Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 30
SAMVINNAN Frá aðalfundi S. í. S. Aðalfundur S. í. S. var haldinn að Blönduósi 4. til 6. júlí. Kaupfélag Húnvetninga er á þessu ári 50 ára, og var Blönduós valinn fundarstaður af þessu tilefni. Á fundinum voru mættir alls 79 fulltrúar frá 47 sambands- félögum, ásamt núverandi forstjóra S.Í.S. og framkvæmdastjór- um ásamt stjórn S. í. S. og fyrverandi forstjóra og fram- kvæmdastjórum. Stjórn Kaupfélags Húnvetninga bauð öllum fundarmönnum til kaffidrykkju að kvöldi föstudags, og enn fremur var fundar- mönnum boðið á afmælishátíðahöld Kaupfélags Húnvetninga laugardaginn 6. júlí. Pyrverandi forstjóri, Sig. Kristinsson, og þeir framkvæmda- stjórarnir Jón Árnason og Aðalsteinn Kristinsson, sem allir létu af störfum um síðast liðin áramót, lögðu fram skýrslur um störf Sambandsins á árinu, sem leið, og jafnframt reikn- inga síðast liðins árs. Sýndu reikningar Sambandsins rekstur- afgang 1.400.000 krónur. Samkvæmt tillögu stjórnarinnar var samþykkt, að þeirri upphæð allri yrði varið til uppbótar- greiðslu til félaganna í hlutfalli við viðskiptamagn þeirra við Sambandið, og gengi uppbótin öll inn á stofnsjóðsreikninga fé- laganna við S. í. S. Öll sala Sambandsins á síðast liðnu ári nam 94 milljónum 647 þúsund krónum. Sala Sambandsæélaganna var samtals 158 milljónir króna, og er það 14'/2 milljón meira en árið áður. Pélagsmenn í Sambandsfélögunum voru í árslok 25.297, og hafði þeim fjölgað um 2.290 á árinu. Að loknum skýrslum og afgreiðslu reikninga liðins árs var fráfarandi forstjóra og framkvæmdastjórum þakkað fyrir öll þeirra miklu störf í þágu samvinnufélaganna undanfarin ár, og voru þeir Sig. Kristinsson, Jón Árnason og Aðalsteinn Kristinsson einróma kjörnir heiðursfélagar Sambandsins. Vilhjálmur Þór flutti mjög ýtarlega og eftirtektarverða ræðu um framtðarstörf og fyrirætlanir Sambandsins. Skýrði for- stjórinn frá mörgum framkvæmdum, sem undirbúnar væru, þar á meðal þessum: 1. Hið nýja skip Sambandsins mundi að öllu sjálfráðu verða fullsmíðað og afhent Sambandinu í byrjun ágústmánaðar og þá þegar hefja siglingar til landsins á vegrnn Sambandsins. 2. í sambandi við bílumboð S. í. S. fyrir General Motors væri ákveðið, að Sambandið nú á næstunni reisti stórt við- gerðarverkstæði í Reykjavík. Samkomulag er orðið milli Sam- bandsins og Samvinnufélagsins Hreyfils í Reykjavík um, að þessir tveir aðilar stofni með sér félag til að reka verkstæðið á samvinnugrundvelli. Verður hlutdeild hvors aðila helmingur. 3. Undirbúningur hefur verið gerður að byggingu nýtizku frystigeymslu í Reykjavík, þar sem aðal-kjötmarkaður lands- ins er. í sömu byggingu verður einnig komið fyrir fullkominni aðstöðu til reykingar matvæla og til pylsu og matargerðar. Byggingaframkvæmdir verða hafnar, strax og byggingaleyfi fást afgreidd. 4. Ákveðið hefur verið að bygja fullkomna kaldhreinsunarstöð 6. HEFTI fyrir lýsi. Áætlanir eru fullgerðar en staður enn ekki endan- lega ákveðinn. 