Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 8
SAMVINNAN 6. HEFTI Ef horfum viö til baka, i hugann flýgur margt, sem hugljúft er að minnast; í gleymsku fellur vart, þá rifjast upp hið liðna, sem okkur er svo kœrt og ýmsum hefur gleðina í ríkum mœli fœrt. Við nema skulum staðar við lítinn bóndabœ í björtu mánaskini, þá fold er hulin snœ. Við göngum inn í bæinn, í gegnum lágar dyr, þar gluggar eru smáir og þykkir veggirnir. Við Itíum yfir gólfið, þar öörnin reisa borg; þau búa glöð að sínu og þekkja enga sorg, en amma gamla i rúminu prjónar sokkinn sinn með sumarljóð á vörum og gleðibros um kinn. Hér heyrast engar raddir um hefnd og bræðravíg, um hnefarétt þess sterka og opinn sprengjugig, sem vekur hryggð hins aldna, en viðbjóð œskumanns og varpar þungum skugga á bjartar vonir hans. Sem sól á júlimorgni, svo björt og hlý og hrein, helli árdagsgeislum á dögg og blómarein, hún litur yfir fjöruga, litla hópinn sinn; það Ijómar gleði i augum og roða slœr á kinn. Við lampann situr bóndinn og les um víkingsknör, sem löður hafsins klýfur i útlaganna för, um löngu gengnar hetjur, sem báru i brjósti öt, en brostu þó og ortu, unz Ijóðið dó á vör. Höndin vinnulúna er hörð og œðaber; hér er það, sem gesturinn skilur bezt og sér, að starfið, það er lífið, að lífið, það er starf, lífsins dýrsta gjöfin, sem barnið tók í arf. Nei, lífsins dýrsta gjöfin er Ijósblik kœrleikans, sem lyftir sál til hœða og stjórnar verkum manns, sem flytur skuggablómið í dagsins geisla-glans, göfgar einstaklinginn og virðir réttirin hans. Við heyrum rokkinn suða sem hjali öldugráð, þá höndin mjúka og nœma strýkur sléttan þráð. Hér á gleðin óðal og eining samastað. Er þá nokkuð til, sem er meira virði en það? Hvað húsfreyjuna dreymir við saumaborðið sitt við sjáum ekki gjörla, en skynjum aðeins hitt: hún gætir vel að öllu og glœðir neistann þann, sem göfgar hverja hugsun og þroskar innri mann. Ennþá getur kvöldvakan boorið sama blœ, ef björgum góðum venjum, en köstum ekki á glœ. Ef haldast þétt í hendur eining, ást og traust, þá andar hlýtt í bœnum, þó vetur skerpi raust. Við þekkjum ennþá gamla og unga iðjuhönd, sem eldinn lífgað getur, þá vetur herjar lönd, sem miðlar, vermir, grœðir og treystir tryggðabönd, unz tœmist stundaglasið við ódauðleikans strönd. Sn. G. 168

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.