Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 26
SAMVINNAN 6. HEFTI Og Kari sá í hendi sér, að hún yrði að láta í minni pokann í annað sinn. Hún minntist ekki heldur meira á heimsóknina í skemmuna, eftir að hún hafði heyrt málavexti. Ef Hjálmar sagði satt, og um það efaðist hún ékki, var Aníta líka úr allri sök. Þetta var Karí ljóst, og hún var ekki þannig gerð, að hún vildi ásaka neinn gegn betri vitund. Hún vildi ekki einu sinni vinna það til, að losna við Anítu. En hún þurfti ekki lengi að bíða til að fá vatn á sína myllu aftur. Þetta var daginn fyrir hestamarkaðinn, og það bar við, að stöku markaðsfarar legðu leið sína um Bjargasveit. Úðaregn var á, og flestir komu því við á einhverjum bænum til að fá sér hressingu og hús- hlýju. Tveir bændur frá Ramsen komu við í Hlíð um morguninn, og um hádegisbilið kom þangað útlendur hljóðfæraleikari, sem hafði villzt af réttri leið og spurði til vegar. Fólkið var setzt að borðum, og komu- manni var boðið að borða, því að gestum, sem að garði bar, var jafnan boðinn einhver beini í Hlíð. Gesturinn var nýsetztur hjá heimafólkinu og farinn að babla við það á hrognamáli sínu, er Aníta kom inn. Hún hafði farið að sækja í eldinn og kom með fullt fangið af skógarvið inn í eldhúsið og sá því komu- mann ógerla í fyrstu. En hann sá hana. Fyrst færðist slíkur undrunar- svipur á andlit hans, að allir hlutu að taka eftir, og því næst varð hann eitt sólskinsbros. Hann sagði eitthvað á framandi tungu, sem líktist glaðværri kunningjakveðju. Anítu brá kynlega í brún. Hún hrökk við, og allur eldiviðurinn skall með miklu braki á gólfið rétt framan við ofninn. Hún snerist á hæli gegn komu- manni og horfði dauðskelkuð á hann. Hljóðfæraleikarinn kinkaði kolli í sífellu og hélt á- fram að tala. En nú náði Aníta valdi yfir sjálfri sér. Hún starði beint á komumann og hristi höfuðið til merkis um, að hún skyldi ekki, hvað hann væri að segja. Hjálmar gaf nánar gætur að báðum. Hann sá vandræðasvip færast yfir andlit gamla mannsins og enn fremur, að Aníta horfði fast í augu hans, um leið og hún hristi höfuðið, enda þótt hún varaðist að depla auga til aðvörunar. Gesturinn var sýnilega á báðum áttum. Svo hristi hann höfuðið og sagði: „Missýning, missýning .... Mér sýndist stúlkan ....“ „Nú,“ greip Hjálmar fram í, „þér tókuð Anítu fyrir einhvern, sem þér þekkið?" Gesturinn kinkaði kolli sem ákafast. „Alveg rétt, mjög lík annarri stúlku." Allir tóku þessa skýringu gilda nema Hjálmar. Hann var viss um, að þessi „stúlka“ væri engin önn- ur en Aníta sjálf. Að lokinni máltíð lék gesturinn á harmóníku fyrir heima fólkið. Hann lék fjörug lög af því tagi, sem oft eru leikin í fjölleikahúsum, og áheyrendur hans voru stórhrifnir. Aníta ein virtist ekki gefa þessu mikinn gaum. Hún tók til að þvo upp í óða önn, sneri baki við hinu fólkinu og varaðist að líta um öxl. Þegar hún hafði lokið uppþvottinum, fór hún út með þvottaílátið til að hella úr því. Gesturinn var þá einnig á förum, og þau mættust í anddyrinu. Eldhús- dyrnar stóðu opnar, og Hjálmar sá fram í anddyrið úi' sæti sínu. Hann sá að Aníta hægði á sér og kink- aði kolli í kveðjuskyni til gestsins. Svo kom hún inn. Hjálmar hafði hálfvegis heyrzt hún hvísla nokkur orð í skyndingu um leið og hún gekk fram hjá hljóð- færaleikaranum. Stundarkorni síðar komu systurnar, Rut og Inga, í Vatnsbotnum, að Hlíð með einhver skilaboð frá móður sinni til Karí. Þeim var auðvitað gefið kaffi. „Hún Aníta,“ gall allt í einu í Ingu, „hún er nú ekki öll þar sem hún er séð. Hún getur talað útlenzku hvað þá annað.“ — Inga var ekki nema fjórtán ára telpa og var stórhrifin af fallegu kaupakonunni i Hlíð. „Hvernig veizt þú það,“ sagði Kari. „Ég heyrði það sjálf — núna rétt áðan. Þegar við gengum hjá hlöðunni, stóð Aníta þar og talaði alveg reiprennandi útlenzku við einhvern mann. Við stönz- uðum snöggvast til að hlusta; það var svo skrýtið. Þið hefðuð átt að heyra, hvað þau voru fljótmælt!" Kari þagði andartak, svo spurði hún: „Skyldu þau vera þarna ennþá?“ „Nei, maðurinn fór, og við mættum honum, en Aníta fór út í fjós,“ sagði Rut. „Ég ætla að biðja Anítu að kenna mér útlenzku," bætti Inga við. „Það hlýtur að vera gaman að geta talað hana.“ „Það skalt þú ekki gera,“ sagði Kari byrst. „Aníta hefur nóg að starfa, þótt hún fari ekki að eyða tíma í slíkan hégóma." Inga leit upp á Kari lafhrædd, en sagði ekki meira. Þegar Aníta kom inn, þorði hvorug telpan að yrða á hana, og Kari þagði líka eins og steinn. En þegar systurnar voru farnar og þær Aníta voru tvær einar í eldhúsinu, spurði hún snögglega: „Þekkir þú þennan hljóðfæraleikara?“ Anítu brá ekki eins mikið og Kari hafði búizt við. „Nei, eiginlega þekki ég hann ekki neitt,“ sagði hún, „en það rifjaðist upp fyrir mér, þegar hann fór að spila, að ég hafði heyrt til hans áður, svo að ég fór út og sagði honum það.“ Það datt ofan yfir Kari. Hún hafði ætlað sér að koma flatt upp á Anítu með vitneskju sína um sam- tal hennar við hljóðfæraleikarann. Henni hafði sízt komið til hugar, að Aníta mundi blátt áfram með- ganga það. Með því móti afvopnaði hún Kari, sem hafði búizt við, að Aníta mundi skrökva, svo að hægt væri að afhjúpa hana. „Hvers vegna svaraðir þú honum ekki, þegar hann yrti á þig hér inni, úr því að þú kannt útlenzku?“ spurði Kari þvermóðskulega. „Af því að hann talaði þá ítölsku, og hana kann ég ekki.“ „En úti undir hlöðuvegg gastu samt talað hana!“ sagði Kari hróðug. Aníta hristi höfuðið kæruleysislega. 186

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.