Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 16
SAMVINNAN 6. HEFTI Það var orðið framorðið, þegar við lögðum loks- ins á stað frá Húsavík, en við riðum býsna hart og náðum inn að Geitafelli, innsta bæ í Reykjahverfi, en þar bjó þá góður kunningi Jakobs, sá er Snorri hét Oddson. Það var háttprúður, hógvær greindar- maður. Lítið þekkti ég hann um kveldið, er ég kom til hans, en morguninn eftir vorum við orðnir góðir mátar og vorum það ætíð síðan. Við Snorri vöktum við það um nóttina að leita í reikningum allra við- skiptamanna félagsins að peningum þeim, sem Jakob hafði veitt móttöku fyrir félagsins hönd, og hann áleit, að nokkuð hefði týnzt af. En nú kom það í ljós, að ekkert af þeim var glatað, en sjálf félagsstjórnin var orsök í þeirri ringulreið, er olli Jakobi mestrar áhyggju. Næsta dag. var Jakob hressari, hafði hvort tveggja, ferðalagið og fullvissan um, að engin yfirsjón hefði átt sér stað, viljað honum til og unnið það á, að hann svaf betur um nóttina og leit djarfari aug- um á framtíð félagsins, því að annað gat hann naum- ast hugsað um. Á leiðinni upp yfir Hólasand sagði hann mér, að hefði sér mislukkast afgreiðsla á pen- ingum félagsins, þá hefði fleira getað farið eftir því, og hann hefði þá alls ekki talið sig vera færan um að stjórna félaginu framvegis, en þann vanda hafði hann á hendi til hárrar elli og var jafnan öruggasti maðurinn, þótt á móti blési. Afhallandi miðjum degi vorum við komnir upp á Grímsstaði, og sat ég þar fram á vetur við að skrifa reikninga viðskiptamanna félagsins. Hafði líka máske dálítil hjáverk, því trú- lofaður var ég elztu dóttur Jakobs. Haustið eftir, 1883, unnum við Jakob sömu verkin saman á Húsa- vík, en þá var orðið hægara við að fást, því að komnar voru upp dálitlar félagsbyggingar, sem fór árlega fram, þangað til að allt var komið á réttann kjöl“. Þetta er þá frásögn Friðriks um áhyggur Jakobs haustið 1882. Eins og hann segir urðu þeir síðbúnir af Húsavík og komu hingað í myrkri 24. október, sem var þriðjudagurinn fyrsti í vetri. Á miðvikudaginn var Jakob lasinn og klæddi sig ekki fyrr en úr há- degi. Var hann þá, eins og Friðrik lýsir honum, ann- ars hugar að sjá og gat ekki á heilum sér tekið, talaði fátt og gat lítils neytt. — Það var verið að lóga fé fyrri part dagsins, og gat pabbi ekki verið inni hjá Jakob eða talað við hann. Eftir miðdaginn spurði faðir minn Jakob, hvort hann vildi lofa sér að líta í reikningana. Já, það var svo sem hægt, en það væri ekki til neins. — Þá voru reikningsplögg þeirra sótt, og þeir settust við að skoða þau, faðir minn og Frið- rik. Við þau sátu þeir svo, það sem eftir var dags- ins, og þegar kveikt var um kvöldið, gátu þeir sagt Jakob það, að ekki myndu ástæðurnar vera eins al- varlegar og hann væri hræddur um. Þetta kveikti þegar vonarneista í brjósti Jakobs, og héldu þeir svo áfram að telja kjark í hann. Leið ekki á löngu, þang- að til að hann vildi fá eitthvað að gera. — Honum var þá fengin ull og kambar, og fljótt varð hann annar maður að sjá. Man ég ekki eftir, að ég hafi séð meiri breytingu á jafn gætnum manni en orðin var á Jakob um kvöldið. Ég man ekki, hvort þeir vöktu við reikningana um nóttina, eins og Friðrik segir, en það hefur þá verið seinni nóttin, sem þeir voru hjá okkur. Kvöldið, sem þeir komu, settust allir að. — Það skilst líka á því, sem Friðrik segir, að hann hafi sofið betur um nóttina bæði fyrir ferðalagið og fullvissuna um, að engin yfirsjón hefði honum viljað til. Þá vissu gat hann varla fengið svo fljótt fyrra kvöldið, að hún gæti hjálpað til svefns þá nótt. Og þegar þeir fóru héðan á fimmtudagsmorguninn, var Jakob glaður, og þeir allir, er þeir voru að skilja úti á hlaðinu í Geitafelli. Er af þessari framanrituðu frásögn ljóst, að öll- um áhyggjum Jakobs út af peningagreiðslu hans til félagsmanna var lokið, áður en hann kom upp í Grímsstaði. Hann þurfti ekki heldur að fara upp í Mývatnssveit til þess að hljóta traust almennings. Það átti hann óskipt í öllum sveitum. Það sést einnig, að hann naut mestrar og beztrar aðstoðar Friðriks við afgreiðslu allra reikninga til félagsmanna og þeirra annarra manna, er hann hafði haft einhver viðskipti við fyrir félagsins hönd. í dagbók sína hefur faðir minn ekki skrifað neitt um það, sem olli þunglyndi Jakobs, né um það, að þeir Friðrik hafi leitað í reikningum félagsmanna að týndu fé og fundið það, og finnst mér það vera glögg-' ur og góður vitnisburður um manninn. Aðeins sagt á þriðjudaginn: „Jakob kom“, og á fimmtudaginn: „Jakob fór“. Hins vegar man ég vel eftir þessum fyrstu árum félagsins, og mér fannst pabbi vera lengi að heiman stundum. Þegar hann fór ferðina upp í Sveitina með Benedikt og verið var að tala um að panta skipið að vetrarlaginu, þá var hann sex daga í ferðinni. Það var líka fleira en kaupfélagsmálin, sem voru orsök í fjærveru hans frá heimilinu. Það voru líka málefni gamla Helgastaðahrepps, þar sem hann vaar oddviti, þjóðliðsmál og svo heimilisþörf, er knúðu hann til burtfarar, en ég þurfti fljótt að fara að reyna að „gera í húsum“, þegar pabbi var ekki heima. — Á blaðsíðu 73 í Sögu K. Þ. er kafli, sem höfundur- inn nefnir „Bjargráðið“. Seinasta málsgreinin er vissulega ánægjulegur vitnisburður um árangurinn af því starfi og þeirri viðleitni, sem frá er sagt í þeim þætti sögunnar. Það er ekki ofmælt hjá höf- undinum, er hann segir, að þá hafi orðið eftirminni- legur fögnuður. Þó voru ekki allir örðugleikarnir búnir, þótt skipiö væri komið. Það kom til Húsavíkur í hægu hríðarfjúki um miðjan dag, laugardaginn 2. apríl. Litlu síðar en það lagðist á höfnina fór að hvessa á austan, sem er versta átt á Húsavík. Þó var strax farið að flytja úr skipinu á litlum róðrarbátum, önnur tæki voru þá ekki til, og skipið lá langt undan landi. — En Hús- víkingar sýndu það þá, eins og endranær, að þeir eru góðir sjómenn. Á sunnudaginn var austan hríð og hvasst og vont í sjóinn. Þó var allan daginn flutt úr skipinu. Á mánudaginn var norðanhríð og mikið frost. Þann dag voru einnig fluttar vörur í land. Bjartara seinni partinn. Um kvöldið voru eftir 500 tunnur af korni. — Þá hélzt skipstjórinn ekki leng- ur við á höfninni, og þóttist aldrei hafa verið þar óhultur, en sigldi burt með kornið. Það var svo í 176

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.