsadýraáburður margfallt dýrari en tilsvarandi gildi af tilbúnum áburði. Á þeim slóðum þarf enginn að láta sér detta í hug að fá eitt sæmilega úti látið bíl- hlass af kúamykju fyrir minna en 100 krónur og þar yfir, ef langt þarf að flytja! Þar er húsdýra- áburður því dýr og eftirsótt verzlunarvara, hvað sem hinu efnafræðilega áburðargildi líður. 177

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.