Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 15
SAMVINNAN 6. HEFTI Þegar tveir synir sveitarinnar fluttu til Húsavíkur og settu upp verzlun við hliðina á K. Þ. og kepptu við það í fullri alvöru um verzlun héraðsins. Sú verzlun, sem þeir fengu frá almenningi, hefði að lang mestu leyti lent til K. Þ. Ég veit ekki betur en bændur í Mývatnssveit gengju í ábyrgð fyrir gjaldinu, sem þeir guldu með fyrsta vöruslattann, sem þeir fengu. Og árlega var margt fé keypt fyrir þá í Mývatnssveit og rekið til þeirra. — Á þeim árum komu Mývetningar stundum við hjá mér á sumrin, þegar þeir fóru með ullina sína í kaupstaðinn. Eitt sinn sagði einn bóndinn mér, að ullin sín væri ólof- uð, og hann léti þann fá hana, sem borgaði hana hezt. Þetta var þó kaupfélagsmaður. Það hefði líka átt að svíða hverjum kaupfélagsmanni að vita um fjárhópa þá,sem fóru úr Mývatnssveit til fénda okk- ar inn á Akureyri í fjölda mörg ár. Ekki svo að skilja, að þeir væru nokkrir persónulegir óvinir okkar, kaupmennirnir, sem keyptu féð. En sérgæðishyggjan og samvinnustefnan berast á banaspjótum, eins hér á landi og annars staðar, og hver sú króna, sem kaupmenn græða, verður að öri á okkar málstað. Þess vegna máttu ekki Mývetningar selja þeim fé, svo að þeir söfnuðu auði. Þessi eru rök fyrir máli mínu. — Ég man eftir því, að eitt sinn á aðalfundi K. Þ. gerði annar endurskoðandi reikninganna, Þórir Steinþórsson, athugasemd við þá staðreynd, að pen- ingafúlgur, sem kæmu fyrir þetta kaupmannafé, væru venjulega lagðar inn í reikningana í K. Þ. litlu fyrir áramót, en þó fengju eigendur þeirra innstæðu- vexti af þeim eins og annarri innieign, og sæju allir hve hagfellt þetta væri fyrir félagið. Þessi athuga- semd endurskoðenda var lítið rædd. Það var eins og fulltrúaráðið þyrði ekki að taka hana til umræðu. Þó man ég, að Helgi á Grænavatni tók til máls og taldi rétt af Þóri að vekja athygli fundarins á þessu, en enginn fundarmanna tók til máls. Voru reikning- arnir bornir undir atkvæði og þeir samþykktir í einu hljóði. Á þeim árum kom ég eitt sinn í fjárhús til eins bóndans að vetrarlagi. Hann benti mér á tvær ær, veturgamlar, sem hann sagðist ekki hafa hleypt til. Ég sá, að þær voru heldur rýrari en hinar vetur- gömlu ærnar, en þó góðar og fallegar ær. Ég sagði við hann, að mér sýndust þær mundu hafa verið færar um að eiga lömb. Já, hann hélt það nú líka. há vissi ég nú ekki, því hann hefði þær geldar. En maður yrði að eiga einhverja skepnu æta, til þess að fæla ekki frá sér Akureyrar kaupmennina. Þetta var þá kaupfélagshugsjónin hans. Vel veit ég, að hann átti fé í Kaupfélaginu, máske tugi þúsunda. Og líklega ferst mér ekki að knésetja þennan mann. En þetta særði mig nú samt. — Á blaðsíðu 55 í „Sögu Kaupfélags Þingeyinga", kennir nokkurra missagna, líklega af ókunnleika höfundarins. Sérstaklega gætir þess í greinarkafl- anum með fyrirsögninni „Áhyggjur Jakobs“. Ég held, að hann sé ekki alls kostar nákvæmur. Segir Priðrik Guðmundsson frá áhyggjum Jakobs í „End- urminningum“ sínum, og er rétt að hann hafi orðið um stund. Honum segist svo frá á bls. 201: „Ég hef áður getið þess, að framkvæmdastjóri