Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.06.1946, Blaðsíða 9
6. HEFTI SAMVINNAN KRISTINN GUÐLAUGSSDN, NÚPI: Hugvekja um nytsemi grænkáls Ég hefi oft furðaö mig á því, að grænkál skuli ekki vera ræktað á hverju einasta býli, sem ráð hefur á nokkrum landbletti. Um nytsemi grænkálsins hefur þó svo oft verið rætt og ritað, að það hefur naumast getað farið fram hjá nokkrum íslendingi, sem kom- inn er til vits og ára. Vitanlega eru það margar fleiri káltegundir, sem vegna hollustu og næringargildis ættu að vera meira ræktaðar og matreiddar en verið hefur. En grænkálið tekur þó öðrum káltegundum í flestu fram, og má því sízt án þess vera. Mér þykir vert að minna hér á ummæli nokkurra mætra manna um þetta efni- Eru þau tekin, að heita má, af handahófi. Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur í garðrækt: „Græn- kálið er allra káltegunda harðgerðast, auðræktaðast, efnaauðugast og bætiefniríkast“. (Vasakver S. í. S. 1942). „ ... væri ekki munur að eiga nokkra tugi eða hundruð grænkálsplantna í einu horni kartöflu- garðsins? Og eiga þar heilsulind heimilisins, þegar hin ágætasta jurtin, kartaflan, bregst“. (Búfræð- ingurinn VI. árg.) Ingimar Sigurðsson, garðyrkjufræðingur: „Græn- kálið er sérstaklega auðræktað um land allt“. „ ... Grænkál er mjög ríkt af bætiefnum. Það verðskuld- ar því að vera ræktað margfalt meira en gert er nú“. (Ingimar Sigurðsson: Garðyrkjustörf.) Björn L. Jónsson, veðurfræðingur: „Þá er ótalið það grænmetið, sem ég hefi mestar mætur á, meðal annars vegna þess að það er eina grænmetisteg- undin, sem getur staðið úti í garði óskemmd, fram eftir öllum vetri. Það er grœnkálið. Það mun vera næringarmeira en flestar aðrar tegundir grænmetis. Jafngildir kartöflum að næringargildi, þegar reikn- að er í hitaeiningum, en hefur auk þess mjög mikið af C-fjörefnum“. (Búfræðingurinn 1944.) Helga Sigurðardóttir, forstöðukona húsmæðrakenn- araskólans: „Grænkál er auðugast af öllum græn- metistegundum, af vítamínum og málmsöltum. Þess vegna ætti það að vera borðað mörgum sinnum meira en nú er gert og grænkálið verður að vera ræktað í öllum görðum landsins. Það er jurt, sem getur náð sæmilegum vexti, hvernig sem árar og þar sem grænkál er bæði hollt og ljúffengt í fjöl- marga rétti, bæði hráa og soðna, verður neyzla þess mörgum sinnum að margfaldast“. (Helga Sigurðar- dóttir: Grænmeti og ber allt árið.) Júlíus Sigurðsson, læknir og forstöðumaður Mann- eldisráðs: „C-vítamín í grænkáli var mælt í október 1940. Voru tekin 3 sýnishorn úr garði í Reykjavík, og mældist vítamínmagn þeirra: 82, 83,2 og 78 mg„ eða að meðtali 80,4 mg. í 100 g. Allar mælingar voru geröar ca. l/2 klst. eftir að kálið hafði verið tekið úr garðinum“. (Júlíus Sigurðsson: Mataræði og heilsu- far á íslandi.) M. Hindhede, læknir um langt skeið og forstöðu- maður manneldisrannsóknastofnunar danska ríkis- ins: „í því (grænmetinu) höfum við paradís fjörefn- anna og málmsaltanna. Hver sem hefur kálgarð og stundar ræktun hans af alúð, þarf ekki að óttast hörgulsjúkdóma, eða bleikjusótt, jafnvel þótt hann borði hvorki smjör, mjólk né egg. Það ætti að at- hugast, að grænkálið, sem margir virðast því nær hafa gleymt, er mjög auðugt af fjörefnum .. . Enga garðjurt er hægra að rækta. Hún þrífst, að heita má, hvernig sem með hana er farið... í stuttu máli: Pjörefnaskortur getur ekki stafað af öðru en þekkingarleysi. Jafnvel það fæði, sem er tilreitt af hinum ódýrustu matartegundum, s. s.: grófu brauði, kartöflum, gulrófum og grænkáli veitir yfirfljótan- legt af fjörefnum. Að leita þeirra til útlanda, er óþörf eyðsla og að sækja þau í lyfjabúðirnar hér, er fávizka“. (M. Hindhede: Fuldkommen sundhed og vejen dertil.) Þessu lík eru ummæli annarra þeirra manna, er reynslu og þekkingu hafa hlotið um þessi efni. Og eigi má gleymast sá verðugi lofsöngur um grænkál- ið, sem eitt af yngri skáldum okkar hefur gert: „Heyrðu — veiztu, hvað það er hvítum undir snænum, sem á lofti hefur hér hóp af blöðum grænum? — Það eru nokkur grænkálsblöð, bezta kál á bænum“. segir Guðmundur Ingi, í ljóðabók sinni „Sólstafir“. Svo lýsir hann þessari undrajurt, sem er svo fríð í sumarblíðunni, en þó fegurst, þegar hún breiðir út grænu blöðin í vetrarsnjónum — þegar aðrar jurtir hafa fölnað og fallið, fyrir frosti og klaka, þá lyftir grænkálið sér „yfir klakans ljósa lín“. Og svo endar hann kvæðið þannig: 169

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.