Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 24
SAMVINNAN 6. HEFTI Nú skyldu þeir fá fyrir ferðina! Hann leit út úm gluggann. Jú, átti hann ekki koll- gátuna! Þarna stóð einn sláninn á skemmutröppunum. Hjálmar læddist hljóðlega ofan stigann. Þegar hann gekk um anddyrið, heyrði hann braka í svefnbekkn- um í eldhúsinu. Agnes var sjálfsagt að forvitnast um, hvað væri á seyði. í sama bili og hann kom út á tröppurnar, sá hann það, sem hann hafði lengi búizt við, en samt vonað í hjarta sínu, að ekki ætti eftir að koma fyrir: — Skemmuhurðin opnaðist hægt og hljóðlega og sláninn smeygði sér inn fyrir ... Hjálmari féllust hendur eitt andartak. Svo eldroðn- aði hann, hnyklaði brúnirnar og vægðarlaus hörku- svipur færðist yfir andlitið. Jæja ... ! Svona var hún þá eftir allt saman ... ! Og til að bæta gráu ofan á svart var það tartari, sem hún lagði lag sitt við. Þetta var enginn annar en Kalli flækingur, sem að lokum hafði hlotið umbun fyrir þrautseigju sína. Hjálmar gekk löngum skrefum yfir hlaðið og leysti hundinn. Hann þaut sem elding yfir að skemmunni og tók að gelta þar og hamast. Auðvitað mundu allir vakna á bænum við ólætin og horfa út um gluggann, en honum var alveg sama, úr því sem komið var. Hitt var furðulegt, að Lubbi skyldi ekki taka undir inni í skemmunni. Skyldi hann kannast svona vel við þorparann? Áður en Hjálmar var kominn alla leið að skemm- unni, opnuðust dyrnar og Kalli flækingur sentist öf- ugur út. Hann tók undir sig stökk niður af tröppun- um, en hundurinn læsti tönnunum í buxnaskálm- ina hans um leið. Kalli krossbölvaði, og var auðséð á öllu, að seppi hafði læst tönnunum gegnum bux- urnar í fótlegginn. Hann gat samt hrist hundinn af sér og undið sér yfir skíðgarðinn. En seppi var á hælum hans, og innan skamms þóttist Hjálmar heyra, að hann hefði náð föstu taki á flóttamanninum. Þá kallaði hann á hundinn, af því að hann var hrædd- ur um, að tartarinn mundi beita hnífnum til að losa sig. Tasso kom að vörmu spori, en sýnilega ófús að sleppa bandingjanum við svo búið. „Láttu hann eiga sig“, sagði Hjálmar og klappaði honum „Hann fékk á baukinn. En nú á hún, þarna inni, að fá ráðningu líka,“ tautaði Hjálmar og beit á jaxlinn. Reiði hans snerist meir gegn Anítu enn tart- aranum. Hann hratt upp skemmuhurðinni og snaraðist inn. Skemman var tóm. Hann nam staðar á miðju gólfi og litaðist um í ljósglætunni, sem lagði inn um dyrnar, — gluggi var enginn. Hann varð svo undrandi, að honum rann reiðin á svipstundu. Til vonar og vara þreifaði hann ofan í körfuna, sem drengurinn var vanur að liggja í, en hann var þar ekki. Þá heyrði hann Lubba gjamma einhvers staðar í fjarska. Hann gat ekki áttað sig á, hvaðan hljóðið kom, en Tasso stökk yfir að hesthúsinu, og þá þóttist Hjálmar vita, að hljóðið kæmi þaðan. Hann flýtti sér á eftir. Þegar hann tók í lokuna, fann hann, að hurðin var lokuð að innanverðu. Áður en lokan var dregin frá, heyrði hann rödd Anítu, skjálfandi af ótta: „Hver er þar?“ Myrkt var í hesthúsinu, svo að Hjálmar gat aðeins greint hana sem dökkleitan skugga, er hopaði á hæli fyrir honum. „Stígðu ekki ofan á drenginn“, sagði hún í aðvör- unarróm, „hann liggur hérna í básnum“. „Hvað er þetta . . . ! sagði Hjálmar. „Ert þú hérna?“ „Já“, svaraði hún. „Ég þorði ekki að sofa í skemm- unni í nótt. Ég bjóst við, að þeir kæmu. Um daginn sagði hann — ég vissi ekki hver það var — að hann skyldi brjóta læsinguna. Ég lét dyrnar standa opnar, svo að þeir gætu séð, að ég væri þar ekki, og héldu — ef til vill — að ég væri flutt.“ Ég hélt... “ tók Hjálmar til máls, en steinþagnaði allt í einu. En Aníta hafði gripið það samt. „Ég skil það,“ sagði hún beizkjulega. „Þið trúið mér til alls. — Ég var hrædd við þá — dauðhrædd — en ég er ennþá hræddari við ykkur — ykkur heima í bænum.“ „Okkur ... “ „Já, við þig og móður þína“. „Bull“, sagði Hjálmar bæði hryggur og reiður. „Því þá það?“ „Af því að þið eru þannig gerð. Þið eruð svo hræöi- lega fullkomin, af því að þið eruð svo vel stæð og þurfið ekkert að óttast. Þið lítið niður á hina aum- ingjana, sem eiga í alls konar basli, og ætlið þeim allt hið versta. Þið haldið, að þeir steli, Ijúgi eða hegði sér ósiðsamlega ..." Rödd hennar kafnaði í þungum ekka. Hjálmar var ráðþrota og vissi ekki, hvað hann ætti að segja eða gera. „Það er þess vegna, að ég er hrædd við ykkur“, hélt Aníta áfram í mikilli geðshræringu. „Þessir piltar vilja mér sjálfsagt illa, en þeir geta samt ekki gert mér neitt nema eyðileggja mannorð mitt, ef það getur versnað frá því, sem er, — en þið getið rekið mig burtu með drenginn, svo að ég eigi hvergi athvarf, og þið munduð gera það, ef þið hélduð ykkur hafa nokkra átyllu til þess.“ „Aníta...!“ sagði Hjálmar í umvöndunartón, en jafnframt hálfgerðum bænarrómi. „Jú, þið þurfið ekki annað en ímynda ykkur eitt- hvað, — og þá eruð þið jafnframt viss um, að það sé hárrétt, — allt, sem ykkur dettur í hug, hlýtur að vera rétt!“ „Aníta“, sagði Hjálmar og tók um herðar hennar, „nú gerir þú okkur rangt til“. „Ykkur rangt til... !“ Hún rak upp gremjuhlátur, sem lét óhugnanlega í eyrum Hjálmars. „Nefndu ekki snöru í hengds manns húsi, Hjálmar!“ „Aníta“, sagði Hjálmar í þriðja sinn, og rödd hans var nú orðin sefandi og hálfangurvær. „Þú ert rang- lát, Aníta, hvað sem öllu líður. Aldrei hef ég ásakað þig um neitt“. „Jæja“, sagði hún háðslega. „Nei, þú hefur ef til vill aldrei sagt neitt beinlínis, — það er víst ekki siður hér í sveit, — en þú ert samt jafnfljótur til að trúa ávirðingum á mig eins og hver annar“. „Það er ég ekki, Aníta. Því máttu trúa, enda þótt þú forðist að segja nokkuð um þig og þína hagi, 184

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.