Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 6. HEFTI Reynslan frá Siglufirði. Vorið 1944 bar stjórn Sambandsins á aðalfundi á Akureyri fram tillögu, þar sem lögð var rík áherzla á að „sannir samvinnumenn" héldu saman gegn of- beldisathöfnum þeirra byltingarsinna, sem starfa kynnu í félaginu. Tillaga þessi mætti allmikilli mót- stöðu á fundinum frá þeim mönnum, sem þótti vænna um ofbeldið heldur en hina frjálsu samhjálp við lausn erfiðra mála, en að sjálfsögðu var tillagan sam- þykkt með miklum meirihluta. En ekki leið á löngu áður en reynslan sannaði, hvað bar á milli. Áki Jak- obsson, Þóroddur Guðmundsson og fleiri af þeirra samherjum, byrjuðu að beita skipulegu ofbeldi í kaup- félaginu á Siglufirði. Ráku þeir úr félaginu, stjórn, framkvæmdastjóra og félagsmenn í tugatali án alls tilefnis, nema þess að ná félaginu og eignum þess undir stjórn minnihlutans í félaginu. Hafa nú gengið dómar um málið, bæði í héraði og hæstarétti, og lokið svo sem við mátti búast, með fullkomnum ósigri Þórodds og félaga hans. Þóroddur gerði svo tilraun til að ná aftur valdi í félaginu, með því að smala inn nýjum félagsmönnum, sem ekki voru líklegir til að taka þátt í verzlun félagsins. En borgararnir í félag- inu úr Alþýðu-, Framsóknar og Sjálfstæðisflokkun- um stóðu enn saman um þetta atriði og hindruðu á- rás Þórodds Guðmundssonar með öllu. Má nú vænta þess, að Þóroddur og samherjar hans hætti þessum ófagra og þýðingarlausa leik og geri eitt af tvennu: Að hætta öllu ofbeldi í félaginu en stunda þar frið- samleg skipti eða hverfa brott úr félaginu og búa sér til sitt eigið byltingarheimili, þar sem þeir geta lifað og látið eins og þeim þykir sér henta. En þó að friður komist á með Siglfirðingum, sem vonandi er, þá hef- ur sú reynsla sem fengizt hefur í þessu máli á Siglu- firði, orðið óhrekjandi sönnun fyrir því, að byltingar- sinnaðir menn eru og verða hættulegir í samvinnufé- lögum, af því að þeir byggja starf sitt á ofbeldi og ó- friði, en ekki á friðsamlegri og réttlátri þróun. Hins vegar eru byltingarsinnar í svo vonlausum minni- hluta í landinu, að það er beinlínis ámælisvert fyrir samvinnumenn að láta þá hafa nokkur ráð á þessum vettvangi. Og ef reynsla Siglfirðinga yrði til að opna augu allra ráðsettra og sæmilegra félagsmanna í kaupfélögunum fyrir þeirri staðreynd, að þeir geta aldrei leyst vandamál félaganna með aðferðum Þór- odds Guðmundssonar, þá hefði uppreistin í Kaupfé- lagi Siglfirðinga orðið til nokkurs góðs. Gistihúsmálin. Mjög er hörmulega statt í gistihúsmálum landsins. Vantar á flestum stöðum bæði húsnæði og fólk, sem kann að taka á móti gestum. í Reykjavík er ástand- ið beinlínis óviðunandi, og sama má segja um marga aðra minni staði, þar sem gestir verða að lifa á bón- björgum hjá einstökum mönnum til að fá þak yfir höf- uðið nótt og nótt í senn. Kaupfélag Eyfirðinga hefur gerzt brautryðjandi í þessu efni með gistihússbygg- ingu sinni. Húsið er mjög rúmgott, húsaskipun þægi- leg, húsbúnaður einfaldur og myndarlegur og reglu- semi hin mesta undir stjórn Jónasar Lárussonar. Tekst honum, eftir því sem frekast verður komið við á íslandi, að halda áfengi burtu frá sínu húsi. Hótel KEA leysir að miklu leyti gistihúsmál Eyfirðinga. í Reykjavík er nú áformað að byggja stórt hótel, með framlagi ríkis og bæjar. Verður sennilega að beita þeirri aðferð víðar. En ánægjulegt væri, að samvinnu- félögin gætu sem allra víðast ráðið fram úr þessum vanda fyrir sína félagsmenn, svo að ekki sé meira sagt. Um langa stund hefur sú óvenja haldizt við í ýmsum verzlunarstöðum, að kaupfélagsstjórinn hefur orðið að taka á móti flestum gestum, sem til staðarins koma, og beita þar gamaldags gestrisni. Þessi aðferð er af mörgum ástæðum algerlega óviðunandi og á að leggjast niður, þar sem menn kunna að gæta sóma síns. Samvinnumenn geta bætt úr gistihússþörf sinni á hverjum stað, eins og þegar þeir reisa vöruhús, mjólkurbú, koma upp sumarskálum fyrir félagsmenn, o. s. frv. Enginn ætlast til, að kaupfélögin reisi stór- hýsi í þessu skyni, þar sem umferð er lítil. Stærð hús- anna fer eftir þörfinni, og í sumum minnstu kaupfé- lögunum er verið að undirbúa einfalt svefnloft, sem nota má með góðum árangri á þeim tímum, sem flest fólk kemur í verzlunarstaðinn. Útlit búðanna. í öllum löndum er í fyrstu nokkur hneigð hjá sam- vinnumönnum að spara sem mest útgjöld við verzlun, til að spara sem mest fyrir félagsmenn. Þetta er í sjálfu sér lofsamlegt, og að öllum jafnaði nauðsyn- legt á þessu stigi þróunarinnar. En þegar kaupfélög fara að styrkjast, þurfa þau að keppa að því að hafa allan húsakost og starfrækslu jafn fullkomna eins og tíðkast hjá duglegum kaupmönnum, og síðar verða samvinnumenn að keppa að því, að komast lengra en keppinautar þeirra. Ekki er þó mælt með óhófi eða heimskulegum íburði, heldur hinu að hafa húsakost og afgreiðsluskilyrði í sem beztu lagi, til að létta alla afgreiðslu. Kaupmannastéttin hér á landi er komin mjög langt í þessu efni og sækir á. Leiðtogar kaupfélaganna skilja, að þetta er mjög verulegt at- riði og hafa á mörgum stöðum komizt fram úr keppi- nautum sínum með heppilegan húsakost og nauð- synlega afgreiðslu. En sums staðar er enn nokkuð á- fátt í þessu efni, og þurfa allir samvinnumenn að hafa 164

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.