Kaupfélags Þingeyinga var Jakob bóndi Hálfdánar- son á Grímstöðum við Mývatn, og bjó hann þar búi sínu nokkur fyrstu árin, meðan félagið var að fær- ast í aukana, en varð auðvitað að sitja úti á Húsa- vík lengri og skemmri tíma um háverzlunar tíma- bilin. Húsakynni þau, er við höfðum sem framkvæmd- armiðstöð á Húsavík fyrir þennan félagskap, voru bæði lítil og ill fyrstu árin og matvara öll geymd í tjaldi. Það var því meiri en lítil hætta á, að eitt- hvað færi forgörðum, en það gat orðið mjög baga- legt, bæði efnahag manna og þó einkum framhalds- áhuga og staðföstu úthaldi. Haustið 1882 urðum við varir við það, að verið var að hnupla á nóttunni úr tjaldi því, sem matvaran var geymd í. Kom þá til sögunnar nýr liður til út- gjalda, en það var að kosta vökumann, en mjög var liðið á verzlunartíðina, og flestir höfðu fengið sína pöntun afhenta. Fluttum við því matarsekki þá, sem eftir voru óafgreiddir, inn í hússkrifli það, sem við höfðum aðalathvarí í, afréðum að segja lestum lok- ið fyrir það tímabilið, settum umsjónarmann til að gæta húskofans og leifanna og lögðum alfarnir á stað heimleiðis að Grímsstöðum. Ég hafði nokkra undanfarna daga veitt því eftirtekt, að Jakob var venju fremur fálátur, og nú var eins og hann hlakk- aði ekkert til að koma heim. Ég fór því einum þrem dögum áður en við afréðum að fara heim að graf- ast eftir því hjá honum, hvað honum íþyngdi, en hann var svo hræddur um, að horfið hefðu peningar og vörur úr vörzlum okkar meir en við héldum og það yrði óþægilegur þröskuldur á framtíðarvegi fé- lagsins. Allan þann tíma, sem við vorum á Húsavík, hafði Jakob fæði og húsnæði hjá konu þeirri, er mig minnir að héti Aðalbjörg, en bjó suður á svonefndum Stangarbakka. Þar sem ég var til húsa á Borgarhóli, var lítið til hliðar fyrir hann að koma við hjá mér þegar hann gekk til vinnu sinnar á morgnana, og urðum við oftast samferða út til vinnustöðvanna. Morguninn, sem við ætluðum að fara áleiðis heim, þá kemur Jakob ekki. Gekk ég þá suður á Stangar- bakka og hitti húsmóðurina, en hún segir mér, að hann væri í rúminu, myndi hann hafa vakað alla þá nótt og að líkindum fleiri nætur, og vildi hann ekkert um ástand sitt tala. Kona þessi var mjög stillileg. Hún þekkti Jakob nokkuð og sagði, að eitt- hvað lægi á honum eins og farg. Ég gekk inn til hans og byrjaði að tala við hann, en honum varð fátt til svara, sagðist ekki treysta sér til að fara heim svo langa leið og vildi fresta ferðinni einn eða fleiri daga. En ég var búinn að veita því nákvæma eftirtekt, að honum leið stöðugt verr og verr, og að einhver breyting var honum nauðsynleg, og þá fyrst af öllu að komast burt af Húsavík. Ég reyndi því allt, sem í mér fólst, til að fá hann á fætur og með mér heim á leið. — Ekki var til neins fyrir mig að reyna að fara í kringum hann. Skilningur hans var ólam- aður. Ég sagði honum því eins og mér bjó í brjósti, að hann væri of samvizkusamur og vantreysti sér of mikið, og eftir því sem ég vissi bezt, þá hefði ekkert gefið á félagsstjórnarfleytuna, enda væri auðgert að rannsaka það mál, þegar heim kæmi. — 175

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.