Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 21
6. HEFTI SAMVINNAN Tryggingastofnun ríkisins Niðurl. IV. Atvinnuleysistryggingar. I lögunum um alþýðutryggingar er all langur kafli um atvinnuleysistryggingar. Er þar gert ráð fyrir, að ríki og sveitarfélög styrki atvinnuleysissjóði stétta- félaga, sem stofaaðir kynnu að verða, eftir ákveðnum reglum. Sá ljóður er á, að enn, 10 árum eftir að lögin komu til framkvæmda, hefur enginn sjóður verið stofnaður eftir lögunum. Verður því ekki fjölyrt um þessa löggjöf, en auðsætt er að leiða þarf málið inn á aðrar brautir og koma skipulagi á atvinnuleysis- tryggingarnar. V. Sérstakir lífeyrissjóðir Með alþýðutryggingarlögunum frá 1936 var lífeyris- sjóður embættismanna og ekkna þeirra, svo og lífeyris- sjóður barnakennara og ekkna þeirra lagðir undir stjórn Tryggingastofnunar ríkisins og hefur Trygg- ingastofnun ríkisins síðan annast reikingshald og daglega afgreiðslu, en sérstakar stjórnir voru skip- aðar yfir sjóðina með lögum nr. 101 frá 1943 um Líf- eyrissjóð starfmanna ríkisins, og rann þá lífeyris- sjóður embættismanna inn í hinn nýja sjóð, og lög- um nr. 102 frá 1943 um lífeyrissjóð barnakennara. Lög þessi, sem öðluðust gildi 1. júlí 1944, höfðu í för með sér mikla breytingu á fyrirkomulagi þessara tveggja sjóða. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins nær nú til allra fastráðinna starfsmanna ríkissjóðs auk starfs- „Ég ætla að búa til tesopa handa þér, William Huws“, sagði hún. Nálægt klukkustundu síðar gekk William Huws aftur út, og John Dafis fylgdi á hæla honum. Þeir gengu út að hliðin, og þar nam John Dafis staðar. „Jæja, komdu svo hingað undir eins og fógetinn er búinn að koma“, sagði hann. „Hér er nóg húsrýmið, garðbletturinn ekki svo lítill, og ég er viss um, að við getum haldið í horfinu, svona í sameiningu". William Huws gekk á burt, þögull og boginn í baki. John Dafis tók aftur til við að stinga upp garðinn. Elin sneri sér aftur að þvottinum. í plómutrénu, í einu horni garðsins, sat þröstur og söng fullum hálsi. Og sólin hélt áfram að skína. Gunnlaugur Pétursson, þýddi. 10 círci manna ýmissa opinberra stofnana, sem sjálfstæðan fjárhag hafa og mun tala sjóðsfélaga nú nema um 1300 eða um tvöföld tala sjóðfélaga lífeyrissjóðs em- bættismanna. Sjóðseign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem nam um 3% milj. kr. í árslok 1944 mun nema nálægt 6.0 milj. kr. við reikningsuppgjör 1945. Iðgjöld til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nema nú 10% af heildarlaunum sjóðsfélaga og greiða þeir % hluta þeirra en atvinnurekandi %. Iðgjöld til líf- eyrissjóðs embættismanna námu áður 7% af laun- um sjóðfélaga samkv. launalögunum frá 1919 og greiddu sjóðfélagar þau öll. Þá bryttist réttindafyrirkomulagið, þannig að elli- lífeyrir og örorkulífeyrir miðast nú við starfsaldur og meðallaun síðustu 10 starfsáranna og getur hæðst orðið 60% af þeim, ekkjulífeyrir getur orðið hæðst 40%, en auk þess er greiddur barnalífeyrir með börnum dáinna sjóðfélaga eða sjóðfélaga, sem eru orðnir öryrkjar og getur hann orðið nú um kr. 2.500,00 á ári með hverju barni, ef annað foreldra er á lífi, en allt að kr. 4.000,00, ef bæði foreldri eru látin. Iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóðs barnakennara og réttindafyrirkomlag er með sama hætti og í lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins. Sjóðfélagar þar eru nú um 400 og er það álíka fjöldi og áður. Sj óðseign lífeyrissjóðs barnakennara, sem nam í árslok 1944 tæplega kr. lx/2 milj., ætti í árslok 1945 að vera orðin röskar 2 milj. Árið 1938 var stofnaður lífeyrissjóður ljósmæðra, sem tryggir flestum lögskipuðum ljósmæðrum eft- irlaun. Eru sjóðfélagar í honum um 170, en eftir- launa njóta nú um 60 ljósmæður. Sjóðseign lífeyris- sjóðs ljósmæðra nemur nú um kr. 70 þús., en sjóður- inn starfar að mestu með framlagi ríkissjóðs. 1. júlí 1944 tók til starfa lífeyrissjóður hjúkrunar- kvenna, sm nær til allra starfandi hjúkrunarkvenna á landinu, en starfsemi hans er á byrjunarstigi. Sjóðfélagar eru um 100, en lífeyris nýtur engin. VI. Heildaryfirlit. Heildarreksturskostnaður Tryggingarstofnunar rík- isins, þ. e. almennur skrifstofukostnaður, innheimtu- laun o. fl. nam árið 1944 ca. 870 þús. kr., en frá stofnun Tryggingarstofnunarinnar og til ársloka 1944 hefur hann numið samtals kr. 3.053.108. Allar eignir Tryggingarstofnunar ríkisins og þeirra sjóða, sem eru í vörzlu hennar námu um síðustu áramót lauslega áætlað um 44 milj. kr. eins og eftir- farandi sundurliðun sýnir: 181

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.