Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 3
SAMVINNAN 6. liefíi ,1IM 1946 XL. árg. JÓNAS JÓNSSON: Dægurmál Þrískipt verzlun. Rússar hafa nú í vor gert samning við ríkisstjóm- ina um allmikil kaup á sjávarvörum, og gjalda að nokkru með timbri og kolum. Þessi Rússlandsverzlun getur skapað aukna aðstöðu fyrir þá íslendinga, sem vilja auka verzlun ríkisins. Enginn vafi er á, að þeir menn grípa nú tækifærið til að mæla með ríkisverzlun bæði á kolum og timbri og á miklu fleiri vörum. í þessu efni hafa samvinnufélögin og kaupmenn sam- eiginlegra hagsmuna að gæta, og eiga að beita sér sameiginlega á móti þeim, sem vilja einoka almenna verzlun á íslandi. En síðan hefst aftur með eðlilegum hætti keppni kaupfélaga og kaupmanna um verzlun- arskiptin í landinu. En sá leikur á ekki að vera jafn- aður með lögþvingun, því að þá er kominn angi af ríkisverzlun undir ranglátu formi. Byggingarefnisverzlun. En í þessum efnum hefur á mörgum undangengn- um árum komizt á mikil óvenja, sérstaklega um timb- urverzlunina. Eitt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík, Völ- undur, hefur náð í sínar hendur miklu af timburverzl- un landsins, í skjóli við kvóta og innflutningshömlur, aem leitt hafa af erfiðleikum með gjaldeyri og flutn- inga milli landa. Þessi aðstaða með timburverzlunina hefur orðið því ranglátari og hættulegri, þar sem aðal- eigandi Völundar, Sveinn Sveinsson kaupmaður, er um leið aðaleigandi stærsta blaðsins í landinu, Morgun- blaðsins. Á yfirborðinu telur þetta blað, að það beiti sér fyrir frjálsri verzlun. En væri verzlunin frjáls í þessum efnum myndu kaupfélögin geta fengið nægi- legt byggingarefni handa sínum mönnum, þegar þau hafa ráð á nægilegum gjaldeyri. Sömuleiðis myndu byggingameistarar, sem standa fyrir stórbyggingum, eiga aö hafa óskoraðan rétt til að flytja inn það bygg- ingarefni, sem þeir þurfa til sinna húsa. En þetta er ekki reyndin, heldur verða bæði samvinnumenn og leiðtogar í byggingariðnaði samkeppnismanna að leita miklu meira en hóf er á til þeirra verzlunarfyrir- tækja, sem hafa nálega einokunaraðstöðu til inn- kaupa á byggingarefnum. Hversu má breyta þessu? Þessu ranglæti verður ekki breytt nema með skipu- legri og skynsamlegri mótstöðu. Samvinnumenn verða að afla sér vitneskju um það, úr verzlunar- og hag- skýrslum, hvað Völundur og skyldar verzlanir flytja inn mikið af byggingarvörum árlega, og hvað sam- vinnufélögin og menn, sem standa fyrir stórbygging- um, þurfa að kaupa mikið af efnivörum frá óþörf- um mililiðum. Síðan þarf að ræða málið í blöðum, tímaritum og á mannfundum. í þessu efni er hægt að byggja á opinberum skýrslum, sem ekki verða vé- fengdar. Ef samvinnumenn halda fast á sínu máli, en gæta þó hófs, munu þeir ná rétti sínum. Þeir eiga að krefjast að fá í sínar hendur allan innflutning bygg- ingarvöru handa sínum félagsmönnum. Þeir eiga ekki, meðan hömlur eru á verzluninni að heimta að geta gerzt eins konar kaupmenn á þessum vettvangi, þó að slík samkeppni eigi að vera öllum frjáls, þar sem gjaldeyrismál eru í sæmilegu lagi. Og samvinnumenn verða að sætta sig við það, að Völundur og önnur kaupmannafyrirtæki skipti við þann hluta þjóðarinn- ar, sem treystir kaupmönnum betur en samvinnufé- lögunum. í þeim efnum verður hver maður að mega fylgja sinni trú. Hitt er annað mál, að nú sem stendur hallar á samvinnufélögin í þessu efni, og þau geta ekki rétt hlut sinn, nema með skynsamlegri baráttu fyrir rétti sínum. Hefur áður verið bent á í þessu tíma- riti, hversu samvinnumenn gætu lagt á borðið hjá gjaldeyrisnefnd öruggar sannanir um rétt þeirra í þessu efni. 163

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.