Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 23
6. HEFTI SAMVINNAN Áður er sagt frá því, er ný kaupakona kemur að Hlíð í Bjargasveit. Þegar til kemur er þetta ung og pasturslítil stúlka, Aníta að nafni, sem auk þess hef- ur bæði ungbarn og hund í eftirdragi. Hún er komin þangað í hreinum misgripum, af því að Hjálmar, óð- alsbóndinn í Hlið, hefur skrifað rangt utan á bréf til ráðningaskrifstofunnar. Aníta fær að vera í Hlíð fyrir milligöngu Hjálmars, en Kari húsfreyja er henni mjög andvíg. Af tilviljun kemst Hjálmar að því, að Aníta hefur gott vit á hestum, eri annars vita menn engin deili á henni. Kvöld eitt fer hún í heimsókn að Elfargörðum og er þar vel tekið. Á heimleiðinni hittir hún Einar á Mýri og fylgir hann henni heim undir bæ í Hlíð. Hjálmar bóndi verður var við þetta og aðvarar Anítu. Kari húsfreyja hefur meitt sig í fæti og kennir Anítu um. Sigbritt í Vatnsbotnum kemur að Hlíð og hjálpar Kari innan bæjar. Hún er talin vera konu- efni Hjálmars. Við heyvinnu á túninu i Hlíð fælist hestur með rakstrarvél, og liggur við stórslysi. Öllum til undrunar tekst Anítu að stöðva hestinn og bjarga Janna bróður Einars á Mýri. — Við þetta eykst henni álit í bili. En svo verður henni á að slæðast inn á dansleik í hlöðimni á Mýri, og þykir það slík ósvinna, að Hjálmar skipar henni að fara tafarlaust heim. Nokkru síðar hverfur silfurskeið í Hlíð. Kari grun- ar Anítu og vill sækja sýslumanninn, en Hjálmar kemur í veg fyrir það. Kari sagði ekki neitt ákveðið, en var með sífelldar dylgjur, sem voru margfalt verri, og hún var napur- lega köld við Anítu. Henni fannst óþolandi ónota- bragur hvíla yfir heimilinu og liggja í loftinu. Skárst þótti henni, þegar morgunverkunum var lok- ið í eldhúsi og fjósi og hún gat farið til útivinnu á túninu, þótt hún gæti varla á heilli sér tekið af þreytu. Hjálmar var vinnuharður, vann sjálfur eins og víkingur, en gerði sér engan mannamun við vinnu- fólkið. Hjálmar leit meir til Anítu en hún hafði hugmynd um, og hann lét lítið á því bera, enda var hann sjálf- um sér gramur fyrir, hve annt honum var um velferð hennar. Hann gat ómögulega áttað sig á henni, . . . en hún var nú hans hjú og það var ljóður á ráði hennar — eða hafði verið að minnsta kosti. Það var honum ekki samboðið að hugsa meira um hana eða skipta sér frekar af henni en hinum vinnuhjúunum. En hann skyldi nú samt halda hlífiskildi yfir henni, meðan hún væri í vist hjá honum, hugsaði hann gremjulega, — hvort sem hún vildi eða ekki. Fram til þessa hafði hann ekki orðið annars var en hún vísaði á bug öllum biðlum, sem höfðu verið að flækj- ast þar, en skyldi annað verða uppi á teningnum, — þá ætlaði hann . .. Hvert skipti, er hann heyrði Tassó gelta að nótt- unni, leit hann út um gluggann, þótt oft væri hann sárgramur yfir ónæðinu. Hundurinn tók sjaldan til að gelta að ástæðulausu, en stundum gelti hann, þótt enginn væri að berja að dyrum hjá Anítu. Nú hafði ekkert borið til tíðinda síðustu næturn- ar, en hann þóttist viss um, að eitthvað mundi ger- ast á laugardagsnóttina, enda fór svo, þótt á annan veg yrði en hann hafði búizt við. Hjálmar hafði gengið bæjarleið með Sigbritt, en kom tiltölulega snemma heim um kvöldið. Hann var orðinn sárleiður á ónæðinu, sem strákarnir gerðu, og stórreiður yfir kjaftæðinu í nágrenninu. Það var svo sem ekki ný bóla, þó að strákar fjær og nær væru á hlaupum eins og asnar allar nætur, þegar ný stúlka kom í byggðarlagið, svo að slíkt var ekki tiltökumál. En enginn vissi deili á Anítu, og þess vegna var hvorki þrot né endir á kjaftæðinu. En nú ætlaði hann að vera á varðbergi og gefa þeim, sem færu að flækjast þangað, slíka ráðningu, að þeir mættu muna fyrst um sinn. Þegar hann kom heim, var allt með kyrrð og spekt á bænum, skemman lokuð og hundarnir hinir ró- legustu. Hann háttaði því og sofnaði þegar í stað. En um eitt leytið vaknaði hann við hundgá og rauk á fætur. 183

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.