Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 28
SAMVINNAN 6. HEFTI „Ertu það þá ekki ein,s og sakir standa,“ spuröi Hjálmar. Aníta hristi höfuðið. „Hvernig mætti það vera, eins og allir tala um mig og afflytja. Það er eins og allir hafi á mér vakandi 'auga og búist við að ég muni brjóta eitthvað af mér. Ég er meira að segja grunuð um að vera þjófgefin. Og enginn heldur, að ég sé til nokkurs nýt, — af því að ég er ekki nógu stór og digur.“ „Ætil nokkur hafi nú tekið svo til orða?“ „Já, Kari húsfreyja segir það. Ég er fákunnandi, — það er satt, — en hún heldur líka, að ég sé liðónýt, af því ég verð fljótt þreytt fyrsta sprettinn. En það hygg ég allir verði, sem óvanir eru, hversu stórir og sterkir þeir eru.“ „Sei, sei, já.“ „En ég er heilbrigð, ég hef aldrei orðið veik á ævi minni, og þó hef ég ....“ Hún steinþagnaði í miðri setningu, eins og hún átti vanda til, ef hún endrum og eins varð dálítið skraf- hreifin. „Hvað þá? Hvað hefur þú,“ skaut Hjálmar þegar fram í. „Ekki neitt. — Jú, ég hef verið mikið úti við — unnið í alls konar veðri“. „Hvaða vinnu?“ „Hjá frænda mínum,“ sagði Aníta. „Ég á við — unnið með honum.“ Hjálmar heyrði á öllu og skildi, að hún ætlaði ekki að ræða þetta mál frekar og meira yrði ekki veitt upp úr henni. „Þú hefur líklega ekki átt sjö dagana sæla hjá honum frænda þínum,“ bætti hann við til reynslu. Angurværum svip brá á andlit Anítu, en rödd hennar var mild og hlýleg, er hún svaraði. „Nei, ekki ævinlega kannske — ekki upp á síðkastið eftir að hann varð veikur. En það var ekki hans sök. Hefði hann lifað hefði margt verið öðruvísi. Betri maður hefur varla verið til, og ég er ekki ein til vitnis um það. Allir, sem þekktu hann segja hið sama.“ Hún þagnaði snöggvast og leit upp í limkrónu epla- trésins, eins og hún hefði séð svip bregða þar fyrir. „Hefði hann lifað, hefði allt orðið auðveldara, — enda þótt við ættum stundum erfitt,“ sagði hún með hægð. „Hann var alltaf bjartsýnn og sá alltaf eitt- hvað gott í öllum. Hann kenndi mér að vera þraut- seig og láta ekki bugast, — en mér gengur það ekki eins vel og honum“. Hún leit af trjákrónunni og beindi augnaráðinu að Hjálmari. „Hann hefði fráleitt verið ánægður með mig ævinlega,“ bætti hún við og varp öndinni mæðulega, „ég er ekki eins og hann og verð aldrei. Hefði hann verið hérna .... “ „Ja, hvað þá,“ spurði Hjálmar með eftirvæntingu. Hún hafði aldrei verið svona skrafhreifin um sína hagi, og því vildi Hjálmar reyna að halda henni við efnið, þó að hann hefði í sjálfu sér ekki mikinn áhuga fyrir að fræðast um frænda hennar. En hún hafði bersýnilega verið honum handgengin, og því gerði hann sér von um að verða einhvers vísari um fortíð hennar, svo að hann gæti gert sér rökstudda hugmynd um, hvernig hún væri sjálf í raun og veru. „Jú,“ sagði Aníta í þungum þönkum — eins og hún væri að hlusta á innri rödd, — hann mundi hafa sagt: „Barnið gott, hvað eiga þau að halda um þig? Mundu það, að fólk, sem lifir við aðrar aðstæður en við, hugsar líka öðruvísi. Kari húsfreyja er ekki vön að umgangast framandi fólk. Henni hlýtur að vera ami í því að vita ekki allt um þig frá blautu barns- beini. Við erum vön því að taka fólki eins og það er, án þess að spyrja, hvað það hafi verið og hvaðan það sé, en Kari húsfreyja hefur sína góðu kosti, ef til vill fleiri en fólk flest, þótt það sé þýðara í viðmóti. Gættu þess vandlega, þegar hún segir eitthvað, sem þér fellur illa, hvort hún hefir ekki nokkuð til síns máls — að minsta kosti frá sínum bæjardyrum. Og sýnist þér hún hafa rétt fyrir sér, þá taktu það til greina, — og sýnist þér það fjarri öllum sanni, þá vertu því fegin. Þegar öllu er á botninn hvolt, er það samvizka þín sjálfrar, sem er voldugasti dómarinn. Þú villt ekki láta aðra dæma þig — gættu þess að dæma þá ekki. Þetta hefur hann brýnt fyrir mér svo oft og mörgum sinnum, og ég reyni að hafa það hugfast. Stundum þegar mér finnst Kari húsfreyja óréttlát, finnst mér ég heyra hann tala til mín.“ „Hann hlýtur að hafa verið góður maður, hann frændi þinn,“ sagði Hjálmar. Það, sem hún hafði sagt, að þau frændi hennar hefðu verið vön að hitta fyrir framandi fólk, án þess að spyrja það um ætt og uppruna, hljóðfæraleikarinn, sem hún hafði talað við. og skynbragð hennar á hest- um — styrkti hann í þeirri skoðun, að frændi hennar hefði verið einhvers konar hestaprangari, á sífelldu ferðalagi frá einum hestamarkaði á annan. Hún hafði líka sagt, að hún hefði eiginlega aldrei átt heimili, og það gat bent til, að hann hefði farið lönd og strönd til að braska með aflóga hesta, án þess að hafa nokk- urn fastan dvalarstað. En sumt af því, sem hún sagði að lokum, virtist skjóta eitthvað skökku við. Hvernig gat maður af því tagi, sem hún hafði lýst, verið hestaprangari? Það var nærri því óhugsanlegt með öllu. Þegar öllu var á botninn hvolft, fór fjarri því, að hún hefði skýrt ráðgátuna fyrir honum. Hún virtist þvert á móti aldrei hafa verið flóknari. „Hann hefði tekið öllu með jafnaðargeði, ef hann hefði verið í mínum sporum," bætti Aníta við, — „en ég er ekki eins gerð og hann var. Einmitt af þvi að ég veit, að ég hef ekkert gert af mér, verð ég reið og gröm, þegar ég er höfð fyrir rangri sök. Hvers vegna þarf lífið að vera svona erfitt?“ Hjálmar horfði á hana og var hugsi. Átti hún þá svona erfitt? — Jú, líkast til. „Það ætti nú ekki að vera svo mjög erfitt,“ sagði hann til að reyna að hressa hana við. „Nei, ekki fyrir þig ....!„ svaraði hún og yppti ögn öxlum. Hún sagði þetta kæruleysislega, eins og slíkt væri vitað mál, sem ekki þyrfti að eyða orðum að. En ósjálfrátt sveið Hjálmar undan tilsvarinu eins og honum hefði verið greitt svipuhögg. Um kvöldið spurði hann móður sína, hvernig henni líkaði við Anítu. „Ja, um útivinnuna get ég ekki dæmt, það veizt þú bezt sjálfur," sagði Kari og fór undan í flæmingi. 188

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.