Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 19
6. HEFTI SAMVINNAN ^7. (jjiuijnn oneó: Sætt er sameiginíegt skipbrot S M A S A G A . Hlýtt í veðri og glatt sólskin. John Dafis kepptist við að stinga upp í garðinum sínum, en Elin kona hans var að þvo þvott fyrir dyrum úti. John var áttræður og Elin fimm árum yngri. John hafði alla sefi verið búsettur í Týn-yr-ardd og alltaf stundað vinnu hjá bændunum þar. Honum hafði tekizt — með stöðugu erfiði og stakri nægjusemi — að spara saman nokkra fjármuni til að grípa til, þegar hann væri orðinn of gamall til vinnu. En hann var enn fenginn til ýmissa starfa þrátt fyrir hinn háa aldur, og auk þess ræktaði hann garðinn, svo að hann hafði enn ekki þurft að skerða spariféð, svo neinu næmi. Spariféð var auðvitað ekki mikiö, og John óttaðist stöðugt, að það yrði þrotið, áður en þau dæu, Elin og hann. Það sagði hann ávallt, þegar nágrannarnir voru að segja, að hann ætti nú að hætta vinnu og fara að láta sér líða vel í ellinni. Hann óttaðist stöð- ugt, að hann kynni einn góðan veðurdag að neyð- ast til að segja sig til sveitar. John Dafis var nokkuð forn í háttum. Hann van- treysti bönkum og leitaði því ekki á náðir þeirra um varðveizlu skildinganna, heldur fékk þá í hendur William Huws. William Huws að Y Wern Fawr var mesti bóndi sveitarinnar og forustumaður. Hann vildi eindregið greiða vexti, en John Dafis var ófús á að Þiggja það. John hafði unnið á Y Wern Fawr í mörg ár, og traust hans á William Huws var takmarkalaust. Þeir voru i sama söfnuði og báðir í safnaðarstjórn. John Dafis hefði hiklaust sett líf sitt í veð fyrir orðum og drengskap William Huws, og William Huws hefði einnig talið sjálfsagt að leggja líf sitt við orðum og drengskap John Dafis. John var alveg sannfærður um, að spariskildingarnir væru öruggir í vörzlu William Huws, ef þeim væri nokkurs staðar óhætt. Einmitt þenna morgun, meðan John Dafis var að keppast við í garðinum sínum, bárust slæmar fréttir um sveitina. William Huws að Y Wern Fawr var sagður gjaldþrota. Þetta komst allt í einu á kreik, og menn fylltust undrun og ótta. Sagan var búin að fara víða tvo síðustu dagana, en hún hafði ekki bor- izt til eyrna John Dafis. Týn-yr-ardd var nokkuð afskekkt, og hann hafði ekki gefið sér tíma til að skreppa að heiman nú um skeið. sökum anna við garðyrkjuna. En fréttirnar bárust til hans að lokum. Einn nágrannanna átti leið fram hjá. „Góðan dag, John Dafis“, kallaði hann. „Þú kepp- ist heldur en ekki við“. ,,Já, ójá, svona af manni á mínum aldri að vera. Ég er búinn að setja niður snemmasprottnu kartöfl- urnar, sem ég fékk frá honum William Huws að Y Wern Fawr. Hann sendi mér þær núna, blessaður, eins og hann hefur gert síðastliðin fjörutíu ár“. „Já, það er vel gert“, sagði nágranninn og lét augun hvarfla hér og hvar um umhevrfið. „Mér þótti ákaf- lega leiðinlegt þetta ólán hans“. „Ólán“, át John Dafis eftir. „Nú, hvaða ólán?“ „Hefur þú ekki frétt neitt?“ „Ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut. Hvað er að? Það er þó ekkert alvarlegt, vona ég?“ „Jæja! Ég er svo forviða, að þú skulir ekkert hafa heyrt, — og sagan er þó búin að vera á ferðinni í tvo daga“. „Saga! Hvaða saga?“ „Já, svo sannarlega er það undarlegt, að einmitt þú skulir ekkert hafa frétt, John Dafis, — eins og öll- um er þó vel kunnugt um ykkar ævagömlu vináttu". Auðvitað var nágrannanum vel kunnugt um, hvar John Dafis geymdi sparifé sitt, og þetta var aðeins hans aðferð til að kunngera tíðindin. „Já, vináttu, rétt er það, við erum gamlir vinir“, sagði John Dafis. „Og það höfum við verið, síðan ég vann þar, þegar hann var ungur, eins og þú veizt. Gamlir vinir.... En ég hefi ekkert um hann heyrt. Hvað er að Hefur hann orðið fyrir einhverju slysi?" „Meira en lítið alvarlegu slysi, er ég hræddur um, þar sem .... “ „Þú segir ekki satt? Hvað getur það verið? William Huws er gætinn maður“. „Já, enda er þetta eiginlega ekki slys. Mig tekur sárt að segja þér frá þessu“. „Héðan af væri mér verr gert með því að segja það ekki“, sagði John Dafis. 179

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.