5. Mikill undirbúningur hefur farið fram að auknum ullar- iðnaði. Merkilegar tilraunir hafa verið gerðar í verksmiðju Sambandsins, Gefjunni, með vélaaðgreiningu á íslenzkri ull, þannig að fína ullin er skilin frá þeirri grófu. Þótt tilraunum þessum sé eigi lokið, má telja, að þegar hafi náðst mikill árangur. í sambandi við ullariðnaðinn bar stjórnin fram svohljóðandi tillögu, sem samþykkt var einróma. „í framhaldi af athugunum þeim og rannsóknum, sem Sambandið hefur látið fara fram undanfarið um mögu- leika til aukins ullariðnaðar í landinu, ákveður fundur- inn, að Ullarverksmiðjan Gefjun á Akureyri verði stækkuð, svo að hún geti unnið úr helmingi af ullar- framleiðslu landsmanna. Pundurinn felur einnig stjórn- inni og framkvæmdastjóra að láta sem fyrst ljúka at- hugunum, sem nú standa yfir um möguleika á bygg- ingu nýrrar verksmiðju, er unnið gæti vörur til út- flutnings úr hinum helmingi ullarinnar". 6. Vátryggingarstarfssemi er undirbúin, svo að gert er ráð fyrir, að hún geti hafizt 1. sept. n k. Verður annazt um bruna- sjó- og bílatryggingar. 7. Oliuverzlun. Fyrir forgöngu Sambandsins var 14. júní stofnað félag til þess að annast innflutning og heildsölu á benzíni og olíum. Hefir Sambandið tryggt aðstöðu til kaupa á olíum og benzíni með heimsmarkaðsverði, en taldi rétt að hafa samstarf við olíusamlög um heildsöluna til þess að þessi starf- semi yrði sem víðtækust og sterkust. Byrjunarhlutafé er 975.000 kr. Hefur Sambandið og sam- bandsfélögin skuldbundið sig til að leggja fram 500.000 kr., en Olíusamlag Vestmannaeyja, Olíusamlag Keflavikur, Samvinnu- félag útgerðarmanna, Norðfirði, og tvö togarafélög 350.000 kr. Öðrum olíusamlögum og olíunotendum er gefinn kostur á að bætast í hópinn. Ætlað er, að olíufélagið hefji starfsemi sína bráðlega. Frjáls verzlun. Frá stjórn Sambandsins var eftirfarandi til- laga samþykkt með samhljóða atkvæðum: „Fundurinn lýsir yfir þeim skilningi, að aðeins með frjálsri og haftalausri verzlun verði bezt leystar verzlun- arþarfir fólksins í landinu. Því beinir fundurinn þeirri áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar, að öll höft á innflutningsverzlun, sem ekki eru óumflýjanleg vegna milliríkjasamninga, verði strax felld úr gildi. Meðan einhver innflutningshöft eru við líði, gerir fundurinn þá kröfu, að úthlutun innflutningsleyfa, hvað Sambandið og samvinnufélögin snertir, verði í hlutfalli við innflutningsmagn þeirra á matvörum, sem ekki hafa verið takmarkaðar að undanförnu". Þremur félögum var veitt innganga í Sambandið. Voru það: Kaupfélag Hafnarfjarðar, Hafnarfirði, Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík, Kaupfélag Verkamanna, Vestmanneyjum, að upp- fylltu skilyrði. Stjórnarkosning: Formaður S. í. S. Einar Árnason, endur- kosinn. í stjórn voru kosnir: Þorsteinn Jónsson kaupfél.stj. Reyðarfirði, og Jakob Frímannsson kaupfél-stj. Akureyri. í fundarlok flutti formaður Sambandsins Kaupfélagi Hún- vetninga þakkir fyrir ágætan aðbúnað við fundinn. Jafnframt árnaði hann Kaupfélagi Húnvetninga allra heilla í tilefni hálfrar aldar afmælis þess Risu fundarmenn úr sætum og hylltu félagið. 190

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.