Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 6. HEFTI að taka þátt í stofnun félagsins. Þeir fundu síður en aðrir til ókosta verzlunarinnar. Voru í góðum efnum sumir hverjir, voru eins nálægt Akureyri eins og Húsavík, höfðu óbundnar hendur efnalega og ' voru heldur ekki eins staðbundnir með verzlun sína á Húsavík og þeir, sem nær bjuggu þeim verzlunar- stað. Þar að auki var hann brennandi áhugamaður Kaupfélagsins og lét ekki sitt eftir leggja til að sýna verzlunarstjóranum á Húsavík, að hann væri ekki þurfinn fyrir neinar vörur úr verzlun hans. Hann neitaði konunni sinni um að senda fáa aura fyrir höfuðkamb úr verzlun Þórðar. Hann skyldi ekki vera þurfinn fyrir viðskipti við hann. — Á Vaði í Reykjadal bjó á þeim árum, sem verið var að safna hlutabréfum . K. Þ., Jón Sigurðsson frá Stafni, bróðir Tómasar, er þar bjó, og Guðna í Brenniási. Hann var fátækur með fjölda barna á heyskaparlitlu heiðarkoti, drykkjumaður nokkur og bar þá dálítið á honum stundum, en allt var það í góðu. Hann var þá bara orðinn ærslafullur unglingur í annað sinn. Það var nú svo, að það voru varla aðrir en efnamennirnir, sem tóku fleiri en eitt hluta- bréf, það fannst hinum fátæku ekki hægt. En gamli Jón á Vaði sagðist taka þau tvö, þetta væri ekki nema 2 gemlingsverð, og hann hefði þá séð í iljarnar á öðru eins áður. Hann langaði til, í allri sinni fátækt og basli, að styrkja þessa tilraun til umbóta á hög- um almennings. Hann var einn þessi gamli, góði, óheflaði íslendingur með traustar og góðar taugar og hjartað á réttum stað. — Ég held, að full ástæða hefði verið til þess að geta um Friðrik Guðmundsson frá Austur-Grímsstöðum, tengdason Jakobs Hálfdanarsonar. Hann var hjá Jakob bæði fyrstu haustin 1882 og 1883, hans önnur hönd bæði við að afhenda pöntunarvörurnar og þó sérstaklega við það að gera upp reikningana, bæði út á við og til hvers einstaks félagsmanns. Við þá vann hann með Jakob fram undir jól bæði árin, og var það mikils virði fyrir Jakob og honum nauðsyn- legt að fá slíka hjálp. — Eins og allir hljóta að sjá og skilja, var ekki unnt að rita svo „Sögu Kaupfélags Þingeyinga", að ekki yrði sagt frá andstöðu Þórðar Guðjohnsens og hans harðskeyttu árásum á félagið og einstaka menn, og er óhætt að segja, að um það atriði sé ritað af mikilli kurteisi, eins og höfundarins var von og vísa. Þó hefði mér þótt vænt um, að eitt atriði í því sam- bandi hefði komið í ljós. Það var mörgum árum seinna. Guðjohnsen var fluttur til Hafnar og búinn að vera þar í nokkur ár, búið að senda honum „Leysing“ Jóns Trausta og hann að finna efni henn- ar snerta sig og viðskipti sín við Kaupfélagið, búinn að brjóta til mergjar þau sjónarmið, er hrundu kaup- félagshreyfingunni á stað, því að ekki vantaði gáf- urnar, og búinn að sjá félagið vaxa og dafna á grund- velli samvinnunnar. Þá var hann eitt sinn staddur á Húsavík og mætir Benedikt á Auðnum á götunni. Þá réttir hann Benedikt höndina og segir: „Eigum við nú ekki að leggja niður vopnin?“ „Jú, sagði Benedikt, „þau eru víst líka orðin bæði sljó og ryðguð“. Þetta lýsir manninum líka. Hann vildi vera sáttur við héraðsbúa eftir stormasama sambúð um skeið. Einn af erfiðleikum þeim, sem Kaupfélagið átti við að stríða á fyrstu árum þess, var meðal annars, hversu erfitt var að koma á framfæri og fá prent- aðar blaðagreinar um verzlun og hugsjónir félagsins. Ritstjórar blaðanna þorðu ekki að birta þær. Þeir töldu vera svo varasamt að skrifa um þess konar mál. Það væri kallað atvinnurógur, og hann varðaði við lög. Þar að auki væru þær of langar, og lesendur blaðanna hefðu engan áhuga fyrir þessu máli, það myndi því spilla fyrir blaðinu. Sumar greinarnar voru teknar og þá dregið úr þeim eftir geðþótta rit- stjóranna. Það var nú varla um aðra að gera en Þor- leif Jónsson alþingismann, sem þá var ritstjóri Þjóð- ólfs. Valdimar Ásmundsson, ritstjóri Fj allkonunnar, vildi ekki taka þær í sitt blað. Sumar greinarnar voru sendar heim aftur. — Á þeim árum var Jón í Múla þingmaður. Hann fór suður með þrjár greinar um verzlun og kaupfélagsmálin. Ein greinin var svar til Guðjohnsens móti greinum, sem hann var búinn að rita um málið. Hann var ekki í neinum vandræð- um að fá rúm í blöðunum fyrir sín sjónarmið. — Þorleifur var í vandræðum með þessar greinar, sem Jón var með. Reyndar var nú þetta allt saman satt, sem í greinunum stóð, en það fyllti að mestu leyti rúm blaðanna í heilli sendingu, og lesendunum mundi þykja þær einhæf og strembin fæða. — Jón í Múla var nú ekki á því að gugna við að koma þeim á prent, og niðurstaðan varð sú, að Þorleifur gaf út sérstakt aukablað af Þjóðólfi, miklu stærra en venjulegu blöðin, með öllum greinunum og engu öðru. Undir einni greininni stóð Snorri Oddsson. Það var nú gamli Þórður ekki lengi að sjá, að hann væri nú bara leppur. Það var ómögulegt, að hann hefði sjálfur skrifað þessa grein. Það var svarið til hans sjálfs. — Mér finnst ég sjá helzt til víða í „Sögu Kaupfélags Þingeyinga“ letur á milli línanna, sem gefi til kynna, að aðalstyrkur Kaupfélagsins hafi allt af verið í Mývatnssveit. Það er alveg rétt, að engin sveit átti eins marga ágætismenn í fararbroddi þess félagsskapar bæði heima í sveitinni sjálfri og ýmsa, er flutzt höfðu þaðan eða voru ættaðir úr Mývatns- sveit, á þeim árum, þegar verið var að stofna félagið og koma því á fastan fót. — „Og undra mætti það alla menn, hve afturkast langt má halda“, segir eitt góðskáldið okkar. Ég held ég treysti mér til þess að rökstyðja það, en það heyrir ekki þessum línum til. Það hefur verið sagt um blessað gamla landið okkar, að það væri land andstæðnanna. Annars vegar nóttlaus voraldar veröld með sól í fangi, blóm við barm og bros á vanga norður í heimi. Hins vegar harðindi, eldgos og ís og dimmar skammdegis nætur, kaldar bæði og langar. Það liggur nærri, að manni detti þessar andstæður í hug, er hann minn- ist allra þeirra ágætu kaupfélagsmanna, sem í Mý- vatnssveit hafa verið, frá því félagið var stofnað og fram á þennan dag, og svo aftur hins, sem Kaup- félagið hefur orðið að þola öðrum börnum hennar og búa við frá þeim. Kaupfélagið var ekki gamalt, 174

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.