Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 20
SAMVINNAN 6. HEPTI „Jæja þá. Allt bendir til, að hann sé orðinn fjár- þrota“. „Hva — ?“ hrópaði John Dafis og rétti leiftur- snöggt úr sér, en lét fallast þungt á pálinn á næsta andartaki. „Já, fjárþrota kvað hann vera, eftir því sem al- mannarómur segir“. • „Nei, ég get ekki trúað því!“ „Tja, þetta segja allir. Ég vildi sannarlega óska, að það væri ósatt, en ég er alvarlega hræddur um, að það sé satt“. „Þú gerir mig sannarlega forviða“, sagöi John Dafis. „Já, svo sannarlega. Þetta er ákaflega leiðin- legt, ákaflega leiðinlegt“. Nágranninn fór. Á leiðinni furðaði hann sig á, að John Dafis skyldi ekki hafa minnzt á sitt eigið tjón. Gamli maðurinn gekk heim, hægt og seinlega, og studdist við pálinn. Hann staðnæmdist við dyrnar, þar sem Elin Dafis var við þvottinn. „Elin“, sagði hann. „Ég var einmitt að heyra mjög hryggileg tíðindi“. „Um hvern “ spurði Elin, leit upp og strauk sápu- löðrið fram af höndunum. „Um William Huws, vesalinginn“. „Nú, hvað er með hann.“ „Tja, hann kvað vera fjárþrota, eftir því sem sagt er“. „Pjárþrota! William Huws á Y Wern Fawr — fjár- þrota!“ „Svo er sagt“. „Jæja, hvað eigurn við nú að gera?“ „Ha, hvað við eigum að gera? Um hvað ertu að hugsa, Elin?“ „Hvað er þetta maður? Hvað gengur að þér. John? Eru ekki peningarnir þínir hjá honum? Og ef hann er fjárþrota, hvað verður þá um okkur?“ „Ójá, já, vitaskuld!" sagði John Dafis hægt. „Mér var ekki farið að detta það í hug. Ég óttast ekkert um peningana mína“. „Hvað veiztu um það? Ef hann hefur tapað þeim öllum, Guð hjálpi okkur þá í ellinni!" ' „Já“, svaraði John Dafis. „En ég er ekkert hrædd- ur um, að hann hafi valdið mér slíkum erfiðleikum, ef hann hefur verið sjálfráður gerða sinna. Og ég myndi undrast það mjög, ef hann hefði tapað fé mínu og kæmi ekki sjálfur til að segja mér slíkt. Ég hef þekkt hann, síðan hann var strákur. Og ég þekkti föður hans líka. Sá gamli var hreint ekki all- ur, þar sem hann var séður. En William .... vesaling- urinn, vesalingurinn“. „Já, en þeir beztu bregðast stundum, það er það versta!“ sagði Elin Dafis. „Og ég er hrædd um, að nú sé öllu lokið fyrir okkur. Það yrði okkur erfitt að þurfa að fara á sveitina í ellinni, eftir allt saman“. „Já, jú, víst er um það. En verði það að vera, þá er ekkert við því að gera. En mig tekur þetta sárt vegna Williams Huws, — sannarlega sárt“. „Já, mig tekur það einnig sárt. En ef hann hefur tapað þínum peningum, John, þá hefur hann gert mjög rangt. Þú ættir að fara þangað undir eins og láta hann sjálfan segja þér sannleikann, í stað þess að bíða og hlusta á hviksögur“- „Nei“, svaraði John Dafis. „Það væri ekki rétt af mér að fara og kryfja hann sagna. Séu peningarnir mínir tapaðir, þá kemur William Huws sjálfur og segir mér það“. Er John hafði þetta mælt, heyrðist garðshliðið opnað. William Huws var að koma. John Dafis fann hjartað í brjósti sér taka kipp, en hann sagði ekki orð. „Góðan dag, John Dafis. Hvernig líður þér?“ sagði William Huws. „Svona og svona, þakka þér fyrir. En hvernig líður þér sjálfum, William Huws?“ Ég hefi ekki séð þig síðan — guð má vita hve nær“. „Nei, ónei“, sagði William Huws og barðist við að hafa vald yfir sjálfum sér. „Þú veizt nú, að margt hefur gengið erfiðlega þar yfir frá, upp á síðkastið, John Dafis. Vegna þess er ég nú hér kominn í dag. Þú verður undrandi, þegar þú heyrir það, — ef þú hefur þá ekki þegar frétt það — að ég er búinn að tapa öllu, — öllu, sem ég hafði undir höndum!" „Ég var einmitt að heyra það áðan, — rétt áðan“, sagði John Dafis. „Og mig tók það sárt þín vegna, sannarlega sárt. En það munt þú nú vita, og óþarft að taka það fram“. William Huws studdi olnboganum á vegginn, huldi andlitið í höndum sér og grét í hljóði. „Komdu nú í bæinn, William Huws“, sagði John Dafis ákafur. „Þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri“. „Það er ekki vegna mín sjálfs, heldur vegna ann- arra“, sagði William Huws, „og sérstaklega vegna þín, — þín framar öllum öðrum!“ „Ég bið þig bara að nefna það ekki“, sagði John Dafis. „Gáttu nú í bæinn. Einhvern veginn rætist úr fyrir okkur. Við eigum varla langt eftir, við Elin, hvað sem öðru líður, og ég efast ekki um, að við komust af, það sem eftir er. Ég bið þig bara að minn- ast ekki á það framar. Og komdu nú inn William Huws“. William Huws gekk inn. Elin Dafis þurrkaði sér um hendurnar. 180

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.